Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Mánudagar eru Kötludagar á Álfhóli

IMG_1913IMG_1900IMG_1912

Það er notalegt að hafa litla snuddustelpu sofandi í afa og ömmurúmi.  Hún er búin að vera svo kelin í dag. Við ömmgurnar vorum sammála um að forgangsmál dagsins væri að barnið fengi að kúra og kela og halda í putta eins mikið og hana lysti.  Og það hefur hún einmitt gert. Svo lásum við dýrabókina.  Í dag hef ég jarmað og mjálmað og urrað og hneggjað af mikilli innlifun og svo höfum við Katla sungið og dansað við hið sívinsæla atti katti nóa lag. Get bara ekki hugsað mér betri skemmtun.  Svo læt ég fljóta hér með að ég á fleiri barnabörn sem kíktu á ömmuna sína í gær og voru yndisleg eins og alltaf.

En Félagsheimilið Álfhóll er lifandi að vanda og nú er Biggi "fjandi" mættur til þess að kynnast barnabarni nr. 12 Ástrósu Söru Sigurveigar og Guðmundardóttur og okkur til mikillar ánægju ætla þau Steinunn að vera hjá okkur þessa viku.


Loksins helgi eftir töff vinnu

Það er ekki að spyrja að misheppnuðu uppeldi dætra minna.  Ég hef lengi barist fyrir því að eiga forgang  að bara  mínum stað í rúminu mínu.  Það hefur ekki tekist og loksins ætlaði ég að fara að gera  út fjölmiðil þegar brotist var inn í ritstjórnina af sömu forhertu stelpum.  Var að koma frá Austurlandi þar sem ég hélt fimm fundi á innan við sólarhring og messaði yfir samtals 4-500 manns og endaði með að skála fyrir stofnun Stígamóta á Austurlandi. Strax á fyrsta degi virðast öll viðtöl upppöntuð og færri komast að en vilja.

Á Álfhóli dvelur nú Steinunn "systir mín" og svilkona.  Við fögnuðum í gærkvöldi fæðingu dótturdóttur hennar númer 6 Sigurveigardóttur.  Ófriðurinn hefst svo á mánudag þegar  Birgir mágur minn eða "Biggi fjandi" eins og ein lítil frænka hans kallaði hann fyrir þrjátíu árum,  kemur suður........  góður ófriður það. Hér er svo mynd af litlu fallegu stúlkunni þeirra

 sigurveigardóttir


Áráttuhegðun fjölskyldunnar

Nokkrar umræður komu upp á tölvupóstlista stórfjölskyldunnar þegar henni var boðið í veislu til að fagna Stórhátíð 46-46. Til að sýna fram á að áráttuhegðun er ekkert einföld viðureingar braust ég inn á síðuna og ritaði þessa færslu.

Bestu kveðjur,

Sóley besta barn!


Yfir til Álfhóls aftur

Katla litla Þórudóttir var á Álfhóli í gærkvöldi og sat við matarborðið með ömmu sinni og afa.   Henni leið ansi vel og skyndilega fór hún að syngja.  Áður var hún búin að læra að dansa og gefa frá sér hljóð þegar víð fórum að syngja, en allt í einu komu þrír greinilegir tónar síðustu þrír tónarnir úr Atti katti nóa.  Amman og afin horfðust í augu og héldu að þeim hefði misheyrst, þegar litla söngkonan endurtók leikinn. Aftur þrír greinilegir tónar!!!!

Trúi þessu hver sem vill, þarf myndband til þess að sýna þetta.  


Krissa Hryssa tekur orðið

Ég er líka með aðgangsorðið á síðunni enda er sjálfskipaður eigandi hennar ekki mikið tæknitröll og þarfnaðist m.a aðstoðar við uppsettningu. Ég ætla því stundum að misnota aðstöðu mína og skella inn nokkrum færslum. Í dag kom Katla til mín, lagði sig, borðaði beyglu með spægipylsu og fór með mér og ömmu sinni í Kringluna. Á morgun ætla ég svo í myndatöku með þau Tomma og Kötlu, en með henni ætla þau að leggja sitt af mörkum í baráttu Röskvu til sigurs í Stúdentaráðskosningunum í febrúar. 

Hér koma nokkrar myndir af Kötlunni í dag:

 Katlan 081Katlan 076Katlan 066

Katlan 089 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum koma tvær góðar úr safninu:

 

IMG_0914IMG_0915


Svona lítur Katlan út núna Kristín Alma mín

IMG_1884


Annan mín engum lík!

Nomminn minn er búinn að vera lasinn og mamma hans var heima með hann  á föstudaginn.  Móðursysturnar komu í heimsókn og ákváðu svo að fara út að  viðra sig með Kötluna  og bjóða Önnu með á kaffihús.  Þegar þær voru að kveðja uppgötvaði Tommi að það ætti að skilja sig eftir og brást hraustlega við. Hann  grét svo tárin spýttust og hengdi sig utan á systur  sína og sagðist alltaf vilja  vera hjá  henni.  Þroskaða Annan mín tók utanum hann og reyndi að róa hann og sagði honum að þær væru bara  að fara á leiðinlegan fund þar sem ekki mætti tala, svo hann þyrfti ekki að vera leiður.  Tomminn spurði þá á milli ekkasoganna hvort það  væri hjá Vinstri grænum.  Já svaraði systir  hans, viss um að hann gæti ekki langað á slíka samkomu.  "Já, en það má stundum hvísla þar" sagði hann hágrenjandi.    Hann var svo slitinn af systur sinni og það síðasta sem sást af honum þegar þær gengu frá  húsinu var að hann stóð organdi í glugganum og mændi á eftir þeim.

Þegar þær voru komnar áleiðis í bæinn varð Anna þögul og móðursystur hennar reyndu að  friða hana  með því  að þær skyldu kaupa eitthvað fallegt handa bróður hennar  í bænum.  Hann myndi strax jafna sig.  Þá gat hún  ekki meira, tárin runnu og hún sagðist vilja snúa við, hún vildi ekki skilja  hann eftir.  Henni var boðin fylgd til  baka.  "Nei, nei ég dríf mig bara" sagði hún og hljóp ein  á harðaspretti heim til bróður síns.

20060925182102_4

Úr lífi Álfhólsbarna

Hér er mynd af Hjartagullinu hennar ömmu sinnar frá því á aðfangadagskvöld. Hún fékk geisladisk með Magna  og sat hugfangin og hlustaði á hann og hafði á orði að hún yrði örugglega rosaleg gelgja.  Tekið skal fram að barnið er sjö ára.  Allt í einu fannst mér hún svo stór og þroskuð.  Svo er Nomminn minn í draugabúningi frá "Tótu ljótu, Simma krimma og Kötlu kúkalabba".  Búningurinn vakti mikla lukku, en þó ekki meiri en svo að þegar Tommi var búinn að opna pakkana sína náði hann í skóhorn heimilisins sem er hans uppáhalds leikfang og lék með það.  Að lokum Katlan okkar að lesa Fréttablaðið af mikilli áfergju.

skannað inn í jan.07 019skannað inn í jan.07 023skannað inn í jan.07 062

 

 


Velkomin á Álfhólssíðuna

Loksins, loksins er orðin til heimasíða fyrir stórfjölskylduna á Álfhóli.   Hér verða sagðar mikilvægar fréttir, sýndar myndir og mikilvægum skoðunum komið á framfæri.  Í stórum fjölskyldum gengur mikið á og sumt af því ratar vonandi hingað inn. 

 

nullnull


Álfhóll á sunnudegi

Vá, hvernig á ég að nýta þessa síðu.  Búin að ergja mig mikið yfir að stýra ekki heimasíðum barnabarnanna minna, finnst dætur mínar allt of svifaseinar að setja inn myndir og færslur af barnabörnunum mínum.  Hér með hætti ég að fara inn á Ljósvellingasíðuna þar sem ekkert lífsmark er að finna en skrifa í staðinn það sem mér sýnist á Álfhólssíðuna okkar.

IMG_1749IMG_1582_editedIMG_1638


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband