15.4.2007 | 12:29
Hæ, hó, hopp og hí og hamagangur á Hóli!
Það var ekkert mjög leiðinlegt á Hólnum í gær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það má ekki á milli sjá, hvort okkar systkinanna er montnara af ungviðinu í fjölskyldum okkar. Krissan mín og Garðar eru búin að kaupa lítinn rauðan bíl sem ég man ekki hvað heitir. En fátt fólk þekki ég sem gleðst innilegar en hún dóttir mín og mér sýnist tengdasonur okkar deila þessum eiginleika með henni. Þóra bjó til heimasíðu fyrir Týru, kann því miður ekki að tengja á hana, dætur mínar munu vonandi gera það fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 11:32
Góður morgun
Ég ætlaði að vara á Ísafirði með námskeið fyrir aðstandendur Sólstafa, en veðurtepptist og ákvað að nota tímann vel heima. Held ég sé dálítil keppnismanneskja, fæ mikið kikk út úr því að slá sjálfa mig. Synti 2 kílómetra í morgun og það er nýtt persónulegt met. Svo borðaði ég hollan morgunmat með Kötlunni minni. Ég sé nú að hún hefur aðeins stækkað, þó hún sé mikið grjón.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 23:52
Hlunkurinn minn
Kristín dóttir mín er búin að búa til persónulega toppmynd fyrir mig. Hún er af Hlunki. Góð Kristín! Kötturinn sem er átta ára, er almennt lagður í einelti af gestum og gangandi. Hann þykir feitur og illa vaxinn og svo laushára að það fólk sem lætur vel að honum fer út héðan kafloðið og geðvont eða búið að spæna upp fatalímrúllur heimilisins. Hann getur ekki veitt lengur vegna þyngsla, en hleypur máttleysislega af stað á eftir fuglunum í garðinum nokkur skref og kemur svo vælandi til baka.
Mér finnst Hlunkur yndislegur. Hann þekkir hljóðið í bílnum okkar og tekur alltaf á móti okkur fagnandi í innkeyrslunni. Hleypur á undan okkur að dyrunum og tekur kollsteypur af ánægju að sjá okkur. Hann hefur aldrei urrað eða klórað og malið í honum veitir mér hugarró og hlýju. Það ættu að vera Hlunkar á öllum heimilum.
Bloggar | Breytt 13.4.2007 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 23:05
Pínleg atvik
Þegar ég rifja upp skemmtilegar minningar úr baráttunni, eru það oft mistökin og misheppnaðar aðgerðir sem eru hvað fyndnastar. Oftast þykja mér þessi atvik þó ekki fyndin fyrr en tiltölulega löngu síðar.
Ef við erum leiðar eða óupplagðar á Stígó, rifjar einhver upp hallærisaðstæður eins og þegar við héldum haustfundinn fræga og velauglýsta. Raðað var upp fundarborði og stólum og við fórum samviskusamlega í gegnum alla dagskrána með Dóru sem fundarstjóra, Díönu sem ritara og Björg sýndi hörmulega boli sem átti að selja. Ég þrumaði erindi yfir gestunum og framkvæmdaáætlun og pólitískar áherslur voru bornar fram til samþykkis. Á fundinn mættu tvær konur.
Í dag keyrði ég 40 kílómetra til þess að halda erindi. Á fundinn mætti sú sem setti fundinn, fundarstýra, formaður undirbúningsnefndar, við fjögur sem fluttum erindi - þar af karlinn of seint -og tvær konur. Öll lékum við hlutverkin af mikilli innlifun og töluðum í tvo tíma. Vonandi fóru þessar tvær konur upplýstari heim.
Bloggar | Breytt 13.4.2007 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 16:26
Tæknileg aðstoð óskast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.4.2007 | 19:41
Búin með textann!
Held að heilsuátak númer hundrað og eitthvað sé að skila sér. Synti 1200 metra í morgun og kláraði dagsverkið sem ég miklaði fyrir mér. Tommsinn minn litli sagði í kvöld að mamma sín og amma væru fallegustu konur á Íslandi. Fallegustu karlarnir eru að hans mati pabbi hans og afi.
Læt fljóta með myndir af stemmningunni á Álfhóli í kvöld eftir hrísgrjónagrautinn, sem var kærkominn eftir páskasteikurnar.
Bloggar | Breytt 11.4.2007 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 09:38
Hlaðin starfsorku
Í kvöld mun ég setja inn færslu um afrek dagsins. Eftir góða hvíld yfir páskana ætla ég að rusla af ársskýrslutextanum í dag. Það mun ekki standa á texta þegar tölfræðin loksins verður klár. Ég mun vinna á eldingahraða og skrifa gáfulegan texta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 13:33
Persónulegt met
Eftir að ég var greind sem félagsfælin og andlitsblind var farið að fjara undan sjálfsmyndinni. Einhver myndi segja að ég hafi haft efni á því. Hef þar að auki hundsað líkamsrækt með sjáanlegum afleiðingum í allt of langan tíma og er að byrja að synda. Synti kílómetra tvisvar í vikunni og ákvað að stefna á 1200 metra í morgun. Á leiðinni mundi ég eftir því að Þráinn Bertelsson hefði montað sig af því í einhverju opinberu bloggi um daginn að hann hefði synt 1500 metra og það væri persónulegt met. Þótti það mikið grobb, en skildi þó alveg kikkið að slá sjálfan sig. Ákvað að það væri ekkert merkilegt og ég stefndi á 1500 metrana. Þegar þeir voru búnir mundi ég eftir því að Þráinn er miklu eldri en ég, svo ég þyrfti að gera betur til þess að jafna og synti 1700 metra. Það hef ég aldrei gert áður og er tiltölulega ánægð með mig í dag. Skelli með nýlegri sjálfsmynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 22:13
Frábært frí
Hvað er betra en að hlaða batteríin í faðmi fjölskyldunnar um páskana? Það var ekki eitt dautt móment. Kristín og Garðar fluttu inn í nokkra daga því Hanne vinkona Þóru kom til landsins og fékk lánaða íbúðina þeirra. Krissan mín sló í gegn með marokkósku lambi ala Jamie Oliver í gærkvöldi og Garðar bauð upp á eftirrétt ala Royal. Katlan kúrði í ömmu og afa rúmi í nótt. Svo fórum við með elstu dóttur okkar, Önnu og Tomma í Tungu til Margrétar og fjölskyldu. Margrét greindi okkur Sóleyju með félagsfælni .................búið að ritskoða textann hér............. . Anna og Tommi möluðu í félagsskap uppáhaldsfrænda sinni þeirra Ara, Bergþórs og Snolla míns og mamma og pabbi nutu sín í botn.
Bloggar | Breytt 11.4.2007 kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 15:32
Páskafrí á Suðurlandi
Stundum höfum við hjónin rætt það hvort við ættum að fá okkur sumarbústað. Tíminn er ekki alveg kominn, held ég. En það er fínt, þar sem sumarbústaðaeigendum í fjölskyldunni fer ört fjölgandi og mikið gaman að ramba á milli. Á skírdag fór ég í fertugsafmæli í Kjarnholt til Thelmu samstarfskonu minnar. Tommi var hjá Lilju systur sinni á meðan að setja upp með þeim eldhúsinnréttingu í nýja bústaðnum. Gistum þar og færðum okkur svo yfir í Hákot til Kristínar systur og Kristjáns í mikið glæsihýsi. Eftir mikla átveislu fórum við systur í pott og lágum þar lengi kvölds. Spurning hvort ég dríf ekki líka upp í Tungu til Margrétar systur á morgun eða hinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)