Annan mín engum lík!

Nomminn minn er búinn að vera lasinn og mamma hans var heima með hann  á föstudaginn.  Móðursysturnar komu í heimsókn og ákváðu svo að fara út að  viðra sig með Kötluna  og bjóða Önnu með á kaffihús.  Þegar þær voru að kveðja uppgötvaði Tommi að það ætti að skilja sig eftir og brást hraustlega við. Hann  grét svo tárin spýttust og hengdi sig utan á systur  sína og sagðist alltaf vilja  vera hjá  henni.  Þroskaða Annan mín tók utanum hann og reyndi að róa hann og sagði honum að þær væru bara  að fara á leiðinlegan fund þar sem ekki mætti tala, svo hann þyrfti ekki að vera leiður.  Tomminn spurði þá á milli ekkasoganna hvort það  væri hjá Vinstri grænum.  Já svaraði systir  hans, viss um að hann gæti ekki langað á slíka samkomu.  "Já, en það má stundum hvísla þar" sagði hann hágrenjandi.    Hann var svo slitinn af systur sinni og það síðasta sem sást af honum þegar þær gengu frá  húsinu var að hann stóð organdi í glugganum og mændi á eftir þeim.

Þegar þær voru komnar áleiðis í bæinn varð Anna þögul og móðursystur hennar reyndu að  friða hana  með því  að þær skyldu kaupa eitthvað fallegt handa bróður hennar  í bænum.  Hann myndi strax jafna sig.  Þá gat hún  ekki meira, tárin runnu og hún sagðist vilja snúa við, hún vildi ekki skilja  hann eftir.  Henni var boðin fylgd til  baka.  "Nei, nei ég dríf mig bara" sagði hún og hljóp ein  á harðaspretti heim til bróður síns.

20060925182102_4

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis kraftur í nýjasta bloggaranum!

Kristín T (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 14:19

2 identicon

Já Krissan mín, þökk sé þér að hjálpa mér af stað.  En ég þarf hjálp líka við tæknilega útfærslu sem við kannski skellum okkur í von bráðar.

Guðrún (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:18

3 identicon

Hæ amma mín og til hamingju með að vera loksins komin innan í internetið. Ánægð með þig. Sérstaklega því að ég veit að nú verða heitar fréttir af yngstu meðlimum fjölskyldunar á hverjum einasta degi. Alltaf.

Engin pressa samt. 

Kristín Alma (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 16:30

4 identicon

Sko mína, bara  komin í samband við ömmu sína og systur sem kúrir hérna  við hliðina á mér!  Hún er að safna kröftum í aðra andvökunótt, en móðir ykkar bauð mér hana til eignar í morgun.  Mér finnst lágmark að það komi tvær færslur á dag þegar ég er með barnabörnin mín.  Bestu kveðjur til Danmerkur.

Amma

Guðrún (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 16:33

5 identicon

rúna jóns goes online , það sem þjóðin hefur beðið eftir 

Þóra (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:00

6 identicon

Það er ekkert smá flott að eiga Önnuna fyrir stórusystur - heppinn ertu Tommi.

kv. día

Día (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband