5.4.2007 | 13:28
Fallegar fjölskyldumyndir frá skírdagsmorgni
Síðan ég var greind hefur líf mitt allt orðið auðveldara og ég mynda fólkið mitt eins og ég skynja það.
Gleðilega páska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2007 | 19:49
"Meðfædd andlitsblinda"
Ég hélt ég væri svo vel verkuð eftir margra ára handleiðslu og leiðsögn. En ég hef ennþá einstaka veikleika og einn af þeim er skelfilegur. Mér er ómögulegt að þekkja fólk á förnum vegi og hef skandaliserað ótal sinnum. Virkilega skandaliserað. Þetta virkar eins og argasti hroki og mér leiðist það. Dætur mínar hafa lítinn húmor fyrir þessum veikleika og Kristín kynnir allar sínar vinkonur fyrir mér hátt og skýrt í hvert skipti sem ég hitti þær - svona til öryggis. Og Krissan mín hefur því miður ástæðu til þess að slá þennan varnagla. Þegar ég var lítil stúlka í sveit þar sem mér langoftast leið vel, kom það fyrir að ég saknaði foreldra minna og systkina. Þá fannst mér verst að mér var ómögulegt að kalla fram andlitin í fjölskyldu minni.
Í dag var ég í handleiðslu hjá frábærum handleiðara í frábærum starfshópi. Þar kom sögu að ein samstarfskona mín sagði án þess að hiksta að hún væri greind með andlitsblindu og önnur hélt áfram eins og ekkert væri að tala um meðfædda andlitsblindu. Þegar ég hváði- talaði hún eins og þetta væri alþekkt. Andlitsblint fólk væri ónæmt á andlit og gerði ekki meiri greinarmun á andlitum en t.d. hnjám fólks. Takk fyrir! Meðfædd andlitsblinda er til og ég er haldin henni. Ekki bara ég, Beggi bróðir er bæði litblindur og andlitsblindur. Þetta er ættgengt. Ég get ekkert að þessu gert, ég fæddist svona og bið fólk vinsamlegast að kynna sig fyrir mér þegar það reynir að heilsa mér og ég set upp hálfbrosið vandræðalega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.4.2007 | 15:51
Og forgangsverkefni mánudagsins...........
Lítil lasin stúlka sem varla hefur lyft höfði frá mjúkum barmi ömmu sinnar..........Ætlum til ofnæmislæknis seinni partinn og leyfa mömmu hennar að koma með .....alveg hreint ótrúlega yndislegur krakki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 09:14
Svo kom sunnudagur......
Kóngsbakkískt morgunkaffi á Álfhóli, en Margrét systir mín hljóp til okkar úr Vesturbænum og kom samtímis Má mági sem kom keyrandi - nei ég meina akandi - eins og systir mín myndi segja. Garðar tengdasonur minn og Kristín dóttir mín komu í holli tvö með deig í súkkulaðiköku. Og svo var dansað við litla lasna stúlku, henni til ánægju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2007 | 21:01
Laugardagur á Álfhóli
Þegar helstu ágreiningsefni í fjölskyldunni snúast um nýja leddarann hennar Sóleyjar er lífið fullkomið. Afinn var að koma frá London og valdi sjálfur pakka handa barnabörnunum sínum. Sá lukkaðiasti var spidermannbúningur. Spidermann æfði sig í að bjarga og Hlunkur hlýtur að vera eins öruggur og hugsast getur, það er búið að bjarga honum svo oft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2007 | 10:07
Orðin venjuleg fjölskylda........
Til skamms tíma vorum við svo sögulaus og hefðbundin fjölskylda að ég veigraði mér við að segja frá því. Búin að búa með sama manninum síðan ég var sautján, Sóley dóttir mín búin að búa með sama manni í tíu ár og allt eitthvað svo tilþrifalaust. Þóra skellti okkur inn í nútímann með Kötlunni sinni sem á alls kyns skásystkini og feður og svo hefur Tommsinn minn núna tilkynnt að hann ætli að giftast Tuma vini sínum. Loksins einhver sem rífur sig út úr meðalmennskunni!
Þegar Tommsi fer í lögguna ætlar hann ekki að ganga með byssu eins og Simmi gerði í Kastljósþætti um daginn. Hann ætlar bara að vera með kylfu. Til hvers spurði amma hans. Til þess að lemja bófa "bara laust - eða sko soldið fast"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 09:51
Búin að taka yfir ritstjórnina aftur
Á annars ágætri blogsíðu úti í bæ hefur verið skrifaður óhróður um ritstýru þessarar síðu:
Stígamótarúna mokar inn reitings og birtir allskonar hræðilegar myndir af stórfjölskyldunni. Hennar helstu viðfangsefni þegar kemur að ljósmyndun eru að sjálfsögðu börnin og barnabörnin. Óskrifuð vinnuregla hjá henni er að mynda fólk þegar það síst vill vera myndað, og ekki sér hún ástæðu til að munda vélina nema allir séu amk ómálaðir og helst þunnir. Lágmark er að viðfangsefnin liggi uppi í rúmi og séu þreytt.
Þetta er ómaklegt og erfitt að skilja við hvað er átt. Líklegast má telja að hvatirnar sem liggi að baki slíkum skrifum séu hrein afbrýðisemi vegna skreytinganna. Held því bara mínu striki og punta síðuna mína að þessu sinni með fallegum myndum úr fjölskyldualbúminu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2007 | 16:13
Boðberar válegra tíðinda........
Ég er farin að halda að átt hafi verið við stjórnstöð þessa fjölmiðils. Veit ekki hver eða hvers vegna, en alla vega get ég ekki sett inn myndefni lengur! Mér dettur ýmislegt í hug. Ég hef í vinnusamhengi lent í bíræfnum glæponum sem hafa óbeint hótað að vinna gegn mér. Svo er annað fólk og mér nákomnara sem er því miður til alls víst.
Þannig hefur ein dætra minna sett spurningamerki við ljósmyndunarhæfni mína og það myndefni sem notað hefur verið til þess að skreyta Álfhólssíðuna. Er þetta ekki dæmigert fyrir fólk sem ekki vill horfast í augu við eigið útlit og kvartar yfir myndasmiðnum? Það vill til að ég þekki það vel í öðru samhengi að boðberar válegra tíðinda eru ekki vinsælir. Ég harka því af mér.
Mér finnst synd að geta ekki sett inn myndir lengur, er með safn mynda af fjölskyldunni sem ég hefði gjarnan viljað koma á framfæri.................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2007 | 20:27
Páskaborðskreytingin verður ekki fallegri!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)