Maður dagsins er Snorri Másson!

IMG_2443IMG_2444IMG_2447

Hann Snolli minn er tíu ára í dag.  Ég held að ég hafi ekki haft meira að segja af  nokkrum öðrum krakka utan eigin afkomenda.   Hann var svo mikið hjá mér þegar mamma hans var að skrifa doktorsritgerðina sína og allaf hafði ég jafn mikla ánægju af því að hafa hann. 

Mér finnst hann alveg ótrúlega skemmtilegur, duglegur og klár krakki.  Ég hef minni áhyggjur af honum en flestum öðrum, því hann er svo duglegur að bjarga sér.  Svo hefur hann nokkuð sem er sjalgæft í kringum mig, ég held að hann sé upprennandi viðskiptajöfur.  Nú er hann þar staddur í lífinu að gamlar móðursystur eru ekki inni í hans daglega lífi.  En ég á mikið í honum og læt það ekkert af hendi. Til hamingju með daginn Snorri minn og takk fyrir góða afmælisveislu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegur er hann, fríður er hann. Hér sitjum við foreldrar hans og afi og dásömum drenginn auk þess sem við ræðum leiðtogahæfileika hans. Afi hans vonar að hann nýti leiðtogahæfileikana á réttum sviðum og verði til dæmis ekki klámkóngur...

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:40

2 identicon

Mér finnst Snorri sniðugur,

snjall og köttur liðugur,

fyndinn hress og fjörugur,

og flestum hnútum kunnugur

afi hans

Jón Bergþórsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:46

3 identicon

Ef fólk er að velta því fyrir sér hvernig leiðtogi Snorri verður, er rétt að taka fram að hann er löngu orðinn leiðtogi. Mér skilst að hvert mannsbarn í Vesturbænum sé undir hans stjórn.

Ástæðulaust að hafa áhyggjur af Snorra! 

Þóra (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:01

4 identicon

Ef fólk er að velta því fyrir sér hvernig leiðtogi Snorri verður, er rétt að taka fram að hann er löngu orðinn leiðtogi. Mér skilst að hvert mannsbarn í Vesturbænum sé undir hans stjórn.

Ástæðulaust að hafa áhyggjur af Snorra! 

Þóra (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:01

5 identicon

Má til með að senda þessum gamla vini mínum afmæliskveðju hér. Hann verður góður í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.

Anna Kristm (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 21:56

6 identicon

Við Mýrarar eltum Snorra uppi til að óska honum til hamingju með stórafmælið! Hef alltaf haft mikla trú á Snorra og hæfileikum hans. Hann lengi lifi - Húrra húrra húrraaaaaaa!

Edda Ýr Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband