Stóra ab-mjólkurmáliđ

Dagataliđ segir ađ ţađ sé komiđ sumar.  Dálítiđ fyndiđ en á Íslandi fögnum  viđ ţví og gleđjumst.  Í gćrkvöldi ađ kvöldi sumardagsins ákváđum viđ ađ njóta ţess ađ eiga loksins frídag saman og ég eldađi dýrindis indverskan kjúklingarétt.  Lagđi fallega á  borđ fyrir  fimm og Margrét systir, Snorri og Krissan mín skyldu njóta matarins međ  okkur  Tomma.  Margrét kom međ eđalrauđvín og ég bjó til salat og steikti pomadam brauđ.  Allt var klárt - bara lokatötsiđ eftir.  Ég slökkti undir  matnum, opnađi ab-mjólk og hellti hálfum lítra yfir  matinn, bćtti viđ hnetum, hrćrđi varlega og klippti kóreander yfir. 

Fannst lyktin ansi skrýtin...... í stađ ţess ađ njóta  kryddlyktarinnar fann ég bara angandi jarđaberjalykt.  Fannst ţetta óskiljanlegt og smakkađi; maturinn  sem í fóru tveir heilir  hvítlaukar, sex chili, hálfur staukur  af karrýi, heilt búnt af kóreander og ýmsu öđru góđgćti var eins og jarđaberjasúpa.  Ţetta stóđst  ekki og ég kíkti á  umbúđirnar  á ab- mjólkinni.  Ţađ var hefđbundin ab-mjólkurferna ţađ fór  ekki á milli mála.  Rak puttann í mjólkina og sleikti.  Í ab-mjólkurfernunni var jarđaberjajógúrt. 

Ţá kemur  ađ neytendamáli.  Hver er ábyrgđ Mjólkurbús Flóamanna?  Skulda ţau mér 1 lítra af ab-mjólk eđa eldađa  máltíđ fyrir fimm?  Mér finnst svariđ augljóst..................

Síđar sama dag:  Mjólkurbú Flóamanna kann neytendamál og bćtti skađann ađ sjálfsögđu..........nú skulda ég Snolla mínum annađ matarbođ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Birgisson

Sveeeekkkkkkkk.

Ahuuu.....ţú átt samúđ mína alla.  Mig grunar ţó ađ menn hafi metiđ viljann fyrir verkiđ.

Árni frćndi

Árni Birgisson, 25.4.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Álfhóll

Elsku Árni minn ţriggja barna fađir..........  hlakka mikiđ til ađ sjá minnsta dreng, auđţekkjanlegur  á sínu fólki samkv. myndum.   Myndi hvetja ţig til ţess ađ  sinna bloggu ef ég vissi ekki hvađ ţú hefur  mikiđ ađ gera međ stóra fjölskyldu.

Bestu kv. Gunna

Álfhóll, 26.4.2008 kl. 09:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband