Hrikalega stolt af þessari konu!

IMG_0956Sigrún vinkona mín Helgadóttir fékk í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir bestu fræðibók ársins.  Hún skrifaði um Jökulsárgljúfrin sín og gaf okkur öllum aðgang að sinni persónulegu útgáfu af þessu tröllvaxna ævintýralandi.   Hún hefði getað skrifað verðlaunabók um ýmislegt annað þessi fjölhæfa kona.   Hún býr yfir einstakri þekkingu og reynslu í náttúruverndarfræðum. Ég held að hún sé klárasta kona á Íslandi þegar kemur að þjóðbúningagerð og ýmsum öðrum ómetanlegum fróðleik um verklag og næstum týnda menningu okkar. 

Ég er ánægð með Hagþenkisfólk að kunna að meta fræðimennsku hennar.   Á meðfylgjandi mynd er hún upp á Mælifellshnjúk í Skagafirði ásamt Júlla Bigga og Óla.   Hjartanlega til hamingju elsku Sigrún! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband