Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Frá Westglow

IMG_1971IMG_1961IMG_1966IMG_1975IMG_1993IMG_1990


Öfgana á milli

Heima á Íslandi virđist vera yfirvofandi alvarlegri fjármálakreppa en ég rćđ viđ ađ skilja.  Sjálf er ég akkúrat núna í heimsókn hjá einni af ríkustu konum Bandaríkjanna.  Ţessi kona hefur fjármagnađ mansalssjóđ Equality now! og bauđ til sín stjórninni og  okkur tíu fulltrúum samtakanna sem  hlotiđ hafa viđurkenningar sjóđsins.  Hér eru konur frá Indlandi, Perú, Zambíu, Lettlandi, Brasilíu, Kenýa og hún Guđrún litla frá Kóngsbakka.  Svo eru hér ţekktir rithöfundar og kvikmyndagerđarkona ásamt  Gloríu Steinem.  Gloría kom á eftir okkur vegna ţess ađ hún kom fram ţennan dag í Ophera ţćttinum vegna  kosninganna.   Hálfóraunverulegt allt saman. 

Viđ höldum til heima hjá Bonnie og Jamie sambýliskonu hennar á sveitasetri sem  ég á engin orđ til ţess ađ lýsa.  Ţćr stöllurnar  reka Spa sem  okkur var  bođiđ í og ég ţarf stöđugt ađ passa  ađ missa ekki hökuna niđur  í bringu.  Einhverra hluta vegna get ég ekki sett inn myndir.

Hér var haldin sérstök sýning á kvikmyndinni Trade sem Equality now! tók ţátt í ađ framleiđa.  Um 300 -400 konur mćttu á sýninguna og á eftir voru spurningar og svör sem Gloria stjórnađi.  Í pallborđi sátum  viđ ţrjár konur og vorum spurđar  spjörunum úr utan úr  sal.  Mín bara róleg og gekk held ég ágćtlega. 

Allar héldum viđ erindi um ástandiđ í eigin löndum og  ţađ var m.a. skrifuđ ályktun um athyglisverđa leiđ íslenskra stjórnvalda gegn klámiđnađi.  Leiđina sem felst í ađ loka búđunum međ konur, nefnilega klámstöđunum.  Skorađ var á ísl. stjórnvöld ađ klára verkiđ og afnema undanţáguákvćđiđ.

Ég kom til NY á kosningakvöldiđ og hitti svo stöllur mínar snemma daginn eftir.  Ţćr voru almennt ćpandi af ánćgju međ úrslitin og ósofnar eftir kosningavökur.    Allar  rćddu ţćr  um  ađ sigurinn vćri mun stćrri en sem nemur ţessum kosningum.   Ţetta vćri  sigur  grasrótarinnar og mannréttindahreyfinga.   Taina sem er  svört  sagđist vel muna  eftir ţví ţegar hundum var  sigađ á svart fólk í hennar  heimaríki og sagđist ekki hafa trúađ ţví ađ hún myndi upplifa slíka uppreisn ćru.  Ţađ er augljóslega mikilvćgara hvađa kynţćtti kona er af en ađ vera kona.   

Legg af stađ heim í dag í kćfuna og grjónagrautinn og hlakka bara til ađ hitta fólkiđ mitt og  komast á landiđ mitt sem er svoddan ógöngum.


Stolt af Ástu vinkonu minni í Íslandi í dag

1974 brúđkaup Guđrún og Tommi (16) Ásta Gunnars og Guđrún copyViđ Ásta vorum saman í bekk og sátum saman frá  ţví  viđ vorum 11 ára og ţar til viđ urđum stúdentar. Viđ höfum velkst í gegnum lífiđ saman og á milli okkar er leyniţráđur.  Viđ höfum alltaf haldiđ sambandi og  ţađ er í okkur  innbyggđ klukka sem hringir ţegar eitthvađ er  ađ hjá  hinni og ţegar svo önnur hringir, segir hin  gjarnan, skrýtiđ,  ég var  ađ  fara  ađ hringja. 

Ásta hefur háđ  hetjulega baráttu viđ djöfullegt ţunglyndi og haft betur. Hún er nú orđin svo sterk ađ hún  er farin ađ nýta  reynslu sína til ţess ađ hvetja ađra í  svipuđum sporum og stappa í ţau stálinu.  Í gćr kom hún fram í Íslandi í dag og stóđ sig eins og alltaf  eins og hetja.


Á vit alţjóđasamfélagsins

IMG_0081Ég er  ađ fara til North Carolina á morgun  ađ hitta konurnar frá Equality Now! sem buđu mér  til Nepal í fyrra.  Viđ ćtlum ađ rćđa um mansalsmál og hvernig viđ best getum  stillt saman strengi.  Á myndinni sem tekin var í fyrra eru m.a. ţćr  Gloria Steinem og  Bonnie Scheifer ásamt Iluta vinkonu minni frá Lettlandi og ungum konum sem sögđu okkur ólýsanlega sögu sína.  Finnst ađ vandamál íslensks samfélags séu  ekkert miđađ viđ ţađ sem ţćr  eru ađ kljást viđ. 

Verđ ein á hótelherbergi í New York annađ kvöld á leiđinni á áfangastađ og upplifi forsetakosningarnar í  guđs eigin landi.  Ţađ verđur vćntanlega einkennileg upplifun. 

 


Gull og demantaleikurinn minn..........

Ég skrifađi um afleggjaraleikinn okkar  Tomma fyrir stuttu.  En ég á fleiri leiki sem e.t.v. gćtu veriđ skemmtilegir  fyrir fleiri um ţessar mundir og ég hef aldrei sagt frá.   Gull og  demantaleikurinn hljómar e.t.v eins  og ađ mig dreymi um veraldleg auđćfi.  Svo er samt ekki.  En ţegar mikiđ gengur á í lífi mínu - og  ţađ er oft - á  ég erfitt međ  svefn.  Ég hef reynt ýmislegt til ţess ađ sofna, m.a.  ađ telja hćgt og  rólega sem mér finnst ótrúlega leiđinlegt.   Ţađ dugar ţó stundum en til ţess ađ flikka upp á svćfinguna  leik ég mér ađ  ţví  ađ hanna  tölustafina. 

Stundum bý ég til í huganum útsaumađa tölustafi í ýmsum litum og međ ýmsum saumaađferđum.  Stórskemmtilegar og  fljótlegar hannyrđir. Ţćr einu sem ég  ástunda.  Stafirnir verđa hver öđrum fallegri.  Stundum bý ég til tölustafi úr mismunandi villtum blómum.  Ţá er  t.d. einn úr  sóleyjum á  fallegu engi, tveir gćtu veriđ búnir til úr  sterkbleikum geldingahnappsbreiđum í svörtum sandi og ţrír  úr holtasóleyjum í fallegum móa.  Ég stjórna ţví gjörsamlega hvernig blómin rađa  sér og heillast alveg af fegurđinni. 

Í ţessum svćfingaleik hef ég komist ađ ţví ađ ég er  potensial skartgripasmiđur.  Ég get hannađ svo fallega tölustafi úr gulli, silfri, kopar og hvítagulli ađ annađ eins hefur ekki sést međ  berum augum.  Ég  byrjađi ţennan leik af mikilli hógvćrđ, en áttađi mig svo á ađ ég mćtti nota allar  ţćr  gersemar sem mér  detta í  hug.  Ég nota demanta, perlur og  eđalsteina ađ vild, en er samt hrifnust af hrafntinnu, silfurbergi opal og öđrum steinum sem eru e.t.v. ekki til í alvörunni.  Ţví miđur get ég ekki birt myndir af listaverkunum, ţćr eru í einkasafninu mínu. 


Afleggjaraleikurinn og fleira ljúft.........

Fyrir helgi var ég međ námskeiđ fyrir starfsfólk Jafnréttisstofu og kíkti í leiđinni viđ hjá kollegunum hjá Aflinu.  Ég er alltaf jafn ánćgđ međ ţađ ţegar  mér tekst ađ sameina vinnu og einkalíf. Tommi fór međ mér og viđ nutum menningar međ Kristínu jafnréttisstýru.  Svo skruppum viđ í könnunarferđ um  Eyjafjörđinn og fórum í afleggjaraleikinn.  Ţ.e.a.s. viđ lékum okkur ađ ţví ađ kanna hvert hinir  og ţessir afleggjarar myndu leiđa okkur. Viđ fórum m.a. í Hauganes sem ég vissi varla ađ vćri til, en reyndist myndarţorp. Veit ekki hvernig ţađ hefur  fariđ gjörsamlega framhjá mér, eins  og ţađ sé bara  nýkomiđ á  kortiđ.   Setti líka inn mynd af Hraundranga sem minnir  mig á fallegasta ástarljóđ á Íslandi.

Ađ lokum nýjustu fréttir úr baráttunni viđ kreppuna.  Hef einhvern veginn  ákveđiđ ađ hafa vađiđ fyrir  neđan mig. Hef misst allt traust á stjórnvöldum og veit ekki hvar ósköpin munu enda. Keypti ţví augnabrúnalit sem ég er ekki búin ađ setja á mig ennţá, en veitir ekki af viđ nýja svarta háriđ. Fć vonandi hjálp hjá samstarfskonum mínum elskulegum.  Svo keyptum  viđ hjónin lambaskrokk, nokkuđ sem viđ höfum  ekki gert í tuttugu ár  og toppuđum sjálf okkur.............bjuggum til kćfu úr slögunum!  Hvađ verđur nćst???????????IMG_1910IMG_1913IMG_1920IMG_1934


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband