Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
25.11.2008 | 19:50
Farin til Köben að máta mig sem fátækling..........
Þorði ekki annað en að kaupa 2000 dkr. þar sem kortanotkun ku vera varasöm. Keypti krónuna á 25 kr. meira en helmingi meira en síðast þegar ég var þar fyrir mjög stuttu síðan. Keypti skíðaúlpu fyrir danska vinkonu mína hér sem kostar hér 20.000 kr, en hún greiðir fyrir hana 8.000. Er að byrja að fatta hvað kreppan þýðir. Við höfum verið rænd - eitthvert rosalegasta rán sem ég veit að ein þjóð hefur orðið fyrir! Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
By the way, var einmitt að lita á mér augabrýrnar og sparaði þannig 2.900 kr. og var að heyra að klippikonan mín sem hefur starfað á sömu stofu í 20 ár er búin að fá uppsagnarbréfið. Nú er bara að fara í heimaklippingu líka hjá henni. Og svo erum við nokkrar komnar í heimalitunarfélag - ekki þó teknar til starfa. Peningana beint til fólks í kreppunni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2008 | 13:04
Til hamingju hetjur!
Já ég veit það að ég er að brjóta ristjórnarstefnuna mína, en það bara ískrar ennþá í mér af gleði yfir gærdeginum og ég get ekki annað en birt stórfréttir úr vinnunni minni á Álfhóli.
Ég vil lyfta upp í sólina konum sem aðrir fjölmiðlar hafa ekki fattað. Þær eru svo margfalt merkilegri en margir af þeim sem sífellt þreyta mig á opinberu fréttastöðvunum, án þess að mér finnist þeir hafa margt eða mikilvægt að segja. Ég mæli með því að Ísland í dag nú eða e.t.v. Kastljósið taki einn þátt eða tvo í að ræða við þær. Til hamingju elskulegu systur mínar.
Margrét Steinarsdóttir Jafnréttisviðurkenning Stígamóta árið 2008 Fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu Stígamóta. Fyrir að hafa alla tíð verið boðin og búin til liðsinnis. Fyrir að hafa oft tekið að sér vandasöm verk eins og lögfræðilega ráðgjöf, fræðslu, peningagæslu, nefndarstörf og ýmislegt fleira. Ekki þó síst fyrir fyndni, greind, þægilega nærveru og órjúfanlega tryggð við starfsemina.
Kolbrún Halldórsdóttir Jafnréttisviðurkenning Stígamóta árið 2008 Fyrir að hafa flutt mörg mikilvæg þingmál tengd kynbundnu ofbeldi. Fyrir að hafa þrautseigju og hugrekki til þess að fylgja þeim eftir þrátt fyrir illskiljanlegan mótbyr. Fyrir að hafa verið óþreytandi ötul í að flytja boðskap og hugmyndafræði Stígamóta inn í þingsal. Fyrir að hafa tekið að sér ýmis verkefni fyrir Stígamót í baráttunni gegn mansali. Fyrir að vera alltaf í liði með okkur.
Katrín Anna Guðmundsdóttir Jafnréttisviðurkenning Stígamóta árið 2008 Fyrir að vera óþreytandi talskona feminisma á Íslandi. Fyrir ótal mikilvæga pistla um málefni kynjanna. Fyrir þekkingu, visku og hugrekki. Fyrir að ganga á undan og teygja mörk hins leyfilega í baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi og auka þannig rými okkar hinna.
Matthildur Helgadóttir Jafnréttisviðurkenning Stígamóta árið 2008 Fyrir að hafa fengið snilldarhugmynd vestur á Ísafirði og hrint henni í framkvæmd með hjálp góðs fólks. Aðgerðin Óbeisluð fegurð hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og Stígamótakonur eru stoltar af skemmtilegu samstarfi við kvenskörunginn í alþjóðasamhengi. Fyrir að leggja þung lóð á vogarskálarnar til þess að sýna fram á afkáraleika þröngra staðalímynda kynjanna. Fyrir að hafa nýtt fyndni og frumlega hugsun sem eru beitt verkfæri í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi og vera þannig hvatning fyrir okkur öll.
Þorgerður Einarsdóttir Jafnréttisviðurkenning Stígamóta árið 2008 Fyrir að gegna ómetanlegu uppeldishlutverki fyrir fræðifólk framtíðarinnar. Fyrir einstaka þekkingu og færni í að beita hinu mikilvæga verkfæri kynjafræði í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi. Fyrir að hafa verið óþreytandi við að miðla færni sinni til annarra. Fyrir örlæti, velvilja og hlýju. Fyrir að hafa alltaf veitt stuðning og ráð þegar á hefur þurft að halda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 09:18
Hittumst í dag
1. Kl. 12.10 fyrir utan Norska sendiráðið við Fjólugötu með fána og í norskum peysum og með kampavín og gleðjumst yfir vitibornu frændfólki okkar í Noregi sem hefur bannað kaup á konum
2. Löbbum svo yfir í Iðnó kl. 13 og hlustum á vísar og klókar konur frá Evrópu segja frá því nýjasta í baráttunni gegn kynferðisofbeldi
3. Tökum þátt í að hylla fimm verðuga viðurkenningarhafa jafnréttisverðlauna Stígamóta sem líka fer fram í Iðnó kl. 15 og hlustum á undurfallegan söng Önnu Sigríði Helgadóttur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 11:56
Jafnréttisviðurkenningar Stígamóta verða afhentar í Iðnó á morgun föstudag kl. 13-16
Nú ætla ég að brjóta eigin reglu um aðskilnað einkalífs og vinnu og birta eftirfarandi:
Mikilvægt er að benda á þá miklu vinnu sem unnin hefur verið til þess að koma á raunverulegu jafnrétti kynjanna á Íslandi. Fyrstu jafnréttisviðurkenningar Stígamóta verða veittar við hátíðlega athöfn í Iðnó á morgun föstudag 21. nóv í tengslum við Evrópumálstofu um kynbundið ofbeldi. Þannig verður sýnt fram á hversu margbreytileg verkefnin eru. Valkyrjurnar sem toga okkur í rétta átt eru oft ósýnilegar og það sama má segja um vinnuna þeirra. Þær verðskulda styttur af sér og málverk sem þjóðin ætti að veita þeim, en þakkir og viðurkenningar veita Stígamót með gleði. Það væri gaman að sjá sem flesta í Iðnó á morgun föstudag kl. 13-16 til þess að hylla okkar konur og til þess að þiggja andlega næringu frá systrum okkar í Evrópu og hlusta á undurfagran söng Önnu Sigríðar Helgadóttur. Við minnum líka á fögnuðinn utan við Norska sendiráðið, Fjólugötu á undan kl. 12.10 þar sem frænkur okkar í Noregi verða hylltar fyrir að hafa komið í gegn lögum um bann við kaupum á vændi. Danskar frænkur okkar ætla að vera utan við norska sendiráðið í Köben með dagskrá undir yfirskriftinni Ja, vi elsker dette landet .Það er kærkomið að hafa eitthvað að fagna á þessu landi, nýtum tækifærin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 00:16
Skóli lífsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2008 | 11:58
Hvaða íþróttagrein ætti Tommsinn minn að velja sér?
Hann var að velta því fyrir sér hvaða íþróttagrein hann ætlaði að leggja fyrir sig. Orðinn sex ára og komið að því að troða honum í einhverja skipulagða dagskrá. Skil það ekki endilega en það er annað mál. Það var ýmislegt nefnt hér við matarborðið. Skíði eða golf í anda afa, eða fótbolti, nú eða fimleikar? Ég veit sagði drengurinn minn! Ólympíuleikar! Elska þetta barn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.11.2008 | 11:45
Þetta er ekki barnafangelsi............
Katla er undurflink að leika sér. Hún hefur þvílíkt ímyndunarafl að það er dásamlegt að fylgjast með henni. En mér brá í brún þegar ég sá nýjasta leikinn hennar - að leika sér í hundabúrinu hennar Freyju. Úff!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 15:46
Og það er slátur í pottinum.........
Hversdagslífið eins og ég man það fyrir þrjátíu árum er bara fínt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 09:36
Heima að vinna............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 08:56
Ég held að ég hafi verið að fá hugmynd..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)