Jafnréttisviðurkenningar Stígamóta verða afhentar í Iðnó á morgun föstudag kl. 13-16

Nú ætla ég að brjóta eigin reglu um aðskilnað einkalífs og vinnu og birta eftirfarandi: 

 Mikilvægt er að benda á þá miklu vinnu sem unnin hefur verið til þess að koma á raunverulegu jafnrétti kynjanna á Íslandi.  Fyrstu jafnréttisviðurkenningar Stígamóta verða veittar við hátíðlega athöfn í Iðnó á morgun föstudag 21. nóv  í tengslum við Evrópumálstofu um kynbundið ofbeldi.  Þannig verður sýnt fram á hversu margbreytileg verkefnin eru. Valkyrjurnar sem toga okkur í rétta átt eru oft ósýnilegar og það sama má segja um vinnuna þeirra.  Þær verðskulda styttur af sér og málverk sem þjóðin ætti að veita þeim, en þakkir og viðurkenningar veita Stígamót með gleði.  Það væri gaman að sjá sem flesta í Iðnó á morgun föstudag kl. 13-16 til þess að hylla okkar konur og til þess að þiggja andlega næringu frá systrum okkar í Evrópu og hlusta á undurfagran söng Önnu Sigríðar Helgadóttur. Við minnum líka á fögnuðinn utan við Norska sendiráðið, Fjólugötu á undan kl. 12.10 þar sem frænkur okkar í Noregi verða hylltar fyrir að hafa komið í gegn lögum um bann við kaupum á vændi. Danskar frænkur okkar ætla að vera utan við norska sendiráðið í Köben með dagskrá undir yfirskriftinni “Ja, vi elsker dette landet” .Það er kærkomið að hafa eitthvað að fagna á þessu landi, nýtum tækifærin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband