I dronningens Köbenhavn

IMG_3095IMG_3097IMG_3100Dekurhelgi okkar vinkvennanna í Kaupmannahöfn er lokið.  Ég veit ekki hvor okkar skemmti sér betur. Við fórum  í bangsaverksmiðju þar sem Hjartagullið mitt valdi sér bangsaham, fyllti hann sjálf með vatti, blés í hann lífi, setti í hann hjarta og góðar óskir og keypti á hann föt.  Ég vil ekki heyra orð um kaupmennsku í þessu sambandi!  Svo fórum við í Tívolí - í öll þau tæki sem okkur datt í hug að fara í. Og Anna valdi alla veitingastaði og veitingar sem við fengum okkur.  Hún keypti sér pulsu á Ráðhústorginu að ráði Begga frænda síns og var sammála honum um að þetta væru bestu pulsur í heimi.  Vinsælustu réttirnir voru annars pizza margarita og tómatsúpa.  Svo fórum við á góða fundi þar sem norrænar vinkonur mínar dáðust að því hversu flott Annsan er. Búnar að vita af henni frá  því ég vissi að hún væri á leiðinni.  Við fórum ekki út úr húsi án þess að hafa gloss. Annsan sat frammí á leiðinni eins og bestu vinkonu sæmir.  Mæli með svona dekurferð fyrir ömmgur. Þetta var  bara dásamlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt! 

Kristín Björk (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband