Hvaða íþróttagrein ætti Tommsinn minn að velja sér?

IMG_0162Hann var að velta því fyrir sér hvaða íþróttagrein hann ætlaði að leggja fyrir sig.  Orðinn sex ára og komið að því að troða honum í einhverja skipulagða dagskrá.  Skil það ekki endilega en það er annað mál.  Það  var ýmislegt nefnt hér  við matarborðið. Skíði eða golf í anda afa, eða fótbolti, nú eða fimleikar?  Ég veit sagði drengurinn minn!  Ólympíuleikar!  Elska þetta barn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það á ekkert að fara að troða barninu í neitt. Ekki fyrr en á næsta ári. En þessar samræður eru samt til marks um að það sé vel tímabært að fara að ræða málin... Elska hann líka.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:32

2 identicon

Nú þar sem hann er frændi minn getur hann farið beint á Ólympíuleikana....... tímaeyðsla að fara æfa eitthvað :-)

Kveðja Pála frænka

Pála (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Dísa Dóra

Ekki slæmt að hafa háleit markmið

Dísa Dóra, 17.11.2008 kl. 15:14

4 identicon

Pála æfði Andrésarandarleika í mörg ár eins og frægt er orðið. Varð mjög góð í þeim...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Álfhóll

Góð Pála mín. Ekkert að detta úr karakter þó þú sért orðin ráðsett frú.

Elska þig

Gunna

Álfhóll, 18.11.2008 kl. 16:24

6 identicon

Allavega ekki setja hann í teygjutvist! Kristín frænka hans nennti ekki að vera í því með honum í Kommakoti í sumar því að hann skemmdi alltaf allt!

Kristín Alma Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:07

7 identicon

Sendið hann til frænku ég kenni honum eitthvað skemmtilegt.  Er ekki að treysta ykkur Tommís fyrir íþróttauppeldi barnsins þrátt fyrir að afinn sé íþróttafræðamenntaður.

Kv

Spilandi þjálfari Biggýs

Snjólaug frænka (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband