Fátt er svo með öllu illt að ekki boðið nokkuð gott

Dagurinn í dag mun verða greiptur  í minni okkar allra það sem eftir  er. Eitthvað óljóst og óþekkt liggur í loftinu og spennan er næstum áþreifanleg.  Ég geri mér enn enga grein  fyrir hverjar afleiðingarnar verða og enn síður hver okkar munu fara verst út úr ástandinu.  Veit bara að  dagurinn markar breyttan veruleika fyrir þjóðina.  En í dag fann ég líka sterka samkennd minna nánustu, samstarfskvenna minna og meira að segja þverpólitíska samkennd stjórnmálafólks - sjaldgæft en notalegt.  

Heyrði í þeim sem standa mér  næst og í fyrsta  skipti í mörg ár sauð ég lifrapylsu með rófum.  Fann svella í mér eldmóð að takast á við hið óþekkta.  Hér  duttu inn ýmsir ættingjar til þess að fara yfir stöðuna og við romsuðum upp úr okkur  ótal aðgerðum sem við gætum  ráðist í til þess að létta birðarnar.  Ein ætlar  að fara að brugga, önnur að sauma eigin  föt, einn ætlar  að fá sér hænur og e.t.v. belju, ein sat og prjónaði afmælisgjöf og rætt var um að setja  upp verksmiðjueldhús til  þess að framleiða hagkvæman mat.

Held að við höfum gott af að forgangsraða og draga úr neyslu í smátíma, er bara hrædd um að veruleikinn geti orðið sársaukafullur og  slítandi fyrir marga og að ástandið geti varað lengur  en við höfum áhuga á.  Takist okkur að halda heilsu og samstöðu efast ég ekki um að við munum komast í gegnum kreppuna upprétt og sterk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Alveg sammála - mér finnst eins og í dag hafi verið stungið á stóru kýli sem er búið að grassera lengi - sárslaukafullt að opna en hreinsunin er byrjuð

Halldóra Halldórsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband