Hátíð í nánd

IMG_2598


Stemmning á Hóli

IMG_2595IMG_2594IMG_2596

Unnið á Álfhóli!

 

IMG_2585IMG_2588IMG_2589_editedIMG_2590


Sumar á Álfhóli!

IMG_2583IMG_2580IMG_2579IMG_2584

Enn eitt heimilisstarfið og það skemmtilegasta!

1974 á Miðvangi Tommi og Guðrún (3) 1964 gamlárskvöld 9 Guðrún

Var að koma úr Hveragerði með Rósu mágkonu minni og við erum búnar að setja hér niður heilan bílfarm af sumarblómum.  Set hér inn nýjustu myndina af mér við hannyrðir - hlýt að vera að fitja upp. Og svo nýlega mynd af okkur hjónum við heimilisstörf.


Um heimilisstörf

Ég er ekki enn búin að jafna mig eftir að hafa séð sýninguna hennar Rögnu vinkonu minnar á Hvanneyri, (sjá fyrri færslur).  Hvílíkt lífsverk sem konan hefur unnið.  Það var alveg einstakt að það skyldi takast að safna saman svo miklu af mununum hennar sem hún hefur gefið  æði mörgum í gegnum tíðina. 

Fór að velta fyrir mér, þar sem ég er að sinna heimilisstörfum í dag, hversu marga glugga ég hafi þvegið um æfina - líklega ekki mjög marga. Eða hversu mikinn mat ég hafi eldað?  Sá einhvern tíma einhvers staðar að hver manneskja borðar að meðaltali um 150-200 tonn um ævina.  Ég hef eldað í 33 ár ofan í tvo - fimm, núna stundum ofan í miklu fleiri.  Væri gaman að sjá saman kominn allan þann mat sem ég hef eldað - áður en hann var meltur og honum skilað aftur.  Eða hversu marga diska ég hef þvegið?  Hef þvegið þá ansi marga, bæði í foreldrahúsum, á Húsafelli, í Kerlingarfjöllunum, á Halta hananum, heima hjá mér og víðar.   Hversu marga fermetra af gólfum skyldi ég hafa skúrað?  Vann við skúringar á námsárunum .....  Eða hversu mikið magn af þvotti skyldi ég hafa þvegið, aðeins yngsta dóttir mín fékk bréfbleiur? .........Heimilisstörf eiga það almennt sameiginlegt að þau eru ósýnileg nema þau séu ekki unnin.   Það er e.t.v. ein ástæða þess að þau hafa verið lítils metin í gegnum tíðina og ólaunuð.  Það er hollt að vinna þau sjaldan, þá sést svo vel hversu þörf þau eru.


Nú ætla ég að skrifa það sem ég hef ekki getað skrifað í u.þ.b. ár

Ég er búin að þvo hvern einasta glugga á heimilinu mínu sem ég næ til að utan og innan - og ég er búin að falda eldhúsgardínurnar mínar og er að þvo þær! ....................... og ég er búin að bera á garðhúsgögnin okkar!

Komin í sumarfrí !!!!!

1964 í Ljósheimum GuðrúnHjálpi mér þeir sem geti að standa við það að vera í fríi fram í miðjan ágúst.  Ætla mér virkilega að hvíla mig vel og vandlega og skilja á milli einkalífs og vinnu. Ekki mjög flink í því. 

 


Fleiri myndir frá Brynju systur minni

Ragna og sýningin 034Ragna og sýningin 007Ragna og sýningin 005Ragna og sýningin 073Ragna og sýningin 028Ragna og sýningin 020

Brot af ótrúlegu lífsverki verkakonu sem alltaf hefur unnið tvöfalda vinnu. 


Ótrúlegar konur

IMG_2577IMG_2574IMG_2575Hér kemur smáhugmynd um umfang handavinnunnar hennar Rögnu og mynd af Margréti systur minni og Rögnunni okkar.

Það má næstum ekki á milli sjá hvor þeirra er meiri kraftaverkakona.  Margrét sem keyrði sjálf dótið uppeftir í sendiferðabíl kl. 9 á föstudagskvöld, var að til 3 um nóttina og opnaði sýninguna kl. 13 daginn eftir eða Ragna sem hafði  framleitt þessi óskpöp! Það mættu rúmlega 700 manns á sýninguna sem stóð í 2x 4 klukkutíma.  Ótrúlegar  konur, sem ég er dálítið stolt af og þykir frekar vænt um.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband