Gleðilegt sumar!

4321 

Síðasta vetrardag var mér boðið á dásamlega menningarsamkomu í Melaskóla.  Anna dótturdóttir mín lék Gullbrá og amman var klökk af hrifningu og stolti.  Svo var kynning á fuglaverkefnum nemenda í 2. b og Hjartagullið mitt var með glærusýningu um branduglu.  Því miður hafði ég ekki myndavél, svo mamma hennar verður að myndskreyta þessa frétt fyrir mig. 

Ég stefni að því að taka tveggja mánaða sumarfrí. Hef ekki tekið samfellt 6 viknafrí í mörg ár, en núna er ég að mana mig upp í að taka mér góða hvíld frá skemmtilegu starfi.  Í sumar ætlum við hjónin að fara á Suðurfirði Vestfjarða með gönguhópnum lipra. Við stefnum á hálfsmánaðarútlandafrí saman, helst flug og bíl, svo við getum vaðið yfir Evrópu eins og dagsformið býður hverju sinni.  Þar að auki ætlar Tommi að vera í golfi og ég ætla að taka frá viku í stelpnafrí með Nöfnu minni Narfadóttur....... það eina sem er ákveðið með það, er að það verður skemmtilegt.  Svo ætlum við að gera ýmislegt fleira sem sagt verður frá síðar, en fyrst................förum við í leikfimi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndskreytingin komin. Njótið.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 22:29

2 identicon

Góðan dag Guðrún mín,

til hamingju með afmælið í gær.

kv Día

Día (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 11:10

3 identicon

Hún ber af stelpan! Sé það langar leiðir, enda laaaang fallegust.  

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: Álfhóll

Takk Sólan mín,

Það er alveg makalaust hvað mér þykir vænt um hana Önnu.   Hún var svo örugg og ljúf og falleg á skemmtuninni.   Hún hafði áhyggjur af því þegar skemmtunin var að hefjast hvort bekkjarsystkini hennar myndu nú haga sér.  - Man ekki eftir slíkum áhyggjum hjá sjálfri mér eða dætrum mínum - aldrei.  Líklega hollenski hlutinn af henni, líklega um verulega kynbót að ræða.

Álfhóll, 23.4.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband