Hvar eru mörkin?

Helsta verslunin sem við hjónin förum í þessa dagana er Bónus. Erum einhvern veginn innstillt á að fara betur út úr þessari kreppu en kreppunni 1982.   Við spásserum um búðina og  veltum fyrir okkur hvað væri nú skynsamlegt að gera.  Á mánudag stóð ég lengi fyrir framan hárlitunargræjurnar.  Ákvað nefnilega síðast þegar ég fór í klippingu að ég væri ekki til í að borga klippingu og litun fyrir meira en 15.000 kr. í kreppunni, svo ég lét ekki lita á mér hárið. 

Nú stend ég frammi fyrir því að ákveða hvort ég eigi bara að ganga um ólituð - alveg að komast í tísku hjá vinkonum mínum, nú eða að fara að lita sjálf. Hef reyndar ekki gert það síðan árið 1985 í síðustu kreppu svo ég man ekki hvernig það er gert.   Stóð og velti fyrir mér ýmsum litum, en var ekki  viss hvernig þetta myndi koma út.  Velti líka fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara að læra að lita á mér augabrýrnar í stað þess að borga 2.900 kr. fyrir litun.

Mundi þá eftir því hvernig kona gat þekkt úr konur í alþjóðastarfi sem komu frá Rússlandi og öðrum "Austantjaldslöndum" á því að þær voru með ónýtt strýað hár sem hafði verið meðhöndlað heima með lélegu permanenti og ónýtum hárlit.   Getur verið að við íslenskar munum í framtíðinni þekkjast úr á sama hátt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orgar

naturtint fæst í heilsuhúsinu

bylting-strax.blog.is

Orgar, 22.10.2008 kl. 12:28

2 identicon

Er þetta rétti tíminn til að velta sér upp úr þessum hégóma? Eitthvað hlýtur að veraa framar í forgangsröðinni.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:43

3 identicon

Nei Guðmundur! Við höfum ekkert brýnna að hugsa um í kreppunni! Það hefur alltaf skipt okkur gríðarlega miklu máli að vera fallegar, mjóar og kynþokkafullar! Um það hefur líf okkar snúist undanfarin ár og við ætlum að halda því áfram hvort sem um kreppu er að ræða eða ekki.

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:33

4 identicon

Guðmundur minn. Mikið er það merkilegt hvað konur geta alltaf verið með vitlausar áherslur. Litun í kreppu, hausatalningar í góðæri - og svona mætti lengi telja.

Mamma og Kristín. Leið 4 . Klassíker.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Álfhóll

Bíddu Guðmundur minn, hvað ætti það að vera?  Það er algjört forgangsmál hjá  mér og minni fjölskyldu að líta vel út, er eitthvað sem þér finnst mikilvægara við konur á Íslandi?  Þú hefur alveg náð innihaldinu í pistlinum mínum.  Við Íslendingar höfum tvisvar átt Miss World og tvisvar sterkasta mann í heimi.  Ef það er eitthvað sem mun halda heiðri þjóðarinnar  á lofti í þessari kreppu, þá er það útlit kvenna  og líkamlegur styrkur  karla.  Ég afber ekki tilhugsunina um að ég eða dætur  mínar þurfum að láta á sjá í kreppunni. 

Og takk fyrir  tipsið um naturtint kæra /kæri Bylting - strax!  Bestu kv. Guðrún

Álfhóll, 23.10.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband