Upplifunarferð um Evrópu

IMG_2935IMG_3003_editedIMG_3004_editedIMG_2988IMG_3025IMG_3030IMG_2952Tvenn miðaldra hjón ákváðu að skella sér í upplifunarferð um Evrópu. Dagskráin hefði e.t.v. passað betur fyrir unglinga, en við erum svosem ekki þekkt fyrir neitt gauf.  Aldrei bar skugga á samkomulagið og ferðin var farin fyrir sameiginlegan fjölskyldusjóð.  Við keyrðum 3.200 kílómetra og sáum og upplifðum margt undurfallegt og merkilegt.  Frá því verður ekki sagt hér.

Einn af hápunktunum var heimsókn til gamals vinar okkar Tomma Gilbert Reinish og fjölskyldu hans. Við höfum aldrei heimsótt hann áður, en hann hefur búið á Íslandi nokkrum sinnum og koma hans árlega er næstum eins örugg og koma farfuglanna á vorin.  Það var sterk upplifun að hitta hann loksins á sínum heimavelli, þennan blóðheita og róttæka frakka sem talar hárrétta íslensku með fallegum frönskum hreim.  Gilbert rekur tvö heimili, annað í Nice í hjarta gamla bæjarins og hitt í fjallaþorpi sem heitir Tende og er í 50 km. fjarlægt frá borginni.  Þorpið er einhvern veginn hengt í fjallshlíðina, tiltölulega ósnortið af ferðamennsku og þar þekkjast flestir.  Gilbert býr í 300 ára gömlu húsi og til þess að komast til hans, þarf að ganga langa og hlykkjótta leið upp þröngu handlögðu göturnar, þar sem engir bílar komast að. 

Komin heim endurnærð og inni í rúminu mínu sefur nú lítil snuddustelpa.  Farin að stilla mig inn á að þessu langa og góða fríi fer senn að ljúka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Það var mikið að maður heyrir í þér! En segðu mér, hvað gerðist merkilegt sem ekki má skrifa hér. Á ég að kíkja í kaffi niðrí vinnu?

Garún, 9.8.2007 kl. 16:39

2 identicon

Gott að vita af þér á vísum stað. Hlakka til að heyra meira. Sjáumst. Sigrún H

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Álfhóll

Garún mín farðu að láta sjá þig, mæti galvösk á þriðjudag.  Gæti verið skynsamlegt að boða komu þína fyrirfram, því samstarfskonur mínar kvarta stundum undan hlátursharðsperrum eftir heimsóknir þínar ágæta vinkona. 

Blogg er einhvers konar "ekki dagbók". Kona bloggar um það sem hún skrifar ekki í daqgbókina sína og öfugt.  Vildi að ég lúrði á einhverjum djúsí leyndarmálum úr ferðinni........... fantaserið bara um það.

Og elsku Sigrún  mín.  Mætt á Hólinn og það fer að styttast í endurfundi........

Álfhóll, 9.8.2007 kl. 18:30

4 identicon

Náðuð þið til Garmis ? Annars verð ég kannski að koma upp um mig til að ná í heimilisfangið hjá þessum vini ykkar í Frakklandi, verst að vita ekki af því í sumar þegar við vorum þar á ferð.

Ókunnug kona (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 19:59

5 identicon

var þetta planað með gulu bolina?

þóra (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 22:56

6 Smámynd: Árni Birgisson

Myndin af bræðrunum í lestinni er náttúrulega alger snillllld.

Hún gæti alt eins hafa verið tekin fyrir 50 árum.  Amma Pála búin að dubba dregina sína upp og koma þeim um borð í langferðabíl á leið til Reykjavíkur.

Árni Birgisson, 9.8.2007 kl. 23:17

7 Smámynd: Álfhóll

Fórum í gegnum Garmis.  Gistum við Svanavatnið og fórum  á Tegelberget og skoðuðum Newswanstein kastalann og héldum svo yfir til  Brechtesgaden og skoðuðum Saltnámur og Arnarhreiður með meiru.  Þaðan þvert yfir Austurríki á tveimur tímum gegnum Brenner og yfir til Norður Ítalíu.

kv. gj

Álfhóll, 12.8.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband