Persónulegt met

Eftir að ég var greind sem félagsfælin og andlitsblind var farið að fjara undan sjálfsmyndinni.  Einhver myndi segja að ég hafi haft efni á því.  Hef þar að auki hundsað líkamsrækt með sjáanlegum afleiðingum í allt of langan tíma og er að byrja að synda.  Synti kílómetra tvisvar í vikunni og ákvað að stefna á 1200 metra í morgun.  Á leiðinni mundi ég eftir því að Þráinn Bertelsson hefði montað sig af því í einhverju opinberu bloggi um daginn að hann hefði synt 1500 metra og það væri persónulegt met.  Þótti það mikið grobb, en skildi þó alveg kikkið að slá sjálfan sig.  Ákvað að það væri ekkert merkilegt og ég stefndi á 1500 metrana.  Þegar þeir voru búnir mundi ég eftir því að Þráinn er miklu eldri en ég, svo ég þyrfti að gera betur til þess að jafna og synti 1700 metra.  Það hef ég aldrei gert áður og er tiltölulega ánægð með mig í dag. Skelli með nýlegri sjálfsmynd.

 

IMG_2211

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Æðisleg mynd af þér, Þú ert eitthvað svo rjóð í kinnum. Kannski nýkomin úr sundi? :)

Thelma Ásdísardóttir, 9.4.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband