Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Laugardagur á Álfhóli

IMG_2140IMG_2150IMG_2149 IMG_2162IMG_2170IMG_2172IMG_2184IMG_2181

Þegar helstu ágreiningsefni í fjölskyldunni snúast um nýja leddarann hennar Sóleyjar er lífið fullkomið.  Afinn var að koma frá London og valdi sjálfur pakka handa barnabörnunum sínum. Sá lukkaðiasti var spidermannbúningur. Spidermann æfði sig í að bjarga og Hlunkur hlýtur að vera eins öruggur og hugsast getur, það er búið að bjarga honum svo oft.


Orðin venjuleg fjölskylda........

Tommi litli hlær tomoli

Til skamms tíma  vorum við svo sögulaus og hefðbundin fjölskylda að ég veigraði mér við að segja frá því.  Búin að búa með sama manninum síðan ég var sautján, Sóley dóttir mín búin að búa með sama manni í tíu ár og allt eitthvað svo tilþrifalaust.  Þóra skellti okkur inn í nútímann með Kötlunni sinni sem á alls kyns skásystkini og feður og svo hefur Tommsinn minn núna tilkynnt að hann ætli að giftast Tuma vini sínum.  Loksins einhver sem rífur sig út úr meðalmennskunni!

Þegar Tommsi fer í lögguna ætlar hann ekki að ganga með byssu eins og Simmi gerði í Kastljósþætti um daginn.  Hann ætlar bara að vera með kylfu. Til hvers spurði amma hans. Til þess að lemja bófa "bara laust - eða sko soldið fast"


Búin að taka yfir ritstjórnina aftur

Á annars ágætri blogsíðu úti í bæ hefur verið skrifaður óhróður um ritstýru þessarar síðu:

Stígamótarúna mokar inn reitings og birtir allskonar hræðilegar myndir af stórfjölskyldunni. Hennar helstu viðfangsefni þegar kemur að ljósmyndun eru að sjálfsögðu börnin og barnabörnin. Óskrifuð vinnuregla hjá henni er að mynda fólk þegar það síst vill vera myndað, og ekki sér hún ástæðu til að munda vélina nema allir séu amk ómálaðir og helst þunnir. Lágmark er að viðfangsefnin liggi uppi í rúmi og séu þreytt. 

Þetta  er ómaklegt og erfitt að skilja við hvað er átt.  Líklegast má telja að hvatirnar sem liggi að baki slíkum skrifum séu hrein afbrýðisemi vegna skreytinganna.  Held því bara mínu striki og punta síðuna mína að þessu sinni með fallegum myndum úr fjölskyldualbúminu.

1981 á Kóngs Þóra og Guðrún (8) 1979 ferming Margrétar Guðrún og SóleyIMG_0090


Boðberar válegra tíðinda........

Ég er farin að halda að átt hafi verið við stjórnstöð þessa  fjölmiðils.  Veit ekki hver eða hvers vegna, en alla vega get ég ekki sett inn myndefni lengur!   Mér dettur ýmislegt í hug.  Ég hef í vinnusamhengi lent í bíræfnum glæponum sem hafa óbeint hótað að vinna gegn mér.  Svo er annað fólk og mér nákomnara sem er því miður til alls víst.

Þannig hefur ein dætra minna sett spurningamerki við ljósmyndunarhæfni mína og það myndefni sem notað hefur verið til þess að skreyta Álfhólssíðuna.  Er þetta ekki dæmigert fyrir fólk sem ekki vill horfast í augu við eigið útlit og kvartar yfir myndasmiðnum?  Það vill til að ég þekki það vel í öðru samhengi að boðberar válegra tíðinda eru ekki vinsælir.  Ég harka því af mér.

Mér finnst synd að geta ekki sett inn myndir  lengur, er með safn mynda af fjölskyldunni sem ég hefði gjarnan viljað koma á framfæri.................


Páskaborðskreytingin verður ekki fallegri!

IMG_2138IMG_2137IMG_2139


Mér finnst "Gettu betur" æði

IMG_2126IMG_2130IMG_2119IMG_2121IMG_2117

Vinnufriður á föstudegi

IMG_2105IMG_2108

Svo ágætar sem bæði fjölskylda mín og samstarfskonur eru, finnast mér dýrmætar þessar stundir þar sem ég fæ - eða tek mér - aljört næði til þess að vinna.  Nú erum við Birta mín að skrifa ársskýrsluna sem aldrei þessu vant var seinkað í ár vegna anna.  Dásamlegur og rólegur morgun hjá okkur Birtu minni.  Hlunkur bróðir hennar er frammi að fá sér smásnarl.


Hjartagull sver sig í ættina!

IMG_2103

Þessi fallega stúlka var lasin í morgun og fór á  læknavaktina.  Þar var hún greind með urtekaria ofnæmi.  Ekki alveg óþekkt í fjölskyldunni. Þetta sama ofnæmi eru Kristín og Margrét systur mínar með, líklega líka pabbi og Þóra.  Dálítið flott að hún skuli vera svona greinilega frá Kóngsbakka, en verra ef hún pikkar upp rusllitninga - sem eru auðvitað fáir í mínu fólki!

Amman ætlar að vera heima með henni í dag, Annsan að horfa á video og amman að skrifa ársskýrslu. 


Lítil stúlka í sjúkrabíl

Katlan okkar er svoddan grjón  að hún smýgur alls staðar.  Hún var í pössun hjá Kristínu móðursystur sinni í dag og tókst að detta úr  stólnum sínum þó hún væri bundin.  Hún missti meðvitund og frænkan hennar þurfti að skvetta á hana vatni til þess að hún rankaði við sér. Svo var hún að  detta inn og út um stund.  Hún fór í sjúkrabíl upp á spítala í skoðun og þar var  sagt að allt væri í  lagi með hana.  Hún sofnaði strax, en ef hún fer að kasta upp á að fara með hana uppeftir.  Hræðilegt alveg, en fór betur en það hefði getað  gert.  Vorkenni Krissunni minni eiginlega enn meira.

IMG_1884

Hún á afmæli hún Katla!

IMG_2091IMG_2084IMG_2081IMG_2094IMG_2098IMG_2100´

Úrvalssenur af barnabörnum frá því um helgina.  Hjartagull sá um eftirrétt í gærkvöldi þegar Kristín systir og Kristján voru í mat. Það voru gult, rautt og appelsínugult hlaup sem hún bar fram af mikilli ánægju, skildi smá eftir handa mömmu sinni sem hún hlakkaði mjög mikið til þess að sjá, eftir 8 daga  aðskilnað.  Tommi sem segist aðallega hlusta á hræðilegar sögur og horfa á voðalegar myndir, velti fyrir sér hvað hefði orðið um þau systkinin ef við hefðum líka farið til útlanda og líka Þóra og Kristín og langamma og langafi? Og líka Margrét og allir aðrir sem hefðu getað passað þau.  Hvað þá?  Þau systkinin fóru í morgun  kl. 9 og svo kom afmælisstúlkan með tíkó og sofnaði i hálsakotinu á ömmu sinni.  Hér er flaggað í dag!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband