Skóli lífsins

útför 1útvör 3Tommi og Anna kynntust sorginni í dag eins og sjá má á þessum myndum. Hamsturinn sem Krissan mín gaf þeim dó og Þau grétu svo svakalega að fólk úr öðrum íbúðum bankaði upp á hjá þeim til þess að spyrja hvað í ósköpunum væri á seiði.  Man eftir svona stundum hjá dætrum mínum.   Þær voru alveg óhuggandi. Þetta var ný reynsla og áminning um hverfulleikann.  Í rauninni er það auðvitað dásamlegt að þau skuli vera orðin svona stór og hafi ekki kynnast sorginni.  Þetta herðir ungana mína og býr þau undir lífið.  En fyrir þeim er það að sjálfsögðu grafalvarlegt mál að standa við gröf hamstursins síns, sem amman saknar ekki jafn sárt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dísús greyið börnin.  Eins gott að þau eiga góða að.  Þetta rifjar upp daprar minningar af því þegar við Sóley drápum hvítu músina hennar af því að við böðuðum hana allt allt allt of oft.  Vorum samt mjög hissa og daprar yfir dauða hennar.  (systur ég held ég hafi jafnvel fellt nokkur tær vegna þessa - hvað heldur þú Sóley).

Setti annars Þingvallarmyndir á síðuna hjá Stebba nokkrar af þessum fallegu börnum ásamt öðrum fallegum.

Snjólaug frænka (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband