Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Klaufi

Stígó 037Ég var með það einhvers staðar í undirmeðvitundinni að tvær samstarfskonur mínar ættu tíu ára starfsafmæli á árinu. Það hefur gerst tvisvar áður  á Stígó og því var fagnað veglega.  Þessar kempur sem nú eru að bætast í tíu ára  hópinn eru þær  Björg og Þórunn.  Svo sló því niður í hausinn á  mér að Þórunn ætti tíu ára starfsafmæli núna á morgun þann 1. mars og mér  datt í hug að við ættum aldeilis að  koma  henni á óvart og gleðja  hana.  Hnippti í tvær  aðrar  samstarfskonur  mínar sem voru hjartanlega sammála.  Þær tóku að sér að koma boðum til Bjargar  sem er  lunkin í svona málum.  Þegar Ingibjörg lét boð ganga til Bjargar um að nú þyrftum við að gera eitthvað fyrir  Þórunni á morgun vegna starfsafmælis hennar og passa upp á að Þórunn fattaði það alls ekki,  varð hún undarleg á svipinn - það er nefnilega Björg sem  á morgun hefur  í tíu ár unnið á Stígó. 

Það fer ekki brosið af Stígamótakerlunum!

IMG_1012IMG_1030IMG_1018Mesti lúxus sem við höfum leyft okkur á Stígamótum er þessi ferð okkar á Kvennanefndarfund Sameinuðu Þjóðanna.  Þökk sé Equality now.  Ég hafði ekki áttað mig á hversu mikilvægt það er næra hópinn á þennan hátt.  Það skal tekið fram samviskusamlega að við erum með trúboðstöskuna, fulla af diskum, herrastígamótanærbuxum og öðrum nauðsynjum.  Í gær var íslenski hliðarviðburðurinn okkar "Growth, power  and fun" og ég ætla að leyfa mér að  segja að hann var allt öðru vísi en allt annað sem hér var í boði og við fengum rosalega góð viðbrögð frá þakklátum áhorfendum sem voru rúmlega hundrað.  Það óvæntasta var fyrirlestur Matthildar Helgadóttur Ísfirðings og myndbrotið sem hún sýndi úr myndinni óbeisluð fegurð.  Áheyrendur sem voru kokteill af kvennahreyfingunni, embættismönnum  og pólitíkusum ætluðu að rifna úr hlátri og það var hlegið stanslaust allan tímann.  Erum að ræða um alheimsfegurðarsamkeppni með sömu formúlu.  Um kvöldið fórum við Þórunn í Metropolitan óperuna og sáum Carmen.  Hakan niðrá bringu  yfir skrautinu, búningunum, sviðsmyndinni, lýsingunni og síðast en ekki síst söngnum.  Ég var dauðuppgefin og eiginlega viss um að ég myndi sofna á fyrsta  hálftímanum,  en það var ekki ein leiðinleg mínúta  þá þrjá og hálfan tíma sem sýningin varði.

Í dag var Coalition against trafficking in women með málstofu og ýmislegt fleira var á boðstólnum, en eftir hádegi skelltum við okkur þrjár á  snyrtistofu og fengjum okkur manicure og pedicure dásamlegt dekur.


Með puttann á alþjóðapúlsinum

IMG_0995Oft hefur mér þótt vinnan mín skemmtileg, en sjaldan eins og í gærkvöldi þegar ég tók á móti samstarfskonum mínum í New York.  Þið hefðuð átt að sjá okkur þegar við gengum hér saman allar í hóp og könnuðum SÞ bygginguna í þaula, skoðuðum dagskrána saman og lögðum á ráðin um hvernig við fengjum sem allra mest útúr ferðinni. Það er svo góð tilfinning að hópurinn allur styrkist og nærist til þess að eiga kraftinn í að takast á við hversdagslífið í vinnunni þar sem stundum gengur æði mikið á.   Þetta gátum við gert vegna stuðnings Equality Now!

Aðalritarinn opnaði fundinn með því að hrinda af stað átaki gegn ofbeldi gegn konum - ekki óviðeigandi.  Við sjálfa opnunina töluðu þrír aðrir aðilar. Einn fulltrúinn var fulltrúi frjálsra félagasamtaka: Taina Bien -Aime framkvæmdastýra Equality now!  Það var góð tilfinning að sjá hana og heyra og ég þandi brjóstið heldur meira en venjulega.

Aðal þemu þessa kvennanefndarfundar eru valdefling og fjármögnun og þess vegna hönnuðum við íslensku félagasamtökin dagskrá undir yfirskrifinni; Growth, Power and fun.  Mun verða með fiðrildi í maganum þar til hún er yfirstaðinn, en það bara fylgir.   Veltum því aðeins fyrir okkur hvort það væri viðeigandi að selja herranærbuxurnar góðu á eftir íslensku dagskránni - erum ekki alveg búnar að gera upp hug okkar. Hér hef ég hitt margar vinkonur mínar úr ólíkustu heimshornum.  Gaman gaman.


Góðar fréttir

IMG_01361985 Kristín,  Guðrún og ÞóraÞóraÞessi frjóa stelpa átti mörg áhugamál þegar hún var lítil.  Það sem einkenndi hana var endalaust ímyndunuarafl og hún hefur alltaf verið fyndnasti fjölskyldumeðlimurinn.  Hún  átti góðan ósýnilegan vin sem hét Svenson. Svenson rak með henni sjoppuna Gítar þar sem hægt var að kaupa bæði jarðaberjagos og ýmislegt annað frumlegt gotterí sem hvergi fékkst annars staðar.  Það skemmtilega við Svenson var að hann gat bæði stækkað og smækkað eftir því sem við átti og gat meðal annars auðveldlega borið hana  á herðum sér yfir sjóinn til Frikklands og annara  landa sem þau Þóra höfðu hug á  að  heimsækja.   Á tímabili þurfti að leggja á borð fyrir Svenson eins og aðra sjáanlega fjölskyldumeðlimi og taka fullt tillit til hans þegar deila átti út veraldlegum gæðum.  Í nánasta umhverfi Þóru voru ljón líka áberandi.  Einhvern tíma  fann ég kjötbein og kartöflur í ýmsum ílátum  í herberginu hennar og líka í öllum hornum.  Þegar ég spurði hana  hvers vegna  þessi matur væri um allt í herberginu hannar, benti hún á að það væri mikil hætta á að ljón gætu klifrað til okkar upp á þriðju hæð og  inn um gluggann hennar og þau gætu verið svöng og því væri þetta bara sjálfsögð öryggisráðstöfun.  Ef hún hefði bara nóg af fóðri handa þeim myndu þau ekki éta hana. 

Það eru til fullt af myndböndum hjá afa hennar af blaðamannatilraunum hennar alveg frá því hún var 7 eða 8 ára.   Viðtöl við flesta fjölskyldumeðlimi og ýmsir þættir sem  vel hefðu sómt sér á RÚV.  Þessi stelpa var að landa blaðamannaverðlaununum fyrir rannsóknarblaðamennsku.  - Já ég veit vel að hún deildi þeim með Simma  og ritstjórn DV. En hún fékk blaðamannaverðlaunin.  Verðskuldað!


Vondar fréttir

IMG_0825Rachel vinkona mín hringdi til mín áðan. Hún sagði að það væri fyrst núna sem hún væri farin að hugsa skýrt.  Það var ráðist á skrifstofu Hjálparstofnunnar norsku kirkjunnar í Basra í Írak fyrir nokkru síðan, fjórir gíslar teknir og þeir beittir ofbeldi en síðan sleppt.  Á meðal gíslanna  var eiginmaður aðstoðarkonu Rachelar.  Það hefur allt verið í uppnámi síðan og auðvitað fór starfsfólkið að velta upp hvort árásin stafaði ekki af kvennaverkefninu sem er eitt af fjórum verkefnum sem þau stýra  frá Jórdaníu. Í framhaldinu var ákveðið að leggja það á ís í  bili og jafnvel hætta alveg við  það.  Það var ekki skrýtið að ég hefði vonda tilfinningu fyrir þessu verkefni.  Mér  finnst þó alveg hræðilegt að árásin verði til þess að alþjóðasamfélagið gefist bara  upp á  að bæta stöðu kvenna. 


Hvað er skemmtilegast í New York??

IMG_0524IMG_0531IMG_0521Alþjóðasamfélag kvennahreyfingarinnar  ætlar að leggja  undir sig New York næstu tvær vikur í tengslum við kvennanefndarfund hjá Sameinuðu þjóðunum.  Starfshópur  Stígamóta ætlar að leggja niður hefðbundin störf í viku og taka þátt í ævintýrinu með góðri samvisku.  Það er hægt vegna viðurkenningar  Equality Now! sem fól í sér fjárstuðning sem nota á  til þess að næra hópinn.  Akkúrat núna sit ég yfir erindi sem ég ætla að flytja um starfið okkar og einhvern veginn verð ég ekki búin, það er alltaf hægt að breyta og bæta.  Nú er ég t.d.  að flýja sjálfa mig með því að blogga  frekar en að klára  vinnuna mína.  Ég hef verið  svo lánsöm að vera í íslensku sendinefndinni sl. þrjú ár  og nú er að renna  upp síðasti fundurinn sem Ísland á aðild að. 

Skelli inn svipmyndum frá árinu 2005.  Þarna má sá Ragnhild Hennum vinkonu mína frá  Noregi og aðra kunningjakonu, okkur  Birnu hjá Unifem að representera landið okkar og dásamlega kvöldstund með konum víðs vegar  að úr  heiminum sem hittust í boði Coalition against Trafficking in Women.

En á Stígó erum við vanar  að "nota  ferðina". Þess vegna ætlum við líka að skoða söfn og versla og fara í Metropolitan og borða á skemmtilegum veitingastöðum og e.t.v. fá okkur einn "Manhattan" eða tvo og svona. En við þurfum að vera vel upplýstar um það markverðasta í  borginni og því spyr ég hvaða veitingastaðir  eru skemmtilegastir, hvað sýningar  eru bestar, hvaða leyndu gimsteina  hefur  borgin uppá að bjóða sem við vitum ekki um????  Við höfum heyrt af blindraveitingahúsi sem við finnum ekki, er það til annars staðar  en í  Berlín?  Við höfum heyrt af Café Click og bakaríi sem  er rekið af fyrrum föngum, við viljum vita af fleiru óvenjulegu og skemmtilegu þannig að við getum virkilega notið þessarar breath-taking borgar og koma svo eins og dætur mínar  segja.


Ég á þessa stelpu!

1980 skírn Bergþórs Heimis Þóra (1) copy2003 í Köben ÞóraÉg hika ekki við að monta  mig af barnabörnunum mínum, en er aðeins feimnari við að berja mér á  brjóst yfir stelpunum mínum.  Ég ætla samt að  gera það!  Þessi stúlka er mér nákomin og hún er tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna í ár fyrir rannsóknarblaðamennsku. 

Mamma hennar  er  að rifna úr  stolti yfir  henni!


Afi farðu í belti!

IMG_0976IMG_0977IMG_0970Við vorum að flýta okkur í gærmorgun.  Afinn kom Kötlunni sinni fyrir í bílstól, kom dóti fyrir í bílnum og keyrði af stað.  Þá heyrðist blíðlega úr aftursætinu; Afi farðu í belti! 

Afinn hafði gleymt að fara í bílbelti.  Við vissum ekki einu sinni að hún hefði tekið eftir því að fólk færi í bílbelti.  Og ef einhver skildi ekki vita það, þá minni ég á að barnabarnið mitt er eins árs!


Ömmustrákur

fjölskyldan 10.2.07 004IMG_0737IMG_0110Þetta  er hann Tómas Schalk Sóleyjar og ömmuson.  Í gærkvöldi var hann orðinn þreyttur  og fjölskyldan lá í hrúgu að horfa á sjónvarpsþátt sem hann hafði engan  áhuga á. Til þess að hafa hann góðan, bauð amman honum að skrifa á bakið á honum.  Vinsæl atlot á mínu heimili, sem felast í því aðallega að svæfa en líka í því að teikna á bakið með puttanum.  Hann lá grafkyrr og spurði svo hvað ég væri að teikna.  Ég sagðist vera  að teikna leikskólann hans  á  Mýri.  Ég var  búin með húsið, dótið, leiktækin úti, hann sjálfan, Óla og Tuma og átti bara eftir hina krakkana og fóstrurnar og svo strauk ég yfir bakið á honum.  Það átti ég ekki að gera, hann fór að gráta og sagði að ég væri búin að stroka út leikskólann hans. 

Hrikalegur klaufaskapur auðvitað.  Svo ég bætti fyrir með því að teikna Tívolíið í Kaupmannahöfn.  Öll leiktæki, veitingahús, bangsabúðina utan við Tívolíið, allt skrautið og fólkið, gotteríið og grindverkið í kring.  Og til þess að tryggja að ég eyðilegði ekki þá  mynd líka, hélt hann nærskyrtunni sinni uppi á  haus og fór  og sýndi afa sínum tívolíið. 

Í gær fór hann  einhverra hluta  vegna með mömmu sinni í Hallgrímskirkju.  Þau mæðgin hafa ekki oft farið í guðshús, svo mamma hans útskýrði fyrir honum hvað þar færi fram.  Þegar  kom að jarðarförunum útskýrði hún fyrir  honum að þegar fólk létist væri það sett í  kistu, kistan væri svo borin í kirkjuna og þar færi athöfnin fram.  Þetta  var  of mikið fyrir minn mjúka mann, hann fór  að hágráta  yfir öllu dána fólkinu.  Dásamlegur strákur sem er  alveg  að  verða stór.  Hann fer í skóla í haust og við höldum fast í að njóta þeirra  augnablika sem enn minna á  litla  strákinn okkar.   Það vill til að ég er sannfærð um að hann verður líka dásamlegur þegar  hann  verður stór.


Hopp og hí og hamagangur á Hóli


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband