Farin til Köben að máta mig sem fátækling..........

Þorði ekki annað en að kaupa 2000 dkr. þar sem  kortanotkun ku vera  varasöm.  Keypti krónuna  á 25 kr.  meira  en helmingi meira  en síðast þegar  ég var þar  fyrir mjög stuttu síðan.   Keypti skíðaúlpu fyrir  danska  vinkonu mína hér sem kostar hér 20.000 kr, en hún  greiðir  fyrir hana 8.000.  Er að byrja  að  fatta hvað kreppan þýðir.  Við höfum  verið rænd - eitthvert rosalegasta rán sem ég veit að ein þjóð hefur  orðið fyrir!  Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

By the way, var  einmitt að lita á  mér augabrýrnar og sparaði þannig 2.900 kr.  og var að heyra að klippikonan mín sem hefur starfað á  sömu stofu í 20 ár er búin að  fá  uppsagnarbréfið. Nú er bara að fara í heimaklippingu líka hjá  henni. Og svo erum við nokkrar komnar í heimalitunarfélag - ekki þó teknar til starfa.  Peningana beint til fólks í kreppunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Góða ferð til Köben ef ég sé þig ekki áður en þú ferð. Ég tek undir þetta með peningana beint til fólksins - hefjum vöruskipti og vinnuskipti.

Halldóra Halldórsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband