Fćrsluflokkur: Bloggar
7.3.2009 | 11:38
Fallega Freyja
Freyja er engin smáskepna og hefur gjörbreytt heimilislífinu á Hóli. Ţau Tommi og Kristín eru í hundaskóla međ hana og hafa tilkynnt mér ađ ég geti ekki veriđ međ, ţetta sé bara fyrir foringja hundsins. Ţau Tommi voru farin út ađ ganga kl. 7.30 í morgun á laugardagsmorgni og nú er hún í göngutúr međ Begga, Rósu, Týru, Sóleyju systur og Kristínu dóttur minni.
Ég held hún sé bráđskörp og eigi sérlega auđvelt međ ađ lćra - allt annađ en ađ gelta og flađra og stela öllum ţeim mat sem hún heldur ađ hún komist upp međ ađ stela. Um daginn náđi hún stóru osstykki, hálfu smjörstykki og hálfu normalbrauđi á hálfri mínútu. Ég var "hund"pirruđ viđ hana, ţar til einhver sagđi mér ađ labrador hundar éti eins og ţeir geti lent í ađ fá ekki mat í heila viku. Oftast finnst mér hún samt yndisleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 22:58
Aftur til fortíđar
Ţađ hefur veriđ einkennandi fyrir undanfarna mánuđi ađ fólk leitar í gömul gildi, gamaldags mat, prjónaskap og jafnvel gamaldags viđhorf. Ég veit ekki hvort ţađ er tilviljun eđa regression ađ gamlt samferđafólk mitt hefur hóađ í alls kyns samkomur.
Annađ kvöld erum viđ Tommi ađ fara ađ hitta starfsfólkiđ úr Skíđaskólanum úr Kerlingafjöllum. Viđ erum í undirbúningshópnum og höfum veriđ ađ skipuleggja og undirbúa í margar vikur. Í Fjöllin var ég ráđin fyrir 39 árum og var ţar í fjögur sumur. Ţar kynntist ég Tommsanum mínum, svo ţetta var örlagaríkur tími. Gilbert vinur okkar kemur sérstaklega frá Frakklandi til ţess ađ vera međ, Dísa vinkona mín úr Fjöllunum fer međ okkur líka, en ég hef varla spjallađ viđ hana í áratugi. Skrýtiđ, spennandi og skemmtilegt.
Í ár verđ ég líka 35 ára stúdent og gömlu bekkjarsysturnar eru farnar ađ pískra saman, konur sem ég hef heldur ekki hitt í áratugi. Enn önnur tengin viđ fortíđina eru vinirnir okkar góđu frá ţví í líffrćđinni fyrir meira en 30 árum, en ţau hitti ég helst ekki sjaldnar en hálfsmánađarlega. Finnst ég öll vera ađ yngjast eitthvađ og lifna..........
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2009 | 18:31
Fimm til sex kynslóđir í beinan kvenlegg!
Bloggar | Breytt 9.3.2009 kl. 11:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2009 | 16:06
Mér finnst gaman ađ beita mér.....................
Bara ađ rifja upp hvernig slegiđ er inn á Moggablogginu. Hef veriđ ađ vinna heima í dag í friđi og ró. Finnst slíkar stundir ómetanlegar. Talađi viđ Julie Bindel stórfeminista á Guardian um forsćtisráđherruna okkar í morgun, aldrei ađ vita hvernig hún matreiđir ţađ. Svo fékk ég tćkifćri til ţess ađ tala viđ ţjóđina í hádegisfréttunum og lýsti hryggđ minni yfir forgangsröđun verkefna í heilbrigđisgeiranum. Hef ástćđu til ţess ađ ćtla ađ ráđamenn hafi hlustađ og ćtli ađ bregđast viđ. Vildi ađ ţađ gengi eftir og Neyđarmóttakan verđi ekki skorin enn frekar niđur.
Á morgun fć ég tćkifćri til ţess ađ leggja inn hjá félagsráđgjafarnemum og sálfrćđinemum nokkur atriđi um kynbundiđ ofbeldi. Lífiđ er fullt af tćkifćrum, spurning um ađ koma auga á ţau og nýta ţau vel..............
Bloggar | Breytt 25.2.2009 kl. 08:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 14:33
Hálfsakna ţess ađ blogga ekki
Búin ađ klúđra einhverri stillingu á myndavélinni minni, svo ég nć ekki í myndirnar sem ég tek. Ef mér tekst ađ laga ţađ, er aldrei ađ vita nema ég haldi áfram skrifum mínum hér. Fannst ţetta dálítiđ skemmtilegt. Ćtla ađ sjá til
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2008 | 20:37
Gleđileg jól
Ágćtu vinir og vandamenn. Álfhólsfréttir óska lesendum sínum gleđilegra og ánćgjulegra hátíđa.
Hér á bć er allt klárt. Ég bíđ nú eftir gesti mínum sem ég hef eytt međ ţorláksmessukvöldi međ síđan ég var 11-12 ára. Ţegar viđ höfum veriđ uppistandandi og í sama landsfjórđungi höfum viđ hittst - ella hringst á. Ţessi gestur er Ásta vinkona og ţessi stund er sú hefđ sem ég held fastast í. Oft eru karlarnir okkar međ líka og ţađ er fínt, en ađalatriđiđ er ađ ţetta er okkar kvöld. Ég vona ađ sem allra flest okkar séum farin ađ njóta ađventunnar í stađ ţess ađ slíta sér út á ţrifum, saumum og bakstri. Síđan ég ákvađ ađ ég ţyrfti ekki ađ gera neitt, geri ég margt - en bara af ţví mig langar til ţess, af ţví ađ ég hef ánćgju af ţví og vil gera ţađ. Hlakka mikiđ til ađfangadagskvölds. Hér verđa allar mínar dćtur, barnabörn og tengdasynir og rjúpurnar verđa hamflettar í fyrramáliđ.
Bloggar | Breytt 25.12.2008 kl. 18:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2008 | 12:12
Ćvintýralegi töskumarkađurinn á Stígamótum í dag og á morgun
Ritstjórn Álfhóls hefur ekki komist á flug um tíma, ţrátt fyrir veikburđa tilraun. Ristjórnin braut eigin ritstjórnarstefnu og fór ađ akitera fyrir ýmsu sem Stígamót standa fyrir. Ţađ verđur nú gert í síđasta sinn í bili. Svo fer undirrituđ ađ huga ađ einkalífinu sínu.
Ćvintýralegi töskumarkađurinn er í dag og á morgun sunnudag kl. 11-18 hjá Stígamótum v. Hlemmtorg
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2008 | 19:50
Farin til Köben ađ máta mig sem fátćkling..........
Ţorđi ekki annađ en ađ kaupa 2000 dkr. ţar sem kortanotkun ku vera varasöm. Keypti krónuna á 25 kr. meira en helmingi meira en síđast ţegar ég var ţar fyrir mjög stuttu síđan. Keypti skíđaúlpu fyrir danska vinkonu mína hér sem kostar hér 20.000 kr, en hún greiđir fyrir hana 8.000. Er ađ byrja ađ fatta hvađ kreppan ţýđir. Viđ höfum veriđ rćnd - eitthvert rosalegasta rán sem ég veit ađ ein ţjóđ hefur orđiđ fyrir! Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
By the way, var einmitt ađ lita á mér augabrýrnar og sparađi ţannig 2.900 kr. og var ađ heyra ađ klippikonan mín sem hefur starfađ á sömu stofu í 20 ár er búin ađ fá uppsagnarbréfiđ. Nú er bara ađ fara í heimaklippingu líka hjá henni. Og svo erum viđ nokkrar komnar í heimalitunarfélag - ekki ţó teknar til starfa. Peningana beint til fólks í kreppunni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2008 | 13:04
Til hamingju hetjur!
Já ég veit ţađ ađ ég er ađ brjóta ristjórnarstefnuna mína, en ţađ bara ískrar ennţá í mér af gleđi yfir gćrdeginum og ég get ekki annađ en birt stórfréttir úr vinnunni minni á Álfhóli.
Ég vil lyfta upp í sólina konum sem ađrir fjölmiđlar hafa ekki fattađ. Ţćr eru svo margfalt merkilegri en margir af ţeim sem sífellt ţreyta mig á opinberu fréttastöđvunum, án ţess ađ mér finnist ţeir hafa margt eđa mikilvćgt ađ segja. Ég mćli međ ţví ađ Ísland í dag nú eđa e.t.v. Kastljósiđ taki einn ţátt eđa tvo í ađ rćđa viđ ţćr. Til hamingju elskulegu systur mínar.
Margrét Steinarsdóttir Jafnréttisviđurkenning Stígamóta áriđ 2008 Fyrir langt og óeigingjarnt starf í ţágu Stígamóta. Fyrir ađ hafa alla tíđ veriđ bođin og búin til liđsinnis. Fyrir ađ hafa oft tekiđ ađ sér vandasöm verk eins og lögfrćđilega ráđgjöf, frćđslu, peningagćslu, nefndarstörf og ýmislegt fleira. Ekki ţó síst fyrir fyndni, greind, ţćgilega nćrveru og órjúfanlega tryggđ viđ starfsemina.
Kolbrún Halldórsdóttir Jafnréttisviđurkenning Stígamóta áriđ 2008 Fyrir ađ hafa flutt mörg mikilvćg ţingmál tengd kynbundnu ofbeldi. Fyrir ađ hafa ţrautseigju og hugrekki til ţess ađ fylgja ţeim eftir ţrátt fyrir illskiljanlegan mótbyr. Fyrir ađ hafa veriđ óţreytandi ötul í ađ flytja bođskap og hugmyndafrćđi Stígamóta inn í ţingsal. Fyrir ađ hafa tekiđ ađ sér ýmis verkefni fyrir Stígamót í baráttunni gegn mansali. Fyrir ađ vera alltaf í liđi međ okkur.
Katrín Anna Guđmundsdóttir Jafnréttisviđurkenning Stígamóta áriđ 2008 Fyrir ađ vera óţreytandi talskona feminisma á Íslandi. Fyrir ótal mikilvćga pistla um málefni kynjanna. Fyrir ţekkingu, visku og hugrekki. Fyrir ađ ganga á undan og teygja mörk hins leyfilega í baráttunni fyrir réttlátara ţjóđfélagi og auka ţannig rými okkar hinna.
Matthildur Helgadóttir Jafnréttisviđurkenning Stígamóta áriđ 2008 Fyrir ađ hafa fengiđ snilldarhugmynd vestur á Ísafirđi og hrint henni í framkvćmd međ hjálp góđs fólks. Ađgerđin Óbeisluđ fegurđ hefur vakiđ verđskuldađa athygli víđa um heim og Stígamótakonur eru stoltar af skemmtilegu samstarfi viđ kvenskörunginn í alţjóđasamhengi. Fyrir ađ leggja ţung lóđ á vogarskálarnar til ţess ađ sýna fram á afkáraleika ţröngra stađalímynda kynjanna. Fyrir ađ hafa nýtt fyndni og frumlega hugsun sem eru beitt verkfćri í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi og vera ţannig hvatning fyrir okkur öll.
Ţorgerđur Einarsdóttir Jafnréttisviđurkenning Stígamóta áriđ 2008 Fyrir ađ gegna ómetanlegu uppeldishlutverki fyrir frćđifólk framtíđarinnar. Fyrir einstaka ţekkingu og fćrni í ađ beita hinu mikilvćga verkfćri kynjafrćđi í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi. Fyrir ađ hafa veriđ óţreytandi viđ ađ miđla fćrni sinni til annarra. Fyrir örlćti, velvilja og hlýju. Fyrir ađ hafa alltaf veitt stuđning og ráđ ţegar á hefur ţurft ađ halda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 09:18
Hittumst í dag
1. Kl. 12.10 fyrir utan Norska sendiráđiđ viđ Fjólugötu međ fána og í norskum peysum og međ kampavín og gleđjumst yfir vitibornu frćndfólki okkar í Noregi sem hefur bannađ kaup á konum
2. Löbbum svo yfir í Iđnó kl. 13 og hlustum á vísar og klókar konur frá Evrópu segja frá ţví nýjasta í baráttunni gegn kynferđisofbeldi
3. Tökum ţátt í ađ hylla fimm verđuga viđurkenningarhafa jafnréttisverđlauna Stígamóta sem líka fer fram í Iđnó kl. 15 og hlustum á undurfallegan söng Önnu Sigríđi Helgadóttur.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)