19.6.2007 | 10:56
Fjallgöngur og útivist hafa bætandi áhrif á heilann
Í gær dreif ég loksins út úr húsi og á Helgafell með Nöfnu minni Narfadóttur. Góð tilfinning að hafa komið sér á fjallstopp, þó hann sé ekki hár. Ég heiti því í hvert skipti sem ég geng að gera meira af því, mér finnst það svo skemmtilegt og næ sambandi við hluta af mér sem ég vil rækta miklu betur en ég geri. Guðrún sem er lífeðlisfræðingur fór yfir það á meðan ég var að paufast niður fjallið að útivist færi svo vel með heilafrumur........... Heyrði ekki alveg hvað hún sagði, en vissi að það var vit í því eins og öðru sem hún lætur sér um munn fara. Svo kemur Tommi í frí á föstudag og vinahópurinn leggur af stað í bítið út í Flatey að skoða fugla og svo áfram í Örlygshöfn................... Unaður!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.