Ef það væri nú svo einfalt!

IMG_3064


Lítil altalandi stúlka

IMG_3061 (Runa v1)IMG_3065IMG_3066Þessi litla stúlka var að æfa nýja frasa í gær; "Gjörrrðu svo vel, takk fyrrrirrr, augnablik"  Held að hún gæti tekið að sér símavörslu hjá ýmsum fyrirtækjum og engan myndi gruna að hún væri bara eins og hálfs.

Skipulagning á Hólnum

IMG_3058IMG_3059IMG_3060Á þessum myndum eru systkini Hödda og hluti af krökkunum hans og tengdadóttir að skipuleggja á Hólnum.  Gott fólk, gott samkomulag, góð stund.

Til hamingju Biggís!

Spilandi þjálfari Biggís eignaðist lítinn dreng fyrir klukkutíma síðan.  Vitum ekki meira, en óskum þeim Snjólaugu, Guðlaugi og Stefáni Steinari innilega til  hamingju!


Góðar fréttir

Það er aldrei lognmolla í tengdafjölskyldunni minni.  Bigginn er í bænum og í gærkvöldi hringdi hann og spurði hvort hann mætti ekki hafa með sér næturgest til okkar.  Ég sagði honum auðvitað að Steinunn væri alltaf velkomin, við þyrftum að ræða aðra gesti hvað hann væri eiginlega að bralla.  Hann útskýrði þá að Snjólaug væri komin með léttasótt og við þyrftum að passa Stefán Steinar. Auðvitað var það frábær næturgestur.  Þeir afgar hafa því verið hér hjá okkur síðan í gær, en litla barnið er ekki komið í heiminn ennþá.  Guðlaugur segir að það ætti að koma í heiminn fyrir hádegi.  Alltaf jafngaman að bíða eftir litlu kríli.  Verður aldrei hverdagslegt, jafnvel þó um 13 barnabarnið þeirra Bigga og Steinunnar sé að ræða - og enn eitt á leiðinni. 

Nú eiga allir að senda Snjólunni okkar sínar bestu og fallegustu hugsanir svo henni gangi vel að fæða litla barnið.


Vondar fréttir!

Á bloggsíðum held ég maður skrifi helst um hversdagslega hluti, ekki um mjög persónulega hluti og helst ekki um eitthvað slæmt.  Það er allavega ritstjórnarstefnan á Álfhóli.  Það er þó ekki hægt að sleppa því að segja frá mikilvægum hlutum í fjölskyldum. 

Hann Hörður mágur minn lést í fyrradag eftir erfiða aðgerð vegna krabbameins. Hann hafði ekki kennt sér nokkurs meins þegar hann kom hér í mat fyrir tæpum hálfum mánuði. En vissi að það þurfti að skera hann upp og aðgerðina þoldi hann því miður ekki.  Hann verður jarðaður í Fríkirkjunni á fimmtudag kl. 13.

 


Nýja myndavélin mín er ónýt!!!

1963 gamlárskvöld 2Nýja myndavélin sem við keyptum í Þýskalandi í júlí er ónýt. Ég veit ekki til þess að neitt hafi komið fyrir hana. Ég missti hana ekki, eða fiktaði í henni. Allt í einu stóð hún á sér.  Mér er sagt að það þurfi að skipta um móðurborð í henni og það kostaði kr. 3.000 að skoða hvað þyrfti að gera fyrir hana.  Þetta var Cannon Ixus held ég 7.5 Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr og þar sem hún var keypt í Þýskalandi er hún ekki í ábyrgð.  Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrr aftur barasta!

Set því inn gamla mynd úr safninu hans pabba, frá því áður en Margrét systir fæddist.  Svona vorum við einu sinni fá í minni fjölskyldu.  Pabbi alltaf ósýnilegur á bak við vélina. Alltaf tekin mynd á gamlárskvöld í minni fjölskyldu.


Í kaffiboði hjá Kötlu


Helgi á Hóli


Við ömmgurnar eigum leyndarmál......................

IMG_2098Þú mannst Hjartagullið mitt að ég sæki þig kl. 11, þann 30. nóvember?

Ástarkveðjur

Amma þín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband