Undrahundurinn Freyja, góðir vinir og nýi kreppuliturinn

IMG_1905IMG_1898IMG_1899IMG_1901Bara svona  rétt að rapportera frá Hóli. 

Fyrst ber að nefna að vetrardagskrá Lipurtáa  er hafin okkur  öllum til  mikillar  ánægju held ég.  Veit ekki hvað er best, að hitta góða vini, fara  út að ganga eða borða góðan mat. 

Svo hefur verið gestagangur hjá okkur vegna  litlu hvolpastelpunnar sem réttilega fær endalausa athygli.  Gaman að fá gesti sem deila aðdáuninni með okkur.  Verð að segja  að  hún er algjör undrahundur.  Hún hefur þegar lært alveg að sitja og bíða og sækja og hún lætur  vita þegar hún vill fara út að þið vitið....  Svo hefur hún skilið það frá  fyrstu stund að hún megi ekki vera í eldhúsinu og bíður þolinmóð á parketinu á meðan við borðum.   Hún er  bara 8 vikna og það  fylgir því mikil ábyrgð að fylgja þessu eftir. Magga P og Diddi ásamt stelpunum þeirra Diljá og Möggu Finnu sátu hér  lengi á sunnudag og kenndu okkur heilmargt um hunda.  Pála, Snjólaug, Benni, Stefán Steinar og Gunnar  Egill dáðust að henni líka.  Kristín systir mætti með hundanammi og dót handa henni.  Get heldur  ekki annað en dáðst að Krissunni minni. Sýnist hún vera ótrúlega flink að ala hana upp.  Bara dásamlegt að hún skuli hafa látið nærri tuttugu  ára  gamlan draum rætast og sé nú orðin hundeigandi. 

Nú svo eru það nýjasta  krepputískan.  Skellti mér  á brúnleitan hárlit í Bónus og lét vaða í hárið á mér.  Fannst hann líklegur til þess að vera líkur  þeim  sem ég hafði áður en ég varð gráflekkótt. Það er skemmst frá því að segja að loksins er  ég  farin að líkjast henni mömmu. Er með næstum því blásvart hár og hrekk í kút þegar ég lít í spegil.  Það er verst að það stendur  á pakkanum að það megi ekki lita yfir  hann fyrr en eftir a.m.k. sjö daga.   Þetta er ljómandi tilbreyting og þýðir ekkert að vera að væla yfir svona smáatriðum í kreppunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Man alltaf eftir Önnu í Grænuhlíð (sem mér fannst annars frekar leiðinleg) þegar hún fékk græna hárið. Lenti einu sinni í því á virðulegri hárgreiðslustofu að koma út með appelsínugult hár og það var einmitt ekki hægt að lagfæra það yfir í minn ,,eðlilega" lit fyrr en nokkrum dögum síðar, en þá fékk ég líka þessa fínu djúpnæringu með, þannig að það reddaðist allt. Heyrðist helst á fjölskyldunni að hún saknaði appelsínugula hársins, þannig að þú mátt passa þig að venja fjölskylduna ekki á þetta svarta, sem ég reyndar efast ekki um að klæðir þig vel ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Dísa Dóra

haha hef einu sinni lent í því að vera með fjólubláar strípur.  Var reyndar reddað með því að lita allt hárið á mér dökkt en strípurnar fjólubláu skinu samt sem áður aðeins í gegn en kom bara ótrúlega flott út í dökku hári þó þær hafi  ekki verið flottar í ljósu hári.

Hvutti litli er greinilega flott og dugleg hundastelpa

Dísa Dóra, 30.10.2008 kl. 03:50

3 identicon

Af hverju kemur þú ekki bara í félag hinna gráhærðu, Gunna mín? Sýnir utan á þér virðuleik þinn og lífsreynslu, sparar pening og hættir að setja þessi eiturefni í hárið á þér og dreifa þeim út í umhverfi og náttúru.   

Sigrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:59

4 identicon

Heyr heyr Sigrún! Algjört rugl að vera að standa í þessu litastússi. Hvað er að gráu hári, getur einhver sagt mér það?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:44

5 identicon

Hefði haldið að kreppuliturinn væri grár..

Kristín Alma Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Álfhóll

Sigrún mín, þú veist að ég hef aldrei verið jafn trú umhverfisvernd og þú, orkan hefur farið í annað, en nú er ég alvarlega farin  að íhuga að ganga í flokk hinna náttúrulegu.  Og Auður, Freyja er bara dásamleg, Krissan mín þreytist ekki á  að segja að hún hafi eignast einstakt eintak af Labba.  Og bestu kveðjur aðrar vinkonur

Álfhóll, 2.11.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband