Gamall heimalningur rataði heim á Hól

IMG_0845IMG_0835IMG_0832Siljan okkar Birgisdóttir og Steinunnar er þremur dögum eldri en Krissan mín.  Hún hefur verið nokkuð samferða dætrum mínum í gegnum  lífið og búið með Kristínu og Þóru bæði hér og á ýmsum öðrum stöðum.  Oft deildu þær allar einu rúmi.  Eftir að stelpurnar fluttu að heiman höfum við séð minna af henni.  Í gær kíkti hún við í kaffi og rjómabollur með stelpurnar sínar þær Maríu Mist og Emmu.  Stolt af henni að vera búin að eignast svona fínar stelpur og klára sig vel í lífinu.  Samt ekki búin að týna  sjálfri sér.  Sagt er  að  hún  sé heldur verr upp alin  en systkini hennar og ég eigna mér  heiðurinn af  því. Silja er bráðfyndin og skemmtileg, ljúf og yndisleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem stolltur bróðir tek ég undir orð þín um hana Silju systur mína.

bestu kv. Árni frændi

Árni frænid (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 15:51

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. 

Snjólaug systir frænka etc (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:21

3 identicon

Ég er  mjög ánægð með  Silju sem tengdadóttir  og móðir þessara yndislegu telpna- svo ég er ekki hissa þó þú sért ánægð hana !

kv Þorbjörg

Þorbjörg (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband