3.7.2007 | 00:02
E.t.v. er sumarfríið best heima!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 16:01
Vináttan, náttúran, jöklasóleyjar, veðrið...........
Bloggar | Breytt 3.7.2007 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2007 | 20:47
Eftir göngu á milli Arnarfjarðar og Tálknafjarðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 17:36
Í Vestfirsku fríi
karlarnir okkar í golfi og við að skipuleggja Evrópureisu. Nýbúin að
skilja við þau lipru í Lipurtá eftir dásamlegar gönguferðir og samveru
á Suðurfjörðunum. Hvað er skemmtilegra en einmitt þetta? Myndir
þegar ég kem heim.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2007 | 21:07
Álfhólsnafnið er ekki út í bláinn!
Mér varð litið út í garð í dag og sá þá undurfallegan lítinn blómálf vera að skjótast á milli blómanna!
Farin á vit ævintýranna í viku, með vinunum mínum góðu og mínum heittelskaða...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 08:33
Ánægjuleg gjöf!
Ég hef í vissum kringumstæðum valkvíða á háu stigi. Ég á mjög erfitt með að finna gjafir handa fólki. Veit ekki hvað það er, dettur aldrei neitt sniðugt í hug, eins og mig langar oft að gleðja.
Sumt fólk hefur sansinn fyrir gjöfum og er duglegt að gleðja aðra og gerir það án formlegs tilefnis. Í gær kom Garðar tengdasonur minn færandi hendi. Hann kom með þessa tvo fallegu potta fulla af dásamlegum kryddjurtum frá Guðbjörgu mömmu sinni. Ofboðslega skemmtileg gjöf. Hjartans þakkir Guðbjörg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 13:50
Hann er fimm ára hann Tommi........
Það eru nákvæmlega fimm ár síðan ég var vakin kl. 2 um nótt og tilkynnt að komið væri að því! Við Tommi rukum á fætur og í Hamrahlíðina þar sem við hittum fyrir Kristínu og Þóru dætur okkar, Margréti og Kristínu systur mínar, Aart, Önnu, ljósmóðurina Áslaugu og Sóleyjuna okkar með fæðingarhríðir! Það var búið að koma fyrir plastsundlaug á stofugólfinu.
Ég held að þetta hafi verið með stórbrotnari upplifunum þessarar fjölskyldu að fá að vera viðstödd fæðingu dóttursonar míns. Það voru tvær myndbandstökuvélar í gangi til þess að tryggja að fæðingin yrði tekin upp. Á báðum vélunum grét tökufólkið svo mikið af geðshræringu að myndirnar ganga upp og niður í takt við ekkann. Mér finnst að þetta ætti að verða normið í hverri fjölskyldu að taka saman á móti nýjum fjölskyldumeðlimum.
Drengurinn hefur verið okkur öllum óendanlegur gleðigjafi. Brosmildur og blíður, hugmyndaríkur, kraftmikill og skemmtilegur. Hann ætlar að halda sjóræningjaveislu um helgina. Bara yndislegur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.6.2007 | 10:56
Fjallgöngur og útivist hafa bætandi áhrif á heilann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 18:39
Óhugguleg tíðindi!
Á þessari heimasíðu, var meiningin að fjalla um hið ljúfa hversdagslíf á Álfhóli. Hér átti aldeilis ekki að fjalla um vonsku heimsins, eða koma með djúpar pælingar, nóg um það annars staðar. Í mesta lagi að segja frá einu og einu barnabarni eða afríkublóminu mínu.
Í dag hringdi lögreglan í Tommsann minn og spurði hvort hann væri byssueigandi. Hann jánkaði því og svitnaði um leið. Ástæðan er sú að þegar hann ætlaði til rjúpna fyrir jól með Begga bróður mínum og Jóni syni hans, þá fannst ekki byssan. Hann snéri öllu við í húsinu og í læstum bílskúrnum þar sem byssan átti að vera í öruggri fjarlægð frá barnabörnunum okkar. Ekki fannst byssan. Ég var farin að halda að á heimilinu væri einhvers staðar gap sem gleypti jólaskraut, barnaföt og fleira sem týnst hefur á undanförnum árum. Við ræddum um að tilkynna lögreglunni um hvarfið, en fannst það svo fáranlegur möguleiki að henni hefði verið stolið að við gerðum það ekki.
Í dag fengum við skýringuna á því að byssan væri týnd. Hlaðin byssan fannst í poka bundin uppi í tré í Laugardalnum! Ég afber varla tilhugsunina um að glæpamaður hafi rofið svo gróflega friðhelgi einkalífs okkar og hafi ágirnst byssu mest af okkar jarðnesku eigum, en skilið eftir bíl, myndavél, myndband og allt hitt sem venjulega er hirt. Enn óhuggulegra er að hafa haft fyrir því að hlaða byssuna og skilja hana svo eftir á víðavangi. Það er áfall að verða fyrir barðinu á svo harðsvíraðri glæpamennsku!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2007 | 17:32
Kristín Tómasdóttir er með BA í sál- og kynjafræði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)