Hlunkurinn minn

Kristín dóttir  mín er búin að búa til persónulega toppmynd fyrir  mig.  Hún er af Hlunki. Góð Kristín!  Kötturinn sem er átta ára, er almennt lagður í einelti af gestum og gangandi.  Hann þykir feitur og illa vaxinn og svo laushára að það fólk sem lætur vel að honum fer út héðan kafloðið og geðvont eða búið að spæna upp fatalímrúllur heimilisins.  Hann getur ekki veitt lengur vegna þyngsla, en hleypur máttleysislega af stað á eftir fuglunum í garðinum nokkur skref og kemur svo vælandi til baka.

Mér finnst Hlunkur yndislegur.  Hann þekkir hljóðið í bílnum okkar og tekur alltaf á móti okkur fagnandi í innkeyrslunni.  Hleypur á undan okkur að dyrunum og tekur kollsteypur af ánægju að sjá okkur.  Hann hefur aldrei urrað eða klórað og malið í honum veitir mér hugarró og hlýju.  Það ættu að vera Hlunkar á öllum heimilum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Kettir eru æðislegir! Knús til Hlunksins :)

Thelma Ásdísardóttir, 13.4.2007 kl. 10:16

2 identicon

Hlunkur og Birta eru einu kettirnir sem ég hef kunnað við um ævina! Held sérstaklega mikið upp á Hlunk þar sem að Birta lagði mig í einelti á tímabili, finnst hann huggulegasta og best vaxni köttur sem ég hef séð.

Kv. Guðmunda 

Guðmunda (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Álfhóll

Getur verið Guðmunda mín að þið eigið eitthvað sameiginlegt þessa dagana þið Hlunkur?  Svona á níunda mánuði? En sammála þér, þú ert með þeim  smekklegri.

Gangi þér vel og farðu vel með þig.

Fóstran þín

Álfhóll, 14.4.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband