Sendið mér innblástur!

Ég þyrfti að vera að semja þrjú gáfuleg erindi í dag en er fullkomlega andlaus.  Merkilegt hvað það er  miserfitt að setja saman texta.  Næ ekki  sambandi við kraftinn minn. Það væri freistandi að skella skuldinni á  lungnabólguna sem hefur  hrjáð mig þennan mánuð, en ég veit að það væri bara afsökun.  Kona semur ekki texta með  lungunum, heldur hausnum. 

Held ég leysi nokkrar sudoku.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

innblástur, innblástur og innblástur,

veit nú ekki alveg hvort ég kann þetta  því venjulega hefur þetta verið á hinn veginn mín kæra þ.e. frá þér til mín.... en sakar ekki að reyna .....

dia (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm - bara lesa alla vtleysuna sem finnst á blogginu, það espir og setur mann í ritgírinn!

Edda Agnarsdóttir, 21.1.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Álfhóll

Kærar þakkir ágætu stöllur mínar. 

Held þetta hafi virkað ágætlega....... kv. gj

Álfhóll, 22.1.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með titilinn sem þú ert sannarlega verðug

Dísa Dóra, 23.1.2008 kl. 16:52

5 identicon

Elsku Guðrún Jóns frá Álfhóli

Innilega til hamingju með verðskuldaðan heiður sem ljósbera. Það ert þú svo sannarlega fyrir svo marga

Kær kveðja

Björt í Svíþjóð (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:59

6 identicon

Til hamingju frænka! Gaman að fá góðar fréttir inná milli leiðindanna í Rvík.

Bestu kveðjur til þín og þinna.

Nína frænka í Mos.

Til hamingju! (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:46

7 identicon

Til hamingju, flotta frænka mín!

Risaknús,

Guðrún Harpa

Guðrún Harpa (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:18

8 identicon

til hamingju Guðrún mín,

knús

diana (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:25

9 Smámynd: Álfhóll

Hjartans þakkir fyrir góðar kveðjur ágætu frænkur mínar og vinkonur.  Vonandi verður þessi viðurkenning mér hvatning til þess að standa mig, en sofna ekki á verðinum. 

Álfhóll, 24.1.2008 kl. 12:30

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert aldeilis að fá verðskuldaða athygli Guðrún mín, til hamingju með LJÓSBERANN! - Flott nafn á viðurkenningu, sendi þér kossa og blóm í huganum.

Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 12:46

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sæl Guðrún, stundum þarf maður bara að hvíla sig og innblásturinn á eiginlega rétt á að koma í sveiflum, en þú fékkst ekki bara innblástur heldur verðskuldaða viðurkenningu, til hamingju Guðrún, þú ert bara frábær og þú mátt alveg vita það og viðurkenna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.1.2008 kl. 12:04

12 Smámynd: Álfhóll

Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur....... ágætu Edda og Anna.  Bestu kv. Gj

Álfhóll, 1.2.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband