Meistari Aart er maður dagsins

Þetta var ósköp venjulegur  laugardagur.  Tommi fór og sótti Kristínu og Freyju snemma og það var stór stund þegar  hundurinn kom á Hólinn í fyrsta sinn.  Kettirnir hurfu eins og dögg fyrir sólu, vonandi sættast þau við hana.

Hundurinn er engu lík.  Hún svaf eins og engill alla fyrstu nóttina sína, sest eftir pöntun og sækir boltann sinn eins  og hún hafi aldrei gert annað. Ég minni á  að Freyja er 8 vikna!  Svo komu mamma og pabbi og svo Sóley með Önnu og Tomma og svo Margrét og stuttu síðar  Simmmi, Sindri og Katla.  Freyja var miðdepill athyglinnar  og Katlan mín hefur  þurft að berjast fyrir sínum sessi.  Í þessum  töluðu orðum er hún  að einmitt að segja við Kikkí sína sem mænir  á hundinn "Kikkí talaðu aðeins  við mig". 

Aart tengdasonur minn útskrifaðist sem meistari í alþjóðaviðskiptum frá HÍ í  dag. Foreldrar hans þau Mariann og Peter Schalk komu frá Hollandi og  Sóley eldaði dýrðlegan margra rétta útskrifarmat.  Hann Aart var ótrúlega duglegur að  klára  þetta nám með  fullri vinnu og fjölskyldu og stóð sig eins  og hetja. Held hann  hafi verið með 8.8 í aðaleinkunn!  Montin af  honum.  Hér fylgja nokkrar  myndir  frá deginum hans  Aarts.IMG_1875IMG_1880IMG_1881  IMG_1888


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mammmmaaaa!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 20:52

2 identicon

mamma, ég er bara að velta því fyrir mér hvort Sóley sé dáin á þessari mynd? ég hvet þig til að henda myndavélinni þinni í ruslið.

þóra (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:10

3 identicon

Móðuramma mín í föðurætt!

Ekki henda myndavélinni. Þó ég hafi haldið í augnablik að Sindri væri genginn aftur.

Ég finn það núna hvað ég hef saknað álfhólsbloggsins. Það jafnast ekkert á við myndinar þínar. Svo skemmtileg uppstillingin þarna, Sóley svona ofaná tengdó og fínt :) Ég kem bráðum og læt þig taka myndir af mér!

Kristín Alma (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 02:24

4 identicon

Haaahahaaa þið eruð dásamleg!

Best finnst mér samt Katla að herma eftir stóra frænda sínum, ofsalega montin með sig. 

Kveðjur til ykkar allra & og hlakka til að sjá ykkur sem fyrst í skíðaferð AK - ekki vantar snjóinn!

Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:46

5 identicon

Takk fyrir okkur í gær það var gaman að koma á Álfhól og heilsa upp á allann dýrahópinn.  Freyja er æði og Hlunkur og Birta standa alltaf fyrir sínu. 

Innilega til hamingju með Art  Þetta var frábært hjá þér Art að klára námið (sérstaklega ritgerðina auðvitað) alla vega velkomin í hópinn ;)

Myndirnar á síðunni eru bara yndislegar og ekki láta dætur þínar kúga þig til að láta af þessari skemmtilegu iðju Guðrún.  Biggýs stendur með þér mundu það :)

Snjólaug frænka (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:19

6 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAHA Sóley það er eins og þú sitjir á öxlinni á tengdamóður þinni!

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Álfhóll

Takk fyrir stuðninginn Kristín Alma mín, Dagný og Snjóla.  Ekki slæm hugmynd Kristín  Alma Stúdío Álfhóll í kreppunni. Pottþétt atvinnugrein.  Þú færð ókeypis tökur...............  Hjartans kveðjur móðuramma þín í föðurætt. 

Álfhóll, 28.10.2008 kl. 09:06

8 identicon

Til hamingju með útskriftina Aart og fjölskylda! Og til hamingju með Freyju!  Ég held að ég þurfi að fara að koma með börnin mín í heimsókn í dýragarðinn ykkar... það er ekki hægt að sjá bara myndir af þessari flottu hvolpastelpu, hún virkar nefnilega svo mjúk og góð til að knúsa... J Svo er aldrei að vita hvort við samþykkjum að sitja fyrir á svosem eins og einni mynd í leiðinni...

Kristín Björk (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:17

9 Smámynd: Álfhóll

Veriði hjartanlega velkomin, en hringdu fyrst, við erum víst bara aukaheimili Freyju.  Bestu kv. Móðursystir þín

Álfhóll, 29.10.2008 kl. 18:36

10 identicon

Hringdu líka í mig. Gefðu mér fimm. Þá næ ég að fela myndavélina.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband