Örferð til Jórdaníu

IMG_0825IMG_0829IMG_0805 Skrapp til Jórdaníu um síðustu helgi.  Ætlaði að eyða í það syndsamlega litlum tíma; einum degi í að skoða borgina og heimsækja vinkonu mína og svo ætluðum við að vinna í einn dag.  Það fór hins vegar  þannig að ég lenti í snjóstormi á Íslandinu góða, missti af flugvél í London og eyddi þremur lööööööööööngum dögum á flugvöllum og einum vinnudegi í Amman í þoku og rigningu.  Ég hefði alveg eins getað verið í fundarsal á Íslandi.  Skrifaði um ferðina á www.stigamot.is  þar sem hún var  vinnutengd.  Mér fannst alveg svakalega með tímann farið á flugvöllunum og í flugvélunum.  Ég sá ekkert annað en leiðina frá flugvellinum og á hótelið, á veitingastað og heim  til Rachelar í rigningu og þoku og hef ekki hugmynd um hvernig miðbærinn lítur út.  Ég ætla hins vegar  aftur og ætla að taka  tíma í að njóta.  Hér koma myndirnar úr ferðinni, sú fyrsta  úr eldhúsinu hennar  Rachelar og hinar gætu verið teknar hvar sem er.                                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Guðrún mín, nú er sko komin tími á einkaþotuna!

En án gríns, hver ætti ekki að nota einkaþotur ef ekki konur mannkyns á miðjum aldri og eldri? (þá yrðu þær líka rafstýrðar eða sólstýrðar)

Edda Agnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband