Og heimilisdagbókin heldur áfram

IMG_2324_editedIMG_2325IMG_2330

Í dag dreif ég inn í leikfimisal í fyrsta skipti í fjóra mánuði!  Fyrir mér er líkamsrækt svo fjarri þeim lífsstíl sem ég hef ástundað að ég þarf stöðugt að semja við sjálfa mig og standa í sálarátökum til þess að hreyfa mig.  Merkilegt!

En það bætist við bíll á dag í Álfhólsflotann.  Þóra endurnýjaði Hvíta drekann okkur til mikillar ánægju. Svo kom Steinunn okkar góða vinkona, mágkona, svilkona, systir og borðaði með okkur matinn sem við Katla elduðum saman. Notalegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega eru þetta fallegar myndir af þeim frænkum Steinunni (móður minni) og henni Kötlu kjútí.

Þið eruð alltaf velkomin í Njörvasundið.

Ég fer svo að koma með hann Stefán Steinar í næturpössun

Kveðja

Snjólaug Biggýs.

Snjólaug (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:14

2 identicon

Hann Jóhann Atli veitti því mikla athygli að Katla væri að borða matinn sinn uppi á borði.  Heima hjá honum er það nefnilega ekki í boði, móðir hans er svo ömurleg að ætlast til þess að hann sitji frekar í stólnum sínum.  Hann velti þessu því lengi fyrir sér en kom svo til mín og sagði: "það má ekki skamma Kötlu mína"!

Kristín Björk (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:43

3 identicon

Gvuð hvað þetta er sæt mynd af Kötlunni.  Og voðalega er nýi drekinn fínn.  

Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 21:14

4 identicon

Mikið asskoti ertu dugleg að hreyfa þig kona!

Kristín Alma Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband