Barnið mitt hljóp tíu kílómetra......

IMG_0077IMG_0082IMG_0078Kristín mín er lífskúnstner.  Hún kann að gleðjast og njóta og er í ágætu sambandi við tilfinningar sínar.  Í gær tók hún þátt í Þoninu og hljóp tíu kílómetra.   Hún kom svo banhungruð heim á Hól og lýsti stemmningunni svo skemmtilega að hún fékk mig til þess að láta mér detta í hug að langhlaup geti verið ánægjuleg.

Ljúfustu vinirnir mínir

IMG_0063IMG_0072Tjara er heimilishundurinn okkar á Stígamótum.  Held ég hafi aldri hitt jafn ljúfan og veluppalinn hund.  Ótrúlegt hvað hún hefur alltaf góð og mýkjandi áhrif á stemmninguna í húsinu.  Verð líklega að viðurkenna að Þórunn samstarfskona mín á heiðurinn af uppeldinu, en við hinar eigum hana dálítið með henni. 

Hinn ljúfasti vinurinn minn heitir Katla og er akkúrat núna að borða pasta með afa sínum.  Á engan vin sem kúrir jafnoft í hálsakotinu mínu og jafnlengi.  Hvað er betri mælikvarði á ljúfkvensku?


Búin að fá nýja myndavél!

IMG_0045IMG_0046IMG_0047Er þetta ekki ótrúlegt? Myndirnar eru allar teknar úr sólbaðsstellingu með mismunandi mikilli stækkun.  Á eftir að læra á fleiri takka, held ég eigi eftir að taka frábærar myndir á þessa vél.  Gamla vélin er til láns ef einhver vill?


Getraun!

IMG_0056IMG_0058Hvar haldiði að þessar myndir séu teknar?

 


Stelpan mín á afmæli í dag!

 Þóra1983 í Lundarbrekku Þóra (7)IMG_0743Þóra og KatlaIMG_27812003 í Köben Þóra

Úr hversdagslífinu.........

IMG_3056IMG_3057Á morgun fer ég í vinnuna.  Búin að vera í löngu fríi og finnst óraunverulegt að kasta mér út í verkefnasúpu aftur. 

Ætla að skella mér í  leikfimi fimmta daginn í röð til þess að vinna gegn sumarleyfissukkinu..........

Sendi hér út í buskann hádegisblómin mín sem Rósa mágkona mín gróðursetti fyrir mig. Héðan í frá ætla ég alltaf að eiga hádegisblóm, þau fara að njóta  sín þegar önnur blóm fara að dala......Eru þau ekki ótrúlega falleg?

 


Misheppnað uppeldi

Fannst ég endurupplifa 20 til 30 ára gömul augnablik hér í stofunni minni í vikunni.  Það er búið að skrá Hjartagullið mitt á fótboltaæfingar hjá KR!   Þegar ég kom að utan var hún búin að fara á eina æfingu og dætur mínar þrjár virðast búnar að gleyma eigin æsku eða hafa um hana afskræmt minni. 

Það var mígandi rigning, mamman að vinna og Kristín sem gefur henni ekkert eftir í skoðunum hafði fengið það hlutverk að skutla Önnsunni á fótboltaæfingu. Barnið stundi því upp að hana  langaði ekki.  Ég leit út og fannst málið þar með útrætt, barnið færi á ekki á skemmtiæfingu sem hana langaði ekki á!  Þá upphóf Kristín dóttir föður síns raust sína og hvatti hana óskaplega.  Leit á mig þýðingamiklu augnaráði sem ég vissi að þýddi að ég ætti að styðja hana, en ég  steinþagði og starði bara á móti, sem hún veit að þýðir  að mér detti í hug að styðja þessa vitleysu.  Þetta endaði með að Annsan fór að gráta og Kristín lofaði að kaupa handa henni verðlaun að lokinni æfingu.  Annsan harkaði af sér í von um eitthvað  sem myndi gleðja hana og fór.

Á leiðinni út með snökktandi barnið tókst Kristínu að hvæsa að mér með samanbitnum tönnum að alveg væri þetta týpískt fyrir mig! Ég hefði aldrei pínt þær almennilega til þess að halda út að æfa nokkrar íþróttir og bæri því ábyrgð á ásigkomulagi þeirra!  Ég held að hún hafi meint þetta.

Tveimur tímum síðar fór fólk að tínast heim á Hólinn. Afinn hringdi, sagðist verða seinn því hann væri að kaupa verðlaun handa Önnsunni.   Svo kom Þóra mjög áhugasöm og spurði hvernig hefði gengið á fótboltaæfingunni.  Ég sagði frá hjartanu "Örugglega verið ömurleg, enda barnið að uppfylla ykkar þarfir fyrir að  komast út úr staðlmyndamunstrinu, en ekki að  ástunda eitthvert áhugamál sem hún gæti haft ánægju af. Hafðiði spurt hana hvað hana langar til???" Fékk álíka svör og frá Kristínu.

Stuttu síðar komu Annsan og Kristín heim og önnur þeirra ljómaði - Kristín náttlega.  Hún horfði á okkur hin og hvíslaði svo Anna heyrði ekki að barnið hefði bara verið í ömurlegum æfingafötum  svo hún keypti á hana KR sokka! Svarta sportsokka upp að hnjám!  Þetta voru verðlaunin fyrir að halda út æfinguna og svo tróðu þær Sóley barninu í sokkana.  Í því kom afinn með forljótan fótbolta alsæll á  svipinn og færði barninu.  Það hellirigndi ennþá, en afinn var svo áhugasamur að hann skeytti ekkert um vinnufötin sín.   Hann reif í annan handlegginn á  barninu og fór með hana út í garð að æfa hana í "innanfótarsparki" hver fjandinn sem það er nú.  

Sömu umræður og sömu aðstæður fór hann í gegnum með allar stelpurnar okkar.  Keypti á þær fótboltagalla og fótbolta sjálfum sér til mikillar gleði og reyndi að fá þær til að æfa án árangurs.  Þær sýndu engan áhuga og enga hæfileika og þar með var málið dautt.  IMG_3054Þau ykkar sem sjá ósvikna hamingju á þessu barnsandliti sem mér  er  svo kært, látið vita!

Sjálf sagði Hjartagullið mitt mér frá því sem henni fannst vera ævintýri sumarsins.  Það var reiðnámskeið sem Margrét systir bauð henni á. Þetta var annað árið sem barnið fór á slíkt námskeið og fékk sama hest í bæði skipti sem heitir Dúra.  Nema hvað að í lok frásagnarinnar brast barnið í  grát og sagði að hún hefði þurft að kveðja Dúru fyrir fullt og allt, þar sem merin væri á leið í Sláturhús! Takk fyrir. Í fyrsta lagi hver sagði barninu þetta? Það var alveg óþarfi. Í öðru lagi komu athugasemdir frá bæði Kristínu og Sóleyju þegar Anna fór að  gráta.  "Anna mín ekki fara að gráta einu sinni enn yfir þessu".  "Þetta er í tíunda skiptið sem hún viknar yfiressu"  sögðu þær við mig, þreytulega.

Hvað  mistókst í uppeldi dætra minna?   Þær gráta enn yfir hamstri sem dó úr  sýkingu í endaþarmi og yfir ketti sem var fárveikur og svæfður fyrir tuttugu árum og yfir hundi sem fótbrotnaði.  Þær hafa engan skilning eða þolinmæði gagnvart sorg yfir hesti sem Anna hefur þekkt í tvö ár!  Mér datt helst í hug að fara og bjarga hrossinu.  Fá það gefins og fóðra  það í vetur og gefa Önnsunni tækifæri til þess að ástunda áhugamál sem hún hefur áhuga á.  Við nefndum þennan möguleika við aðra fjölskyldumeðlimi, en fengum sem svar að Anna ætti að  skilja að auðvitað væri best að drepa hrossið sem væri orðið 19 ára.

IMG_3052Þegar Annsan var að skæla yfir fáknum kom hún í fangið á ömmu sinni sem knúsaði hana að sjálfsögðu.  Þá kom skyndilega annað barn hlaupandi og kastaði sér líka í fang ömmu sinnar til þess að árétta að hún ætti sama aðgang að því. Þetta barn verður vonandi aldrei þvingað á fótboltaæfingar  sem það langar ekki á og gefið að launum búningur til þess að halda áfram að ástunda eitthvað sem hún vill ekki.


Upplifunarferð um Evrópu

IMG_2935IMG_3003_editedIMG_3004_editedIMG_2988IMG_3025IMG_3030IMG_2952Tvenn miðaldra hjón ákváðu að skella sér í upplifunarferð um Evrópu. Dagskráin hefði e.t.v. passað betur fyrir unglinga, en við erum svosem ekki þekkt fyrir neitt gauf.  Aldrei bar skugga á samkomulagið og ferðin var farin fyrir sameiginlegan fjölskyldusjóð.  Við keyrðum 3.200 kílómetra og sáum og upplifðum margt undurfallegt og merkilegt.  Frá því verður ekki sagt hér.

Einn af hápunktunum var heimsókn til gamals vinar okkar Tomma Gilbert Reinish og fjölskyldu hans. Við höfum aldrei heimsótt hann áður, en hann hefur búið á Íslandi nokkrum sinnum og koma hans árlega er næstum eins örugg og koma farfuglanna á vorin.  Það var sterk upplifun að hitta hann loksins á sínum heimavelli, þennan blóðheita og róttæka frakka sem talar hárrétta íslensku með fallegum frönskum hreim.  Gilbert rekur tvö heimili, annað í Nice í hjarta gamla bæjarins og hitt í fjallaþorpi sem heitir Tende og er í 50 km. fjarlægt frá borginni.  Þorpið er einhvern veginn hengt í fjallshlíðina, tiltölulega ósnortið af ferðamennsku og þar þekkjast flestir.  Gilbert býr í 300 ára gömlu húsi og til þess að komast til hans, þarf að ganga langa og hlykkjótta leið upp þröngu handlögðu göturnar, þar sem engir bílar komast að. 

Komin heim endurnærð og inni í rúminu mínu sefur nú lítil snuddustelpa.  Farin að stilla mig inn á að þessu langa og góða fríi fer senn að ljúka. 


Svona er stemman á Hóli akkúrat núna

IMG_2896Þessi mikilvægi fjölmiðill mun segja litlar fréttir á næstunni þar sem heimilislífið verður í rólegri kanntinum næsta hálfa mánuðinn.  Minni fólk á að sumarið er stutt og það ber að nota eins og hægt er. Lifið heil...................


Hágæðasumarfrí!

IMG_2891IMG_2884IMG_2894Þessa vikuna ætlaði ég að njóta þess að vera heima og gera ekkert.  Ekkertið varð að tveimur boðum út að borða, sumarbústaðaveislum hjá Kristínu systur í Hákoti og hjá Lilju mágkonu í Tungunum ásamt þeim afkomendum mínum sem eru á landinu.  Þórsmerkurferð með foreldrum mínum og Sóleyju systur og kærustuparakvöldi með manni sem ég hafði þá verið með í akkúrat 36 ár. Lesendur mega geta hvernig honum gekk á Íslandsmeistaramóti öldunga. Hann er á meðfylgjandi mynd að segja Rósu mágkonu frá úrslitunum.  Hún er næstum sú eina sem skilur þessa hlið lífs hans.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband