Í kreppunni leitar fólk í það gamla, þekkta og þar með trygga

IMG_1796IMG_1115Í sumar máluðum við = Tommi heimilið okkar.  Í leiðinni langaði okkur  að láta smíða fyrir okkur draumahillurnar og jafnvel að kaupa okkur fallegt listaverk í stofuna, nokkuð sem við höfum aldrei gert.  Það dróst að við fengjum  tillögur  að hillum frá  arkitektinum sem  ætlaði að hjálpa okkur, fundum ekki rétta listaverkið  og veggirnir í stofunni voru hillu - og myndalausir í tvo mánuði.   Í  gær tókum við okkur til án umhugsunar eða fyrirvara og skelltum upp gömlu góðu hillunum sem við höfum átt í tuttugu og átta ár. Skyndilega vorum  við líka búin að  setja upp myndirnar  sem við höfðum á veggjunum okkar í Noregi þegar  við höfðum lítil auraráð. Allt í einu fannst okkur  heimilið eiga að vera nákvæmlega þannig.  Myndirnar af Bigga og Begga bræðrum okkar  Tomma eru úr  stofunni áður en við fórum yfir í námsáralúkkið sem er  okkur  svo kært.

Mataræði fjölskyldunnar gjörbreyttist líka án þess að við áttuðum okkur  á því.  Við sem síðasta áratug höfum lagt upp úr því að elda úr fersku og góðu hráefni vorum allt í einu farin að borða eins og á  kreppuárunum uppúr 1982.  Við erum búin að borða heimasoðna lifrapylsu tvisvar, bjúgu einu sinni, blandað saltkjöt einu sinni og ofan í skúffu á  ég tvær dósir  af ORA fiskibollum.  Höfum af stakri skynsemi og ráðdeild keypt inn mat til allrar vikunnar  í Bónus og lítum ekki í áttina að  Nóatúni.  Hummmmmmmmmmm merkilegt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Já - fara til baka og tryggja grunninn. En ég set mörkin við ORA fiskibollur Guðrún!

Halldóra Halldórsdóttir, 18.10.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Álfhóll

Dóra mín, ég er að tékka á mínum mörkum. Þau hafa greinilega færst til, við skulum sjá hvort nælonbollurnar verða í skúffunni eða hvort ég skelli í fiskibollur í tómat, nú eða í karrýi eða með blönduðu grænmeti. Læt þig vita.

Álfhóll, 18.10.2008 kl. 18:13

3 identicon

Ég trúi þessu ekki mamma! Mér finnst slátur gott, en þessar myndir... þær eru beinlínis VONDAR! Mér verkjar við að horfa á þetta.

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Álfhóll

Gott mál Kristín.  Meira að segja gömlu viðbrögðin eru komin fram, unglingaviðhorfið; allt hallærislegt heima.....er þetta  ekki merkilegt.  Elska þig. Mamma þín 

Álfhóll, 19.10.2008 kl. 10:20

5 identicon

já fínt mál með vegginn og hillurnar en þetta nýja kreppumatarræði mun ekki breyta fjárhag ykkar á nokkurn einasta hátt.

þóra (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:53

6 identicon

Bíddu.....er þetta blá mentolneftóbaksdós í sófanum við hliðina á pabba?  Og eldhúsrúllubréf í hendinni?  Hann var hættur að taka í nefið.  Er hann að laumast að taka í nefið heima hjá þér Gunna?

Árni frænid (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:24

7 Smámynd: Álfhóll

Árni minn, já  þetta eru fylgihlutirnir hans pabba þíns sem þú þekkir  svo vel, en myndin er tekin árið 2005, svo karlinn er ekkert að  laumast. Hann er að  verða svo fullkominn að hann er að detta úr  karakter.  Hjartans kv. Gunna

Álfhóll, 20.10.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband