Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Upprifjun..........Bloggfærsla 4.júlí í sumar

Verkefni dagsins!
IMG_2769
Minni sjálfa mig á það í vetur, einhvern daginn þegar ég verð búin að hlaða á mig allt of mörgum verkefnum að stundum getur lífið verið einfalt!


Góða veislu gjöra skal

IMG_0906IMG_0897IMG_0899IMG_0910IMG_0905IMG_0904Matseðill sem mæla má með:  Nauta carpaccio  með ferskum kryddjurtum, paramesan og dassi af úrvals ólívuolíu, þá kemur smokkfiskur með svörtu blekpasta og tómatmauki, brakandi ferskt salat með sultuðum lauk og góðri dressingu, heimagert humarravioli með salvíusmjöri ummmmmmmmmm, fryst sítrónuvín til þess að hreinsa bragðlaukana á undan aðalréttinum, lambakótilettur með hvítlauksrós, aspas og linsum og að lokum kaffi og súkkulaðikaka úr öðrum heimi.   Þetta er best að borða með vinunum sínum bestu, taka í það góðan tíma, þannig að síðasti rétturinn fari á borðið undir miðnætti.  

Að safna kröftum

IMG_0891IMG_0890Hvað er yndislegra en að vita af litlu sofandi barni í rúminu sínu? 

Ég er einmitt með þessa stúlku í mínu rúmi núna. Hún er að hvíla sig eftir vikuna.....


Augnakonfektið mitt!

IMG_0874Þessi unga kona hefur verið að aðstoða mig í vinnunni í dag.  Hún hefur  aðallega verið að lesa, passa dúkkuna sína, kubba, syngja og leika við Hlunk og Birtu.  Svo ákvað hún að leggja sig og ná almennilega úr sér skarlatsóttinni.  Amman hefur  verið að skrifa.

Notalegt í snjóbylnum hjá okkur. Líklega  hitum við okkur  kakó þegar hún vaknar og hver veit nema að við sláum í pönnukökur?

 

 


Gamall heimalningur rataði heim á Hól

IMG_0845IMG_0835IMG_0832Siljan okkar Birgisdóttir og Steinunnar er þremur dögum eldri en Krissan mín.  Hún hefur verið nokkuð samferða dætrum mínum í gegnum  lífið og búið með Kristínu og Þóru bæði hér og á ýmsum öðrum stöðum.  Oft deildu þær allar einu rúmi.  Eftir að stelpurnar fluttu að heiman höfum við séð minna af henni.  Í gær kíkti hún við í kaffi og rjómabollur með stelpurnar sínar þær Maríu Mist og Emmu.  Stolt af henni að vera búin að eignast svona fínar stelpur og klára sig vel í lífinu.  Samt ekki búin að týna  sjálfri sér.  Sagt er  að  hún  sé heldur verr upp alin  en systkini hennar og ég eigna mér  heiðurinn af  því. Silja er bráðfyndin og skemmtileg, ljúf og yndisleg.


Örferð til Jórdaníu

IMG_0825IMG_0829IMG_0805 Skrapp til Jórdaníu um síðustu helgi.  Ætlaði að eyða í það syndsamlega litlum tíma; einum degi í að skoða borgina og heimsækja vinkonu mína og svo ætluðum við að vinna í einn dag.  Það fór hins vegar  þannig að ég lenti í snjóstormi á Íslandinu góða, missti af flugvél í London og eyddi þremur lööööööööööngum dögum á flugvöllum og einum vinnudegi í Amman í þoku og rigningu.  Ég hefði alveg eins getað verið í fundarsal á Íslandi.  Skrifaði um ferðina á www.stigamot.is  þar sem hún var  vinnutengd.  Mér fannst alveg svakalega með tímann farið á flugvöllunum og í flugvélunum.  Ég sá ekkert annað en leiðina frá flugvellinum og á hótelið, á veitingastað og heim  til Rachelar í rigningu og þoku og hef ekki hugmynd um hvernig miðbærinn lítur út.  Ég ætla hins vegar  aftur og ætla að taka  tíma í að njóta.  Hér koma myndirnar úr ferðinni, sú fyrsta  úr eldhúsinu hennar  Rachelar og hinar gætu verið teknar hvar sem er.                                      


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband