Góðar fréttir

Það er aldrei lognmolla í tengdafjölskyldunni minni.  Bigginn er í bænum og í gærkvöldi hringdi hann og spurði hvort hann mætti ekki hafa með sér næturgest til okkar.  Ég sagði honum auðvitað að Steinunn væri alltaf velkomin, við þyrftum að ræða aðra gesti hvað hann væri eiginlega að bralla.  Hann útskýrði þá að Snjólaug væri komin með léttasótt og við þyrftum að passa Stefán Steinar. Auðvitað var það frábær næturgestur.  Þeir afgar hafa því verið hér hjá okkur síðan í gær, en litla barnið er ekki komið í heiminn ennþá.  Guðlaugur segir að það ætti að koma í heiminn fyrir hádegi.  Alltaf jafngaman að bíða eftir litlu kríli.  Verður aldrei hverdagslegt, jafnvel þó um 13 barnabarnið þeirra Bigga og Steinunnar sé að ræða - og enn eitt á leiðinni. 

Nú eiga allir að senda Snjólunni okkar sínar bestu og fallegustu hugsanir svo henni gangi vel að fæða litla barnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband