Góða veislu gjöra skal

IMG_0906IMG_0897IMG_0899IMG_0910IMG_0905IMG_0904Matseðill sem mæla má með:  Nauta carpaccio  með ferskum kryddjurtum, paramesan og dassi af úrvals ólívuolíu, þá kemur smokkfiskur með svörtu blekpasta og tómatmauki, brakandi ferskt salat með sultuðum lauk og góðri dressingu, heimagert humarravioli með salvíusmjöri ummmmmmmmmm, fryst sítrónuvín til þess að hreinsa bragðlaukana á undan aðalréttinum, lambakótilettur með hvítlauksrós, aspas og linsum og að lokum kaffi og súkkulaðikaka úr öðrum heimi.   Þetta er best að borða með vinunum sínum bestu, taka í það góðan tíma, þannig að síðasti rétturinn fari á borðið undir miðnætti.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvílík nautn, ég man bara ekki eftir öðrum eins mat. Bestu þakkir. Strax farin að hlakka til næsta málsverðar sem væntanlega verður snæddur undir Eyjafjöllunum. Við gleymdum að ákveða hvenær. Við þurfum kannski að funda til að ákveða það.

Sigrún (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:41

2 identicon

Vá.  Kona fyllist lotningu.  Ekkert smá duglegur vinahópur.  Prima.

Elisabet R (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 03:10

3 Smámynd: Garún

Voru þið bara ekki aftur orðnar svangar?

Garún, 11.2.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ekkert smá flottur matseðill!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband