Hann er fimm ára hann Tommi........

Það eru nákvæmlega fimm ár síðan ég var vakin kl. 2 um nótt og tilkynnt að komið væri að því! Við Tommi rukum á fætur og í Hamrahlíðina þar sem við hittum fyrir Kristínu og Þóru dætur okkar, Margréti og Kristínu systur mínar, Aart, Önnu, ljósmóðurina Áslaugu og Sóleyjuna okkar með fæðingarhríðir!  Það var búið að koma fyrir plastsundlaug á stofugólfinu. 

Ég held að þetta hafi verið með stórbrotnari upplifunum þessarar fjölskyldu að fá að vera viðstödd fæðingu dóttursonar míns.  Það voru tvær myndbandstökuvélar í gangi til þess að tryggja að fæðingin yrði tekin upp.  Á báðum vélunum grét tökufólkið svo mikið af geðshræringu að myndirnar ganga upp og niður í takt við ekkann.  Mér finnst að þetta ætti að verða normið í hverri fjölskyldu að taka saman á móti nýjum fjölskyldumeðlimum.

Drengurinn hefur verið okkur öllum óendanlegur gleðigjafi.  Brosmildur og blíður, hugmyndaríkur, kraftmikill og skemmtilegur.  Hann ætlar að halda sjóræningjaveislu um helgina.  IMG_2384IMG_1580IMG_1582Bara yndislegur!IMG_1586


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr fimm ár ertu að grínast eru virkilega komin 5 ár ?- ég man fæðingu hans líka svo vel samt var ég nú ekki viðstödd (fékk reyndar góðar fregnir frá ömmunni).

Til hamingju Tommi og þið hin með Tommann ykkar

kv día og co

Díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Álfhóll

Takk fyrir það Díana mín.

kv. gj

Álfhóll, 20.6.2007 kl. 16:11

3 identicon

Ég segi það með þér, finnst eins og hann hafi fæðst í gær. Hann er frábær í alla staði og mér finnst leiðinlegt að missa af afmælismatnum hans í kvöld vegna vinnu!

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:27

4 identicon

Til hamingju með Tommsann!!

Kristín Björk (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:18

5 identicon

Kristín systir hitti naglann á höfuðið þegar Tommi lagðist til svefns á Austurvelli í fyrradag. Frumþarfirnar eru að fara með hann. Þegar hann er svangur þá borðar hann á við þrjá fullorðna, þegar hann er glaður brýst sólin fram, þegar hann er reiður öskrar hann eins og ljón, þegar hann er í stuði lifnar yfir öllu og þegar hann er þreyttur sofnar hann. Ekkert verið að velta fyrir sér ytri aðstæðum - innri þarfir eru fyrir öllu!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 10:21

6 identicon

O vá hvað tíminn líður hratt er Tommi litli orðin 5 ára til hamingju með það við sendum ykkur góðar kveðjur og knús í hús .Ps. Kikið endilega inn á síðuna mína á barna landi( elvukot  )kv. Elva Hrönn dagmamma

Elva Hrönn(dagmamma) (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband