Evrópuráðsfundur um ofbeldismál

IMG_1312IMG_1336IMG_1340Ég er búin að sitja í tvo daga með fólki, aðallega konum frá 37 Evrópulöndum til þess að ræða um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.  Ætlaði að mæta  á fundinn til þess að  geta  í leiðinni hitt vinkonur mínar í  WAVE og plana með þeim framtíðina.  En það kom mér skemmtilega á  óvart hvað  fundurinn var nýtilegur.  Mikið af upplýsingum og yfirsýn yfir  hvað er að gerast í Evrópu og heilmikið af áhugaverðu lesefni.  Má nefna merkilegt samstarf við fjölmiðla á Spáni, mælingar á  ofbeldi í Danmörku, tæknileg áhöld í Noregi, lagasetningar, Evrópusáttmála um kynbundið ofbeldi sbr. sáttmálann um mansal og ýmislegt fleira.  Sumt storkaði heimsmynd minni, elska það þegar ég upplifi slíkt, þarf að hugsa meira um það.  Í morgun var ég svo inspireruð að mér datt í hug sú villta  hugmynd að taka mér frí frá hefðbundum störfum í vikur , jafnvel mánuð og leggjast í lestur og oppdateringu.  Endurnýja fræðsluefni og buna úr mér nýjum fróðleik og hugsunum. 

Eftir fundinn fóru allar  heim nema ég sem á svo langt  að  fara.  Gekk um garða hér í Strassborg og dáðist að storkunum sem hér  hefur  verið gert kleift að  fjölga sér svo þeir  hafa einmitt núna hreiður  um allt.  Hér  eru trén laufguð,  ávaxtatrén í blóma, grasið orðið grænt, blómakerin skreytt og sumarlykt í loftinu. Ekki slæmur dagur.   Á langan  ferðadag fyrir höndum, er búin að velja  út þær  skýrslur  sem mér  líst best á til þess að  lesa á leiðinni heim á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góða heimferð mín kæra

efast ekki um að þú lesir fullt af spennandi skýrslum á leiðinni ....borgar sig alls ekki vera að glugga í fagurbókmenntir heldur vinna vinna og vinna.

Hljómar vel að stokka upp og skoða það efni sem verið er að vinna með - alltaf gagnlegt að endurskoða í góðu tómi.

kíki á þig fljótlega

dia (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Álfhóll

Vertu alltaf velkomin........Gj

Álfhóll, 24.4.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband