Vondar fréttir!

Á bloggsíðum held ég maður skrifi helst um hversdagslega hluti, ekki um mjög persónulega hluti og helst ekki um eitthvað slæmt.  Það er allavega ritstjórnarstefnan á Álfhóli.  Það er þó ekki hægt að sleppa því að segja frá mikilvægum hlutum í fjölskyldum. 

Hann Hörður mágur minn lést í fyrradag eftir erfiða aðgerð vegna krabbameins. Hann hafði ekki kennt sér nokkurs meins þegar hann kom hér í mat fyrir tæpum hálfum mánuði. En vissi að það þurfti að skera hann upp og aðgerðina þoldi hann því miður ekki.  Hann verður jarðaður í Fríkirkjunni á fimmtudag kl. 13.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

samúðarkveðjur til ykkar Guðrún mín,

hlýjar kveðjur

Díana

diana (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Dísa Dóra

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar

Kær kveðja

Dísa 

Dísa Dóra, 3.11.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband