20.5.2007 | 07:58
Hátíðir
Það er merkilegt hvernig atburðir raðast. Stundum fer ég ekki í afmæli mánuðum saman. Í þessari viku er ég búin að fara í tvö 60 ára afmæli og eitt 40 ára. Í þar næstu viku er ég boðin í 50 og 40 ára afmæli og ég er boðin í fjórar útskriftir. Missi af tveimur afmælum og þremur útskriftum vegna eigin ferðalaga. En eina hátíðina ætla ég að hýsa sjálf og hún ætti ekki að verða leiðinleg, það er væntanleg útskrift Kristínar dóttur minnar sem er að ljúka BA í sál og kynjafræði.
Verð að viðurkenna að ég er ekki alveg laus við spennutilfinninguna sem ríkti á heimilinu þegar Krissan, Gussan og Kristín Þóra útskrifuðust úr Menntaskóla. Þær höfðu nýtt námsárin til allt annarra hluta en mennta og ég var farin að halda að þær myndu allar flosna úr námi og aldrei þroskast nógu mikið til þess að taka ábyrgð á sjálfum sér. En viti konur og karlar! Þær settu undir sig hausinn síðasta árið og tóku a.m.k. tvöfalt nám, sem mér þótti alveg út í hött vegna fyrri afkasta. Beit í tunguna á mér að halda ekki aftur af þeim og datt ekki í hug að þær héldu þetta út. Þegar þær svo fóru að huga að útskrift, var ég með hnút í maganum yfir vonbrigðunum sem þær hlytu að verða fyrir því ég taldi útilokað að þær stæðust próf. Ég hafði mikla samúð með Gunnhildi námsráðgjafa sem var búin að vera í fullu starfi við að greiða vonlitla leið þeirra, það var búið að úthýsa þeim úr mörgum áföngum. Þær skemmtu sér konunglega eins og þær hafa alltaf gert og æfðu oft og nákvæmlega hvernig þær myndu setja upp húfurnar. Þær bjuggu til eftirminnilegt frumsamið söngatriði um námsárin og saumuðu glimmerbúninga í stíl Bobbysocks á tveimur tímum og fluttu við mikla lukku á dimmisjon. Þær náðu allar eftir ólýsanlegan próflestur sem flestir kennarar skólans, námsráðgjafar og stjórfjölskyldur þeirra komu að sólarhringum saman. Þar kom að þær settu upp húfurnar æfðum höndum við hátíðlega athöfn í skólanum sínum og mömmurnar táruðust smá. Hér var svo haldin ansi lífleg og skemmtileg útskriftarveisla.
Í dag eru tilþrifin mun minni. Kristín Þóra hringdi um daginn og bauð okkur Tomma í útskrifina sína úr Listaháskólanum. Mikið þótti mér vænt um það. Gussan liggur á sæng með Hekluna sína, en gengur ljómandi vel að læra jarðfræði. Krissan mín mun útskrifast þann 16. júní og það verður ekkert minna en hljómsveit hér í garðinum ef hún fær að ráða. Þroskaðar og gerðarlegar ungar konur sem eru allir vegir færir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 10:15
Það er fædd lítil Hekla
Okkur þykir ekki leiðinlegt á Álfhóli að senda út eftirfarandi fréttatilkynningu: Hún Guðmunda okkar sem er ein af uppáhaldsvinkonum stelpnanna minna og þar af leiðandi heimagangur á Hólnum er búin að eignast stúlku. Hekla fæddist í gær, var víst stór og falleg með dökkt hár - mynd síðar. Kristín segir að hún sé alveg ótrúlega falleg.
Mér finnst sérlega smekklegt að nefna hana Heklu. Það er mín reynsla að börn sem skírð eru eftir öflugum eldfjöllum séu sérlega yndisleg, sbr. Kötlu. Svo eru Guðmunda og Kristín stofnendur og virk meðleg í Heklunum sem er dúndurhópur ungra kvenna. Læt fljóta með myndir af dúettinum "Hryssan/Gussan", og svo af súperfyrirsætunni Guðmundu sem fékk kjötsúpu fyrir að setja á sig hárkollur og láta mynda sig í Stígamótaauglýsingu sem var valin auglýsing ársins. Auglýsingin er nú um alla Danmörku og er notuð sem forsíða á bók um mansal í Búlgaríu. Nú er þessi kjarnorkukona komin í enn eitt hlutverkið að mæðra litla Heklu. Hjartanlega til hamingju elsku Guðmunda og Sigurgeir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007 | 16:18
Mikið rosalega er ég í skemmtilegri vinnu!
Verð bara að festa þessa fyrirsögn á prent! Vinn á svooooooooooo skemmtilegum stað og er að fást við svooooooooooo skemmtilegt verkefni þessa dagana!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 18:33
Stelpurnar mínar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2007 | 09:13
Hún á afmæli hún Sóley!
Það eru akkúrat 33 ár síðan það varð bylting í lífi mínu. Ég varð mamma og hef ekki verið söm síðan. Ég rifja upp þennan atburð a.m.k. árlega og hlýnar alltaf um hjartað. Sóleyjan mín hefur alltaf verið mikið afmælismanneskja, einstakt Eurovisionfan og hápólitísk. Dagurinn í dag er því þríheilagur hjá þessari kjarnorkukonu. Vonandi mun gleði hennar vara framyfir talningu atkvæða í nótt.
Til hamingju með daginn Sóleyjan mín!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 13:17
Hjartagull
Hér með sendi ég út um víða veröld myndir af stúlku sem ég elska af öllu hjarta og sem ætlar að búa til eftirrétt á Álfhóli annað kvöld. Þá verður mamma hennar 33 ára og þá verður Eurovision og þá verður kosningavaka og Annan ætlar að vera hjá ömmu og afa. Hún er ekki búin að ákveða hvort það verður súkkulaðibúðingur, eða hindberjahlaup, eða eitthvað allt annað. Hún ræður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2007 | 13:08
Fyrir fagurkera þessa lands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 18:21
Nafnarnir
Smáinnlegg í raunveruleikafjölmiðilinn Álfhól:
Akkúrat núna eru Tommarnir mínir úti í garði í golfi og búnir að vera þar í tvo tíma. Gamli þjálfarinn dekrar drenginn eins og dætur sínar í gamla daga. Hann stillir upp hverri kúlu og segir honum til í hverju höggi. Í fyrra sagði afinn að drengurinn hitti nánast í hverju höggi. Þá var Tommsinn bara þriggja. Núna er ég farin að óttast að hann meiði fólk úti á gangstétt, eða skemmi bíl, slíkur er höggkrafturinn. Held að maðurinn minn hafi sjaldan haft áhugasamari nemanda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 13:41
Nú er sumar
Þegar ég bjó í Noregi, þróaðist sá siður hjá mér að hætta að ganga í sokkum þann 1. maí og taka þá svo fram í sept. Á Íslandi hef ég miðað táslutímabilið við 1. júní.
Nú nennti ég ekki að bíða lengur eftir sumri og fór í kvartbuxum og á töflum í vinnuna. Er búin að vera skjálfandi úr kulda í dag. Sakna Noregs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 20:30
Maður dagsins er Snorri Másson!
Hann Snolli minn er tíu ára í dag. Ég held að ég hafi ekki haft meira að segja af nokkrum öðrum krakka utan eigin afkomenda. Hann var svo mikið hjá mér þegar mamma hans var að skrifa doktorsritgerðina sína og allaf hafði ég jafn mikla ánægju af því að hafa hann.
Mér finnst hann alveg ótrúlega skemmtilegur, duglegur og klár krakki. Ég hef minni áhyggjur af honum en flestum öðrum, því hann er svo duglegur að bjarga sér. Svo hefur hann nokkuð sem er sjalgæft í kringum mig, ég held að hann sé upprennandi viðskiptajöfur. Nú er hann þar staddur í lífinu að gamlar móðursystur eru ekki inni í hans daglega lífi. En ég á mikið í honum og læt það ekkert af hendi. Til hamingju með daginn Snorri minn og takk fyrir góða afmælisveislu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)