8.12.2007 | 03:56
Lifsmark fra Nepal
Elskulega fjolskylda og adrir velunnendur.
Vid erum komin til Nepal, er ad fara ad stokkva inn a fund....... heil og frisk, meira sidar. Siminn virkar ekki, latidi mommu og pabba vita ad vid seum i lagi og ordlaus yfir tessum framandi heim.
astarkv. gj
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2007 | 18:45
Nýir ábúendur á Álfhóli
Frá og með morgundeginum, setjast Biggi og Steinunn að á Álfhóli. Núverandi húsráðendur eru að fara í loftið á leið til London - Bharin - Kathmandu í Nepal.
Ferðalagið hefst með myndavélarkaupum í London og svo er hugmyndin að skrifa brot úr ferðasögu hér á þessum fámiðli fyrir fjölskylduna og okkur sjálf.
Við höfum ákveðið að sleppa jólunum ALVEG og sendum ekki árlega jólaskýrslu og kaupum engar jólagjafir. Stimplum okkur svo aftur inn fyrir næstu jól. Við sendum því okkar bestu jólakveðjur til allra og óskir um frið og notalegheit yfir hátíðirnar.
Bless í bili
Guðrún og Tómas Asíufarar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2007 | 14:29
Guðný Björk Halldórsdóttir - upprennandi skáldkona
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2007 | 11:38
I dronningens Köbenhavn
Dekurhelgi okkar vinkvennanna í Kaupmannahöfn er lokið. Ég veit ekki hvor okkar skemmti sér betur. Við fórum í bangsaverksmiðju þar sem Hjartagullið mitt valdi sér bangsaham, fyllti hann sjálf með vatti, blés í hann lífi, setti í hann hjarta og góðar óskir og keypti á hann föt. Ég vil ekki heyra orð um kaupmennsku í þessu sambandi! Svo fórum við í Tívolí - í öll þau tæki sem okkur datt í hug að fara í. Og Anna valdi alla veitingastaði og veitingar sem við fengum okkur. Hún keypti sér pulsu á Ráðhústorginu að ráði Begga frænda síns og var sammála honum um að þetta væru bestu pulsur í heimi. Vinsælustu réttirnir voru annars pizza margarita og tómatsúpa. Svo fórum við á góða fundi þar sem norrænar vinkonur mínar dáðust að því hversu flott Annsan er. Búnar að vita af henni frá því ég vissi að hún væri á leiðinni. Við fórum ekki út úr húsi án þess að hafa gloss. Annsan sat frammí á leiðinni eins og bestu vinkonu sæmir. Mæli með svona dekurferð fyrir ömmgur. Þetta var bara dásamlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2007 | 10:19
Ævintýri fröken Önnu og frú Guðrúnar
Ég ,froken Anna og hún amma mín ,frú Guðrún ætlum okkur í langferð til Köben í dag og í jólatívólíið þar.Svo stefnum við á búð við hliðina á tívólíinu og þar er hægt að búa til bangsa og það er hægt að blása í þá líf og fallegar hugsanir.Ég held að þetta verði það skemtilegasta sem ég hef gert á æfi minni ,hingað til.
Anna S. Sóleyjard.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.11.2007 | 20:49
Feministafréttir
http://feministafrettir.blog.is Á Álfhóli erum við að rifna úr stolti í dag yfir stúdíóinu á Eggertsgötu hjá yngstu dóttur okkar og tengdasyni. Þar hefur verið sett á laggirnar feministafréttastofa - auðvitað!! Það er einkenni brillianthugmynda hversu einfaldar og augljósar þær eru. Fylgist með - það er haft fyrir satt að þar sé að fara í loftið þátturinn Krissugull - til mótvægis við - já getiði hvað?
Og þar sem myndavélarleysi hrjáir Álfhólsmiðilinn hefur hann verið hálf máttlaus undanfarið. Því hefur ekki verið sagt frá því að fréttstofueigandinn varð 25 ára í gær. Ekki seinna vænna að setja á laggirnar fréttstofu! Til hamingju með afmælið Krissan okkar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2007 | 20:30
Klassískur sunnudagur á Hóli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 19:36
Myndir óskast
Held að ég verði að fara að taka mér frí frá þessum miðli ef ég fer ekki að fá aðgang að myndavél aftur. Punta þessa færslu með henni Birtu minni sem var að leggja sig.
Synd því við vorum á Akureyri um helgina og þar var svo undurfallegt og huggulegt. Þar voru hins vegar bæði Dagný og Þóra úr Dalsættinni mundandi myndavélar. Ég sting upp að þær sendi mér sýnishorn og ég mun birta þau með gleði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 23:24
Úr hversdagslífinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2007 | 09:55
Ferðaplön
Eins og áður hefur verið skrifað um í þessari einkennilegu dagbók, þá erum við hjónin á leið til Asíu. Einhverra hluta vegna féllust mér hendur yfir þessum framandi og yfirþyrmandi heimshluta og ég vissi ekki hvernig við ættum að nýta þetta dýrmæta tækifæri. Ég get meira að segja viðurkennt að mig langaði hálfpartinn til þess að hætta við, sá bara fyrir mér rottur, niðurgang, malaríu og ræningja. Einkennilegt að hafa þurft að fara í gegnum þann fasa - ég sem hef þá staðföstu trú að ekkert geti komið fyrir mig eða mína. Við erum búin að fara í sprautur, senda út vegabréf til þess að fá vísa, erum komin með farmiðana í hendurnar svo þetta verður æ raunverulegra og nú er tilhlökkunin orðin kvíðanum yfirsterkari.
Náði mér í Lonely planet bækur um Nepal og Indland og hef sökkt mér í þær. Ég held að við séum komin með grófa ferðaáætlun sem síðan þarf að fylla upp í. Margrét Steinars vinkona mín er nýkomin heim frá Indlandi - þær urðu reyndar allar veikar í hennar hópi og tvær úr hópnum þurftu á sjúkrahús, en hún lifði þetta af og þótti ævintýri.
En ég er svo heppin að Sóley systir mín og besta vinkona er stödd á Indlandi núna. Hún er í mikilli ævintýraferð með frumlegri ferðaskrifstofu. Hún er búin að fara í þriggja daga úlfaldasafari og gista í kofa sem var gerður úr kúamykju, fara í dásamlegan þjóðgarð, búa hjá heimafólki, heimsækja skrítna þjóðflokka og ótal, ótal margt fleira. Hún er nógu lík mér til þess að hafa setið í bílnum á meðan hópurinn fór í rottuhofið og ég get ekki beðið eftir að ferðinni ljúki svo ég geti fengið díteils. Ég þigg ennþá góð ráð, ætla að undirbúa mig eins vel og ég mögulega get.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)