Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Undrahundurinn Freyja, góðir vinir og nýi kreppuliturinn

IMG_1905IMG_1898IMG_1899IMG_1901Bara svona  rétt að rapportera frá Hóli. 

Fyrst ber að nefna að vetrardagskrá Lipurtáa  er hafin okkur  öllum til  mikillar  ánægju held ég.  Veit ekki hvað er best, að hitta góða vini, fara  út að ganga eða borða góðan mat. 

Svo hefur verið gestagangur hjá okkur vegna  litlu hvolpastelpunnar sem réttilega fær endalausa athygli.  Gaman að fá gesti sem deila aðdáuninni með okkur.  Verð að segja  að  hún er algjör undrahundur.  Hún hefur þegar lært alveg að sitja og bíða og sækja og hún lætur  vita þegar hún vill fara út að þið vitið....  Svo hefur hún skilið það frá  fyrstu stund að hún megi ekki vera í eldhúsinu og bíður þolinmóð á parketinu á meðan við borðum.   Hún er  bara 8 vikna og það  fylgir því mikil ábyrgð að fylgja þessu eftir. Magga P og Diddi ásamt stelpunum þeirra Diljá og Möggu Finnu sátu hér  lengi á sunnudag og kenndu okkur heilmargt um hunda.  Pála, Snjólaug, Benni, Stefán Steinar og Gunnar  Egill dáðust að henni líka.  Kristín systir mætti með hundanammi og dót handa henni.  Get heldur  ekki annað en dáðst að Krissunni minni. Sýnist hún vera ótrúlega flink að ala hana upp.  Bara dásamlegt að hún skuli hafa látið nærri tuttugu  ára  gamlan draum rætast og sé nú orðin hundeigandi. 

Nú svo eru það nýjasta  krepputískan.  Skellti mér  á brúnleitan hárlit í Bónus og lét vaða í hárið á mér.  Fannst hann líklegur til þess að vera líkur  þeim  sem ég hafði áður en ég varð gráflekkótt. Það er skemmst frá því að segja að loksins er  ég  farin að líkjast henni mömmu. Er með næstum því blásvart hár og hrekk í kút þegar ég lít í spegil.  Það er verst að það stendur  á pakkanum að það megi ekki lita yfir  hann fyrr en eftir a.m.k. sjö daga.   Þetta er ljómandi tilbreyting og þýðir ekkert að vera að væla yfir svona smáatriðum í kreppunni


Meistari Aart er maður dagsins

Þetta var ósköp venjulegur  laugardagur.  Tommi fór og sótti Kristínu og Freyju snemma og það var stór stund þegar  hundurinn kom á Hólinn í fyrsta sinn.  Kettirnir hurfu eins og dögg fyrir sólu, vonandi sættast þau við hana.

Hundurinn er engu lík.  Hún svaf eins og engill alla fyrstu nóttina sína, sest eftir pöntun og sækir boltann sinn eins  og hún hafi aldrei gert annað. Ég minni á  að Freyja er 8 vikna!  Svo komu mamma og pabbi og svo Sóley með Önnu og Tomma og svo Margrét og stuttu síðar  Simmmi, Sindri og Katla.  Freyja var miðdepill athyglinnar  og Katlan mín hefur  þurft að berjast fyrir sínum sessi.  Í þessum  töluðu orðum er hún  að einmitt að segja við Kikkí sína sem mænir  á hundinn "Kikkí talaðu aðeins  við mig". 

Aart tengdasonur minn útskrifaðist sem meistari í alþjóðaviðskiptum frá HÍ í  dag. Foreldrar hans þau Mariann og Peter Schalk komu frá Hollandi og  Sóley eldaði dýrðlegan margra rétta útskrifarmat.  Hann Aart var ótrúlega duglegur að  klára  þetta nám með  fullri vinnu og fjölskyldu og stóð sig eins  og hetja. Held hann  hafi verið með 8.8 í aðaleinkunn!  Montin af  honum.  Hér fylgja nokkrar  myndir  frá deginum hans  Aarts.IMG_1875IMG_1880IMG_1881  IMG_1888


Myndir fyrir Þóru frænku í útlöndum!

Picture 024                 Picture 005Picture 026

Freyja fyrir Þóru frænku í útlöndum!


Ætli að við verðum vinkonur?

IMG_1802

Á morgun verður hún  sótt til mömmu sinnar.  Hvernig ætli þetta  gangi hjá okkur?  Hvernig skyldu kettirnir taka  henni? Og ætli að við verðum vinkonur? Sýnist hún Freyja bara vera yndislegt dýr.


Jarðaberjakökubakstur


Hvar eru mörkin?

Helsta verslunin sem við hjónin förum í þessa dagana er Bónus. Erum einhvern veginn innstillt á að fara betur út úr þessari kreppu en kreppunni 1982.   Við spásserum um búðina og  veltum fyrir okkur hvað væri nú skynsamlegt að gera.  Á mánudag stóð ég lengi fyrir framan hárlitunargræjurnar.  Ákvað nefnilega síðast þegar ég fór í klippingu að ég væri ekki til í að borga klippingu og litun fyrir meira en 15.000 kr. í kreppunni, svo ég lét ekki lita á mér hárið. 

Nú stend ég frammi fyrir því að ákveða hvort ég eigi bara að ganga um ólituð - alveg að komast í tísku hjá vinkonum mínum, nú eða að fara að lita sjálf. Hef reyndar ekki gert það síðan árið 1985 í síðustu kreppu svo ég man ekki hvernig það er gert.   Stóð og velti fyrir mér ýmsum litum, en var ekki  viss hvernig þetta myndi koma út.  Velti líka fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara að læra að lita á mér augabrýrnar í stað þess að borga 2.900 kr. fyrir litun.

Mundi þá eftir því hvernig kona gat þekkt úr konur í alþjóðastarfi sem komu frá Rússlandi og öðrum "Austantjaldslöndum" á því að þær voru með ónýtt strýað hár sem hafði verið meðhöndlað heima með lélegu permanenti og ónýtum hárlit.   Getur verið að við íslenskar munum í framtíðinni þekkjast úr á sama hátt?


Beðið eftir Freyju

Freyja og  systkini

Það eru að verða tímamót í fjölskyldunni.   Freyja litla hvolpastelpan næst lengst til hægri mun fara  til Kristínar dóttur  minnar á föstudag eftir  tæpa viku.  Spenningurinn er ótrúlegur  og ég verð að  játa að ég er ekki ósnortin.  Freyja mun eiga  lögheimili á Álfhóli, en Kristín mun eiga hana og annast.


Í kreppunni leitar fólk í það gamla, þekkta og þar með trygga

IMG_1796IMG_1115Í sumar máluðum við = Tommi heimilið okkar.  Í leiðinni langaði okkur  að láta smíða fyrir okkur draumahillurnar og jafnvel að kaupa okkur fallegt listaverk í stofuna, nokkuð sem við höfum aldrei gert.  Það dróst að við fengjum  tillögur  að hillum frá  arkitektinum sem  ætlaði að hjálpa okkur, fundum ekki rétta listaverkið  og veggirnir í stofunni voru hillu - og myndalausir í tvo mánuði.   Í  gær tókum við okkur til án umhugsunar eða fyrirvara og skelltum upp gömlu góðu hillunum sem við höfum átt í tuttugu og átta ár. Skyndilega vorum  við líka búin að  setja upp myndirnar  sem við höfðum á veggjunum okkar í Noregi þegar  við höfðum lítil auraráð. Allt í einu fannst okkur  heimilið eiga að vera nákvæmlega þannig.  Myndirnar af Bigga og Begga bræðrum okkar  Tomma eru úr  stofunni áður en við fórum yfir í námsáralúkkið sem er  okkur  svo kært.

Mataræði fjölskyldunnar gjörbreyttist líka án þess að við áttuðum okkur  á því.  Við sem síðasta áratug höfum lagt upp úr því að elda úr fersku og góðu hráefni vorum allt í einu farin að borða eins og á  kreppuárunum uppúr 1982.  Við erum búin að borða heimasoðna lifrapylsu tvisvar, bjúgu einu sinni, blandað saltkjöt einu sinni og ofan í skúffu á  ég tvær dósir  af ORA fiskibollum.  Höfum af stakri skynsemi og ráðdeild keypt inn mat til allrar vikunnar  í Bónus og lítum ekki í áttina að  Nóatúni.  Hummmmmmmmmmm merkilegt! 


Grautarfundir á Stígó í hádeginu þessa viku og þær næstu

                                                                 Best að blanda saman einkalífi og vinnu í dag.  Stígamót við HlemmÁ Stígamótum ætlum við að leggja til hliðar hefðbundin viðtöl frá kl. 12-14 virka daga og bjóða upp á grjónagraut og spjall.  Við viljum hlúa að samstöðunni og samverunni og leitast við að finna leiðir í stöðunni.  Byggjum bætt samfélag á rústum hins gamla.

 Verið öll velkomin á Stígamót.

Guðrún


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband