Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Góðu gildin.......

KóngsbakkakrakkarÞað er alveg makalaust hvað ég er búin að fá marga pepppósta í dag. Verra þó hvað ég hef þegar heyrt mikið um alvarleg áhrif kreppunnar á öryggi og afkomu fólks.  Held að þjóðin sé að komast út úr sjokkfasa kreppunnar og komast yfir í viðbragðafasann.  Hræðsla, reiði, öryggisleysi, baráttuvilji, histerísk kátína o.s.frv. 

Sóley systir og Pétur sonur hennar og slatti af norskum vinum hennar eru um það bil að lenda og við systkinin hlökkum til að fagna fimmtugsafmælinu hennar með henni á Íslandinu góða. Sé fyrir mér histeríska kreppukæti........


Fátt er svo með öllu illt að ekki boðið nokkuð gott

Dagurinn í dag mun verða greiptur  í minni okkar allra það sem eftir  er. Eitthvað óljóst og óþekkt liggur í loftinu og spennan er næstum áþreifanleg.  Ég geri mér enn enga grein  fyrir hverjar afleiðingarnar verða og enn síður hver okkar munu fara verst út úr ástandinu.  Veit bara að  dagurinn markar breyttan veruleika fyrir þjóðina.  En í dag fann ég líka sterka samkennd minna nánustu, samstarfskvenna minna og meira að segja þverpólitíska samkennd stjórnmálafólks - sjaldgæft en notalegt.  

Heyrði í þeim sem standa mér  næst og í fyrsta  skipti í mörg ár sauð ég lifrapylsu með rófum.  Fann svella í mér eldmóð að takast á við hið óþekkta.  Hér  duttu inn ýmsir ættingjar til þess að fara yfir stöðuna og við romsuðum upp úr okkur  ótal aðgerðum sem við gætum  ráðist í til þess að létta birðarnar.  Ein ætlar  að fara að brugga, önnur að sauma eigin  föt, einn ætlar  að fá sér hænur og e.t.v. belju, ein sat og prjónaði afmælisgjöf og rætt var um að setja  upp verksmiðjueldhús til  þess að framleiða hagkvæman mat.

Held að við höfum gott af að forgangsraða og draga úr neyslu í smátíma, er bara hrædd um að veruleikinn geti orðið sársaukafullur og  slítandi fyrir marga og að ástandið geti varað lengur  en við höfum áhuga á.  Takist okkur að halda heilsu og samstöðu efast ég ekki um að við munum komast í gegnum kreppuna upprétt og sterk


Svei mér þá ef ég fer ekki að prófa mig áfram á blogginu aftur...

andlitsmynd 6 viknaÞað voru nokkrar ástæður fyrir  því að ég hætti að blogga á  sínum  tíma.  Áttaði mig á  því að það  sem var hvað persónulegast og skipti mig mestu máli, átti ekki heima í þessum sýndarheimi.  Langaði alls ekki að deila því með hverjum sem væri. Og þá hefði verið falskt að skrifa um daginn og veginn eins og ekkert hefði í skorist. 

Síðan ég skrifaði seinast hefur  margt og mikið gerst í mínu lífi og annarra Álfhólsbúa. Nenni ekki að fara að  tíunda það.  Þess ber þó að geta að  við höfum það öll alveg ljómandi gott miðað við rosalegar sviptingar í fjármálaheiminum. 

Það nýjasta sem  sameinar okkur öll í mikilli eftirvæntingu er  þessi yndislega  hvolpastelpa  sem Krissan mín er að fara að eignast eftir tæpan mánuð.  Er vægast sagt spennt og hef ekki hugmynd um hvort ég muni verða svo lánsöm að fara  að elska hana og tengjast henni. Er  alltaf hrædd um að ég hafi ekki pláss fyrir  fleiri að láta mér þykja vænt um.  Við sjáum  til.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband