31.3.2007 | 21:01
Laugardagur á Álfhóli
Þegar helstu ágreiningsefni í fjölskyldunni snúast um nýja leddarann hennar Sóleyjar er lífið fullkomið. Afinn var að koma frá London og valdi sjálfur pakka handa barnabörnunum sínum. Sá lukkaðiasti var spidermannbúningur. Spidermann æfði sig í að bjarga og Hlunkur hlýtur að vera eins öruggur og hugsast getur, það er búið að bjarga honum svo oft.
Athugasemdir
Hugsaðu þig um Beta. Myndirðu t.d. vilja mynd af þér inni í Internetinu eins og þessa af Þóru uppi í rúmi? -Ég er hætt að þora á Álfhól nema ég sé sérstaklega tilhöfð...
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 21:36
Elsku Betan mín ég á þig, bara að pakka saman og flytja.
Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 22:05
Mikið er ég þakklát pabbi fyrir Spædermannbúninginn. Nú er svo komið að ég á engan strák lengur, enda hræðileg móðir að ætlast til þess að Tómas taki af sér grímuna á meðan hann borðar, og fari úr gallanum fyrir svefninn... Spurning hvort þið ættleiðið hann líka, Beta hvernig líst þér á að sonur minn verði bróðir þinn?
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.