Hver hefur tekið myndavélina mína, stelpur?

Ég er búin að snúa við húsinu í leit af myndavélinni minni. Nú er mig farið að gruna að Hrossið sem var hér í gærkvöldi hafi látið hana hverfa.  Gæti alveg trúað henni til þess!  Dætur mínar  létu bæði slöngudressið mitt og frumskógadraktina hverfa fyrir nokkrum árum síðan.  Það er opinbert hvað þær  eru lítið hrifnar af myndatökum móður sinnar. Og ég sem var með slíkar úrvalsmyndir sem fara áttu í þennan fjölmiðil.

Myndir t.d. frá göngutúr sem við Tommi og Beggi bróðir fórum í með Kötluna og Týru. Nú og frá skemmtilegri heimsókn í gærkvöldi. Stjáni og Siggi frændur Tomma frá Siglufirði kíktu við og minn maður malar alltaf þegar hann er tengdur við Sigó á einhvern hátt.  Dætur mínar, hvar er  myndavélin?

Móðir ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur gleymt henni hjá Begga. Þú fannst hana ekki í gærkveldi og tókst því myndir af Siglfirðingunum á mína myndavél.

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband