Evrópuráðsfundur um ofbeldismál

IMG_1312IMG_1336IMG_1340Ég er búin að sitja í tvo daga með fólki, aðallega konum frá 37 Evrópulöndum til þess að ræða um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.  Ætlaði að mæta  á fundinn til þess að  geta  í leiðinni hitt vinkonur mínar í  WAVE og plana með þeim framtíðina.  En það kom mér skemmtilega á  óvart hvað  fundurinn var nýtilegur.  Mikið af upplýsingum og yfirsýn yfir  hvað er að gerast í Evrópu og heilmikið af áhugaverðu lesefni.  Má nefna merkilegt samstarf við fjölmiðla á Spáni, mælingar á  ofbeldi í Danmörku, tæknileg áhöld í Noregi, lagasetningar, Evrópusáttmála um kynbundið ofbeldi sbr. sáttmálann um mansal og ýmislegt fleira.  Sumt storkaði heimsmynd minni, elska það þegar ég upplifi slíkt, þarf að hugsa meira um það.  Í morgun var ég svo inspireruð að mér datt í hug sú villta  hugmynd að taka mér frí frá hefðbundum störfum í vikur , jafnvel mánuð og leggjast í lestur og oppdateringu.  Endurnýja fræðsluefni og buna úr mér nýjum fróðleik og hugsunum. 

Eftir fundinn fóru allar  heim nema ég sem á svo langt  að  fara.  Gekk um garða hér í Strassborg og dáðist að storkunum sem hér  hefur  verið gert kleift að  fjölga sér svo þeir  hafa einmitt núna hreiður  um allt.  Hér  eru trén laufguð,  ávaxtatrén í blóma, grasið orðið grænt, blómakerin skreytt og sumarlykt í loftinu. Ekki slæmur dagur.   Á langan  ferðadag fyrir höndum, er búin að velja  út þær  skýrslur  sem mér  líst best á til þess að  lesa á leiðinni heim á morgun. 


Snudda og putti..........

IMG_1294IMG_1295

Þau eru bara að hafa það gott


Lína langsokkur og fleiri góðar konur

IMG_2503IMG_2621Lengi vel hélt ég að Lína langsokkur væri sterkasta kona í heimi.  Svei mér þá ef dætur mínar eru ekki sterkustu og heilbrigðustu konur sem ég hef komist í tæri við.   Belgi brjóstið þegar mér detta þær í  hug.  Say no more!

Það er þetta með dótamenninguna í fjölskyldunni

Flottasta gjöf sem ég hef á æfinni fengið og verið glöðust með var  reiðhjólið sem foreldrar mínir keyptu handa mér á brunaútsölu og gáfu mér  í jólagjöf þegar  ég var tíu eða ellefu ára.  Aldrei hef ég orðið jafn yfir mig hissa og glöð.  Slíkar gjafir voru almennt ekki keyptar af mínu fólki.  Ég fór út að hjóla á jóladag í glerahálku og var að rifna úr ánægju.  Það var bara einn galli á þessu hjóli og hann var sá að það var svo stíft að það var eiginlega ekki hægt að hjóla á því. En það var reiðhjól, fallega grænblátt og ég átti það.

Í dag fórum við fjölskyldan á Ljósvelli að horfa á Tommsann minn sem er  búinn að læra að hjóla sjálfur. Hann kann að hjóla, en ekki bremsa eða stoppa svo hann skutlar  sér í götuna af hjólinu.  Fallegri eða ánægðari hjóladreng hef ég aldrei séð. 

Ánægja barnsins var slík að við hin smituðumst og við Tommi og Sóley brugðum okkur í búð og keyptum okkur reiðhjól.  Þetta er annað hjólið sem ég eignast á æfinni - valdi það sjálf án þess að kíkja  á verðmiða  og það er eins og sérhannað fyrir  mig.  Nú á eftir  að setja  á það græjur svo ég fæ það ekki fyrr en á  þriðjudag.  Rosalega hlakka ég til og rosalega er ég ánægð með mig að brjóta dótleysishefðina  og kaupa mér  dót!


Afríkublómið mitt

IMG_2530IMG_1287Þetta er einmitt dagurinn til þess að skrifa um afríkublómið mitt sem er á  leið upp úr þakinu.  Við hliðina er mynd af því frá því í maí í fyrra.  Spurning hvort það muni blómstra?  Rósa mágkona mín keypti fræ í S-Afríku og segir að þetta sé fallegasta blóm í heimi.  Í dag skipti ég á blómunum mínum.  Það er komið vor og mér líður  alltaf jafn vel þegar ég er búin með þetta uppáhalds vorverk.

Barnið mitt í stuði

 Stundum velti ég fyrir mér uppeldi dætra minna. Held, þó ég segi það ekki oft við þær,1974 Sóley á Þingvöllum að þær séu mitt IMG_0162lukkaðasta lífsverk.  Elsta dóttir mín fór á kostum í gær.  Hún var nærri köfnuð úr hlátri í gærmorgun þegar hún las fyrir mig eftirfarandi setningu  "Að skylda konur til að hylja brjóst sín í sundi lýsir lostafullum kenndum þeirra sem reglurnar setja."   Í fjölskyldunni eigum við nokkrar klassískar sögur um lukkuð aprílgöbb.  Þetta fer í safnið.  Sjá annars:   http://soley.blog.is/blog/soley/


Er að vinna með samviskuna

Það er til í mér næstum því þrælslund gagnvart því að taka  að mér  verkefni og leysa  þau eins og ég held að ætlast sé til að ég vinni.  Ég hef tekið að mér  verkefni sem mig langar  ekki að vinna af því ég hef ekki haft hugmyndaflug til þess að  segja  "nei takk, þetta  vil ég ekki gera".  Óþolandi og engum um að kenna nema sjálfri mér.  Ógagnrýnin samviskusemi er engum til góðs, ég vildi að ég gæti losað mig við hana!

Nú er ég að vinna verk sem ég held að ætlast sé til að ég vinni á  annan hátt en ég tel sjálf árangursríkast.  Ég er að engjast yfir því annars vegar að hlýða og uppfylla ónefndar væntingar eða gera það sem mér sjálfri finnst rétt og mikilvægt.  Um leið og ég skrifa þetta finn ég að  ég ætla að kasta  hlýðninni og samviskuseminni út í hafsauga. Henda  því hundleiðinlega efni sem ég er búin að vinna með í tvo daga og byrja  upp á  nýtt.  Þar verð ég trú sjálfri mér og eigin gildum, reynslu og  þekkingu.  Þá get ég hnakkakert kynnt efnið með góðri samvisku og verið sátt við sjálfa mig. Ég held að það sé mikilvægara  að  ég sé sjálf sátt við mig en að mögulega  einhverjir aðrir séu  það, ef ég þarf endilega að velja.   


Góð byrjun á deginum

Á leiðinni í vinnuna í morgun kom ég við í bakaríi því ég átti von á  gestum á Stígamótum. Í bakaríinu voru feðgar á undan mér í röðinni. Drengurinn virkaði u.þ.b. þriggja ára.  Þeir tóku góðan tíma í að velja  það bakkelsi sem þá  langaði mest í og keyptu kókómjólk með.  Svo settust þeir niður og fengu sér að borða.  Á meðan ég var að versla komst ég ekki hjá því að heyra samræður þeirra  feðga.  Sonurinn naut þess að borða kleinuhringinn sinn og spurði á milli bita "Pabbi, hvað þýðir að vera hamingjusamur"? og pabbinn leitaðist við að svara........á  einhvern hátt sem ég heyrði ekki. Gat ekki annað en gengið til þeirra  til þess að dáðst að þeim og  á eftir  mér kom önnur  kona og blandaði sér í samræðurnar......."þetta bjargaði deginum" sagði hún og við skildumst öll brosandi.


Við Tommi og Hlunkur elskum að taka á móti góðum gestum!

IMG_1261IMG_1264

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband