Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
29.4.2008 | 10:25
Ný vídd í tilveruna
Veit ekki hver materialismi minn endar. Virðist vera að færa mig rosalega upp á skaftið, því nú er ég búin að fá óperur og dásamlega klassíska tónlist inn á fína símann minn, sem ég er enn að læra á. Hjólaði á nýja fína hjólinu mínu í vinnuna í morgun með dúndrandi óperur í eyrunum, hvílíkur unaður. Í vinnunni sagði nýi fíni tölvukarlinn okkar mér að ég gæti líka skoðað kvikmyndir í græjunni í flugi og svona. Það verður næsta atriði....... finnst þetta bara skemmtilegt, er að velta fyrir mér hvað ég eigi að kaupa mér næst?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2008 | 15:53
Íþróttafólk
Hvílík vorstemmning. Hjóluðum til Begga og Rósu í morgun í morgunkaffi og hittum þar Sóleyju, Tomma og Önnu sem höfðu hjólað vestan úr bæ. Fórum svo öll hjólandi vestur í bæ, við Tommi, Rósa og Beggi, Anna og Tommsinn. Góður dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 10:41
Stóra ab-mjólkurmálið
Dagatalið segir að það sé komið sumar. Dálítið fyndið en á Íslandi fögnum við því og gleðjumst. Í gærkvöldi að kvöldi sumardagsins ákváðum við að njóta þess að eiga loksins frídag saman og ég eldaði dýrindis indverskan kjúklingarétt. Lagði fallega á borð fyrir fimm og Margrét systir, Snorri og Krissan mín skyldu njóta matarins með okkur Tomma. Margrét kom með eðalrauðvín og ég bjó til salat og steikti pomadam brauð. Allt var klárt - bara lokatötsið eftir. Ég slökkti undir matnum, opnaði ab-mjólk og hellti hálfum lítra yfir matinn, bætti við hnetum, hrærði varlega og klippti kóreander yfir.
Fannst lyktin ansi skrýtin...... í stað þess að njóta kryddlyktarinnar fann ég bara angandi jarðaberjalykt. Fannst þetta óskiljanlegt og smakkaði; maturinn sem í fóru tveir heilir hvítlaukar, sex chili, hálfur staukur af karrýi, heilt búnt af kóreander og ýmsu öðru góðgæti var eins og jarðaberjasúpa. Þetta stóðst ekki og ég kíkti á umbúðirnar á ab- mjólkinni. Það var hefðbundin ab-mjólkurferna það fór ekki á milli mála. Rak puttann í mjólkina og sleikti. Í ab-mjólkurfernunni var jarðaberjajógúrt.
Þá kemur að neytendamáli. Hver er ábyrgð Mjólkurbús Flóamanna? Skulda þau mér 1 lítra af ab-mjólk eða eldaða máltíð fyrir fimm? Mér finnst svarið augljóst..................
Síðar sama dag: Mjólkurbú Flóamanna kann neytendamál og bætti skaðann að sjálfsögðu..........nú skulda ég Snolla mínum annað matarboð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 19:28
Evrópuráðsfundur um ofbeldismál
Ég er búin að sitja í tvo daga með fólki, aðallega konum frá 37 Evrópulöndum til þess að ræða um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. Ætlaði að mæta á fundinn til þess að geta í leiðinni hitt vinkonur mínar í WAVE og plana með þeim framtíðina. En það kom mér skemmtilega á óvart hvað fundurinn var nýtilegur. Mikið af upplýsingum og yfirsýn yfir hvað er að gerast í Evrópu og heilmikið af áhugaverðu lesefni. Má nefna merkilegt samstarf við fjölmiðla á Spáni, mælingar á ofbeldi í Danmörku, tæknileg áhöld í Noregi, lagasetningar, Evrópusáttmála um kynbundið ofbeldi sbr. sáttmálann um mansal og ýmislegt fleira. Sumt storkaði heimsmynd minni, elska það þegar ég upplifi slíkt, þarf að hugsa meira um það. Í morgun var ég svo inspireruð að mér datt í hug sú villta hugmynd að taka mér frí frá hefðbundum störfum í vikur , jafnvel mánuð og leggjast í lestur og oppdateringu. Endurnýja fræðsluefni og buna úr mér nýjum fróðleik og hugsunum.
Eftir fundinn fóru allar heim nema ég sem á svo langt að fara. Gekk um garða hér í Strassborg og dáðist að storkunum sem hér hefur verið gert kleift að fjölga sér svo þeir hafa einmitt núna hreiður um allt. Hér eru trén laufguð, ávaxtatrén í blóma, grasið orðið grænt, blómakerin skreytt og sumarlykt í loftinu. Ekki slæmur dagur. Á langan ferðadag fyrir höndum, er búin að velja út þær skýrslur sem mér líst best á til þess að lesa á leiðinni heim á morgun.
Bloggar | Breytt 24.4.2008 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2008 | 11:29
Þau eru bara að hafa það gott
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2008 | 20:55
Lína langsokkur og fleiri góðar konur


Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2008 | 16:24
Það er þetta með dótamenninguna í fjölskyldunni
Flottasta gjöf sem ég hef á æfinni fengið og verið glöðust með var reiðhjólið sem foreldrar mínir keyptu handa mér á brunaútsölu og gáfu mér í jólagjöf þegar ég var tíu eða ellefu ára. Aldrei hef ég orðið jafn yfir mig hissa og glöð. Slíkar gjafir voru almennt ekki keyptar af mínu fólki. Ég fór út að hjóla á jóladag í glerahálku og var að rifna úr ánægju. Það var bara einn galli á þessu hjóli og hann var sá að það var svo stíft að það var eiginlega ekki hægt að hjóla á því. En það var reiðhjól, fallega grænblátt og ég átti það.
Í dag fórum við fjölskyldan á Ljósvelli að horfa á Tommsann minn sem er búinn að læra að hjóla sjálfur. Hann kann að hjóla, en ekki bremsa eða stoppa svo hann skutlar sér í götuna af hjólinu. Fallegri eða ánægðari hjóladreng hef ég aldrei séð.
Ánægja barnsins var slík að við hin smituðumst og við Tommi og Sóley brugðum okkur í búð og keyptum okkur reiðhjól. Þetta er annað hjólið sem ég eignast á æfinni - valdi það sjálf án þess að kíkja á verðmiða og það er eins og sérhannað fyrir mig. Nú á eftir að setja á það græjur svo ég fæ það ekki fyrr en á þriðjudag. Rosalega hlakka ég til og rosalega er ég ánægð með mig að brjóta dótleysishefðina og kaupa mér dót!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2008 | 20:44
Afríkublómið mitt


Bloggar | Breytt 6.4.2008 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 16:42
Barnið mitt í stuði
Stundum velti ég fyrir mér uppeldi dætra minna. Held, þó ég segi það ekki oft við þær, að þær séu mitt
lukkaðasta lífsverk. Elsta dóttir mín fór á kostum í gær. Hún var nærri köfnuð úr hlátri í gærmorgun þegar hún las fyrir mig eftirfarandi setningu "Að skylda konur til að hylja brjóst sín í sundi lýsir lostafullum kenndum þeirra sem reglurnar setja." Í fjölskyldunni eigum við nokkrar klassískar sögur um lukkuð aprílgöbb. Þetta fer í safnið. Sjá annars: http://soley.blog.is/blog/soley/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)