Um heimilisstörf

Ég er ekki enn búin að jafna mig eftir að hafa séð sýninguna hennar Rögnu vinkonu minnar á Hvanneyri, (sjá fyrri færslur).  Hvílíkt lífsverk sem konan hefur unnið.  Það var alveg einstakt að það skyldi takast að safna saman svo miklu af mununum hennar sem hún hefur gefið  æði mörgum í gegnum tíðina. 

Fór að velta fyrir mér, þar sem ég er að sinna heimilisstörfum í dag, hversu marga glugga ég hafi þvegið um æfina - líklega ekki mjög marga. Eða hversu mikinn mat ég hafi eldað?  Sá einhvern tíma einhvers staðar að hver manneskja borðar að meðaltali um 150-200 tonn um ævina.  Ég hef eldað í 33 ár ofan í tvo - fimm, núna stundum ofan í miklu fleiri.  Væri gaman að sjá saman kominn allan þann mat sem ég hef eldað - áður en hann var meltur og honum skilað aftur.  Eða hversu marga diska ég hef þvegið?  Hef þvegið þá ansi marga, bæði í foreldrahúsum, á Húsafelli, í Kerlingarfjöllunum, á Halta hananum, heima hjá mér og víðar.   Hversu marga fermetra af gólfum skyldi ég hafa skúrað?  Vann við skúringar á námsárunum .....  Eða hversu mikið magn af þvotti skyldi ég hafa þvegið, aðeins yngsta dóttir mín fékk bréfbleiur? .........Heimilisstörf eiga það almennt sameiginlegt að þau eru ósýnileg nema þau séu ekki unnin.   Það er e.t.v. ein ástæða þess að þau hafa verið lítils metin í gegnum tíðina og ólaunuð.  Það er hollt að vinna þau sjaldan, þá sést svo vel hversu þörf þau eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... 

Siggi hann situr í djobbisem á við hans geð.En hvað hún Gunna gerðiþað getur enginn séð.Hún fær enga umbunfyrir uppþvott og stritGæti hún byrjað frá grunnigengið lífs á vit?

...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 23:42

2 identicon

Textinn var voða fínt upp settur - en brenglaðist við vistun. Innihaldið samt fínt!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband